Skattalækkanir sem nýtast öllum Birgir Ármannsson skrifar 20. september 2021 09:01 Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt. Mikilvægt er að hafa í huga að í alþjóðlegum samanburði er tekjujöfnuður óvíða meiri en hér á landi. Nýjustu fáanlegar tölur, hvort sem er frá evrópsku hagstofunni eða OECD, setja Ísland í eitt af efstu sætunum þegar horft er til þess hvar tekjur eru jafnastar. Þannig hefur það verið um langt skeið og engar vísbendingar hafa komið fram, sem benda til þess að sú staða hafi breyst. Undanfarin ár hefur Ísland verið í hópi þeirra fimm ríkja, sem búa við hvað mestan jöfnuð á mælikvarða þessara stofnana og kemur t.d. betur út en hin Norðurlöndin. Ágætt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um skattapólitík og verk síðustu ríkisstjórna á því sviði. Á undanförnu kjörtímabilum hefur tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður umtalsvert og hafa breytingarnar meðal annars haft það markmið að lækka skatta millitekju- og láglaunafólks. Þetta var eitt af því sem ríkisstjórnin lagði fram til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði 2019, lífskjarasamningunum svonefndu, en stefnumörkunin er þó eldri. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á það í kosningabaráttunni 2017 að lækka neðra þrepið í tekjuskattskerfinu til þess að skattalækkanir nýttust helst þeim tekjulægstu og það markmið skilaði sér inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var þá um haustið. Þessar skattalækkanir tóku svo gildi í tveimur áföngum í kjölfar lagabreytinga 2019 og þrátt fyrir að endanleg útfærsla hafi þegar upp var staðið orðið flóknari en við sjálfstæðismenn hefðum helst kosið er óumdeilt að markmiðið náðist. Fyrir kosningarnar á laugardaginn höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Við teljum að áframhaldandi skattalækkanir á tekjur alls almennings séu áhrifarík leið til að bæta kjör fólksins í landinu. Við erum líka þeirrar skoðunar að skattalækkanir á atvinnurekstur séu mikilvægar til að skapa fyrirtækjunum svigrúm til að vaxa og dafna. Við vísum til þess árangurs sem við höfum náð á þessu sviði á undanförnum árum en erum sannfærð um að hægt sé að gera betur. Um leið andmælum við fjölbreyttum hugmyndum ýmissa stjórnmálaflokka um skattahækkanir, sem eru vísasta leiðin til að draga úr slagkrafti efnahagslífsins og hamla þeim vexti, sem við þurfum á að halda til að tryggja Íslendingum betri lífskjör á komandi árum. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Birgir Ármannsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt. Mikilvægt er að hafa í huga að í alþjóðlegum samanburði er tekjujöfnuður óvíða meiri en hér á landi. Nýjustu fáanlegar tölur, hvort sem er frá evrópsku hagstofunni eða OECD, setja Ísland í eitt af efstu sætunum þegar horft er til þess hvar tekjur eru jafnastar. Þannig hefur það verið um langt skeið og engar vísbendingar hafa komið fram, sem benda til þess að sú staða hafi breyst. Undanfarin ár hefur Ísland verið í hópi þeirra fimm ríkja, sem búa við hvað mestan jöfnuð á mælikvarða þessara stofnana og kemur t.d. betur út en hin Norðurlöndin. Ágætt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um skattapólitík og verk síðustu ríkisstjórna á því sviði. Á undanförnu kjörtímabilum hefur tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður umtalsvert og hafa breytingarnar meðal annars haft það markmið að lækka skatta millitekju- og láglaunafólks. Þetta var eitt af því sem ríkisstjórnin lagði fram til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði 2019, lífskjarasamningunum svonefndu, en stefnumörkunin er þó eldri. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á það í kosningabaráttunni 2017 að lækka neðra þrepið í tekjuskattskerfinu til þess að skattalækkanir nýttust helst þeim tekjulægstu og það markmið skilaði sér inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var þá um haustið. Þessar skattalækkanir tóku svo gildi í tveimur áföngum í kjölfar lagabreytinga 2019 og þrátt fyrir að endanleg útfærsla hafi þegar upp var staðið orðið flóknari en við sjálfstæðismenn hefðum helst kosið er óumdeilt að markmiðið náðist. Fyrir kosningarnar á laugardaginn höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Við teljum að áframhaldandi skattalækkanir á tekjur alls almennings séu áhrifarík leið til að bæta kjör fólksins í landinu. Við erum líka þeirrar skoðunar að skattalækkanir á atvinnurekstur séu mikilvægar til að skapa fyrirtækjunum svigrúm til að vaxa og dafna. Við vísum til þess árangurs sem við höfum náð á þessu sviði á undanförnum árum en erum sannfærð um að hægt sé að gera betur. Um leið andmælum við fjölbreyttum hugmyndum ýmissa stjórnmálaflokka um skattahækkanir, sem eru vísasta leiðin til að draga úr slagkrafti efnahagslífsins og hamla þeim vexti, sem við þurfum á að halda til að tryggja Íslendingum betri lífskjör á komandi árum. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun