Virðing Georg Eiður Arnarson skrifar 19. september 2021 07:01 Alveg frá því að ég steig mín fyrstu skerf sem trillusjómaður og horfði á og lærði, hvernig þeir eldri báru sig að og lærði bæði meðferð veiðarfæra og eins á miðin í kring um Vestmanneyjar, þá hef ég alltaf litið upp til manna sem kunnu þetta eins og lófan á sér. Margir eru farnir en lifa þó í minningunni. Oft verður mér hugsað til besta vinar míns, en sú saga er reyndar ekki alveg búin. En það er eitt að horfa af virðingu og aðdáun á þá sem á undan hafa gengið, hin hliðin er sú, sem því miður blasir við okkur í Íslensku samfélagi í dag og er ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég ákvað að taka þátt í framboði með Flokki fólksins. Að undanförnu hef ég bæði heyrt og lesið af frásögnum hjá eldri borgurum sem lifa nánast á hungurmörkunum og þegar maður horfir á þessar hörmungar bætur, sem allt of margir þurfa að lifa á í dag, þá einfaldlega stendur mér ekki á sama. Fólk sem þarf að lifa kannski eitt á kannski rétt liðlega 200 þúsund krónum í landi þar sem þeir hæst launuðu greiða sér tugi milljóna í mánaðarlaun og maður eiginlega skilur ekki hvernig stendur á þessu. Að undanförnu hef ég líka heyrt í fólki, sem er við það að detta út af vinnumarkaði og kvíðir fyrir því að þurfa á lifa á strípuðum bótum og svo eru það aftur þeir, sem hafa kannski lungan af ævinni lifað sem öryrkjar og eiga kannski engin eða lítil lífeyrisréttindi. Einnig fólk sem kannski var út af t.d. uppeldi barna heimavinnandi, meðan fyrirvinnan var kannski úti á sjó og svo skyndilega fellur fyrirvinnan kannski frá og eftir situr húsmóðirin með aðeins rétt á 80% af lífeyrissjóðsgreiðslum fyrirvinnunnar og aðeins í 1,5 ár. Og hvað svo? Dæmt til sárrar fátæktar. En þessu ætlum við í Flokki fólksins að breyta þannig að makinn erfi full lífeyrisréttindi þess sem fellur frá. En svo er aftur öll þessi elli- og hjúkrunarheimili þar sem, í sumum tilvikum, launin eru svo lág að aðeins fæst erlent vinnuafl sem jafnvel, í sumum tilvikum, skilur ekki orð í íslensku og íbúarnir eiga því mjög erfitt stundum að tala við, eða gera sig skiljanlega um hvað ami að. Að maður tali nú ekki um þetta svokallaða dagpeninga fyrirkomulag, sem er fyrir mér alveg óskiljanlegt. Nú á ég aðeins liðlega 3 ár í sextugt og ég neita því ekki að ég er aðeins farinn að kvíða því að verða fullorðinn. En þannig á það ekki að vera. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að bæta það. Höfum það öll í huga, að sem betur fer verðum við flest öll einhvern tímann fullorðin og það eina, sem við þurfum að gera til þess að tryggja afkomu okkar á fullorðinsárum er að setja x við F. Höfundur situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alveg frá því að ég steig mín fyrstu skerf sem trillusjómaður og horfði á og lærði, hvernig þeir eldri báru sig að og lærði bæði meðferð veiðarfæra og eins á miðin í kring um Vestmanneyjar, þá hef ég alltaf litið upp til manna sem kunnu þetta eins og lófan á sér. Margir eru farnir en lifa þó í minningunni. Oft verður mér hugsað til besta vinar míns, en sú saga er reyndar ekki alveg búin. En það er eitt að horfa af virðingu og aðdáun á þá sem á undan hafa gengið, hin hliðin er sú, sem því miður blasir við okkur í Íslensku samfélagi í dag og er ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég ákvað að taka þátt í framboði með Flokki fólksins. Að undanförnu hef ég bæði heyrt og lesið af frásögnum hjá eldri borgurum sem lifa nánast á hungurmörkunum og þegar maður horfir á þessar hörmungar bætur, sem allt of margir þurfa að lifa á í dag, þá einfaldlega stendur mér ekki á sama. Fólk sem þarf að lifa kannski eitt á kannski rétt liðlega 200 þúsund krónum í landi þar sem þeir hæst launuðu greiða sér tugi milljóna í mánaðarlaun og maður eiginlega skilur ekki hvernig stendur á þessu. Að undanförnu hef ég líka heyrt í fólki, sem er við það að detta út af vinnumarkaði og kvíðir fyrir því að þurfa á lifa á strípuðum bótum og svo eru það aftur þeir, sem hafa kannski lungan af ævinni lifað sem öryrkjar og eiga kannski engin eða lítil lífeyrisréttindi. Einnig fólk sem kannski var út af t.d. uppeldi barna heimavinnandi, meðan fyrirvinnan var kannski úti á sjó og svo skyndilega fellur fyrirvinnan kannski frá og eftir situr húsmóðirin með aðeins rétt á 80% af lífeyrissjóðsgreiðslum fyrirvinnunnar og aðeins í 1,5 ár. Og hvað svo? Dæmt til sárrar fátæktar. En þessu ætlum við í Flokki fólksins að breyta þannig að makinn erfi full lífeyrisréttindi þess sem fellur frá. En svo er aftur öll þessi elli- og hjúkrunarheimili þar sem, í sumum tilvikum, launin eru svo lág að aðeins fæst erlent vinnuafl sem jafnvel, í sumum tilvikum, skilur ekki orð í íslensku og íbúarnir eiga því mjög erfitt stundum að tala við, eða gera sig skiljanlega um hvað ami að. Að maður tali nú ekki um þetta svokallaða dagpeninga fyrirkomulag, sem er fyrir mér alveg óskiljanlegt. Nú á ég aðeins liðlega 3 ár í sextugt og ég neita því ekki að ég er aðeins farinn að kvíða því að verða fullorðinn. En þannig á það ekki að vera. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að bæta það. Höfum það öll í huga, að sem betur fer verðum við flest öll einhvern tímann fullorðin og það eina, sem við þurfum að gera til þess að tryggja afkomu okkar á fullorðinsárum er að setja x við F. Höfundur situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar