Framtíðin er búin Erna Mist skrifar 18. september 2021 14:30 Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart. Við gerumst framsækin og keppumst við að uppfylla eftirspurn nýrra tíma. Við gerumst áhættusækin; kaupum fleiri hlutabréf og förum á fleiri stefnumót. Við víkjum frá vanaganginum, uppfærum eigin sannfæringu, og endurinnréttum hugarheiminn. Þegar fyrirsjáanleikinn yfirgefur okkur frelsumst við undan handritinu og sviðsmynd venjuleikans fellur. Þegar tímarnir breytast er nauðsynlegt að gleyma heiminum eins og maður þekkir hann til að kynnast honum upp á nýtt. Ég hef ekki áhyggjur af spurningarmerkinu en ég hef áhyggjur af svarinu. Ég óttast ekki flækjustig nútímans, ég óttast lausnina sem framtíðin vill selja mér. Ég óttast ekki myrkrið, ég óttast skjábirtuna sem þykist vera náttúruleg. Ég er ekki hrædd við einsemdina, ég er hrædd við spjallforritið sem samþykkir hana. Ég er ekki hrædd við umheiminn, ég er hrædd við tölvuleikinn sem þykist vera raunveruleikinn. Tæknin gengur út á að skipuleggja tilveru okkar þar til við hættum að upplifa hana. Þess vegna trúi ég hvorki á hljóðbókina né hugleiðsluappið; ég kaupi ekki loforðið um lestur án lesturs, og eitthvað segir mér að snjallforrit sé vonlaust mótefni gegn kvíða sem annað snjallforrit framleiðir. Líkt og ljósmynd sem kemur í stað minningarinnar sem hún reynir að varðveita, getur skyndilausn við einu vandamáli verið upphafið á stærra vandamáli. Ég tilheyri kynslóð sem fæddist á netinu og ólst upp á samfélagsmiðlum; kynslóð sem þarf ekki að eignast vini svo lengi sem hún öðlast fylgjendur; kynslóð sem lærði aldrei að fara á stefnumót því henni var kennt að svæpa til hægri og vinstri. Við erum kynslóðin sem hefur það of næs til að flytja að heiman, of kósý til að fara út úr húsi. Við lifum í núinu og erum ekkert að flýta okkur. Við erum vandamál sem þarf ekki að leysa svo lengi sem við hlöðum lausninni niður. Höfundur er listmálari. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Erna Mist Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart. Við gerumst framsækin og keppumst við að uppfylla eftirspurn nýrra tíma. Við gerumst áhættusækin; kaupum fleiri hlutabréf og förum á fleiri stefnumót. Við víkjum frá vanaganginum, uppfærum eigin sannfæringu, og endurinnréttum hugarheiminn. Þegar fyrirsjáanleikinn yfirgefur okkur frelsumst við undan handritinu og sviðsmynd venjuleikans fellur. Þegar tímarnir breytast er nauðsynlegt að gleyma heiminum eins og maður þekkir hann til að kynnast honum upp á nýtt. Ég hef ekki áhyggjur af spurningarmerkinu en ég hef áhyggjur af svarinu. Ég óttast ekki flækjustig nútímans, ég óttast lausnina sem framtíðin vill selja mér. Ég óttast ekki myrkrið, ég óttast skjábirtuna sem þykist vera náttúruleg. Ég er ekki hrædd við einsemdina, ég er hrædd við spjallforritið sem samþykkir hana. Ég er ekki hrædd við umheiminn, ég er hrædd við tölvuleikinn sem þykist vera raunveruleikinn. Tæknin gengur út á að skipuleggja tilveru okkar þar til við hættum að upplifa hana. Þess vegna trúi ég hvorki á hljóðbókina né hugleiðsluappið; ég kaupi ekki loforðið um lestur án lesturs, og eitthvað segir mér að snjallforrit sé vonlaust mótefni gegn kvíða sem annað snjallforrit framleiðir. Líkt og ljósmynd sem kemur í stað minningarinnar sem hún reynir að varðveita, getur skyndilausn við einu vandamáli verið upphafið á stærra vandamáli. Ég tilheyri kynslóð sem fæddist á netinu og ólst upp á samfélagsmiðlum; kynslóð sem þarf ekki að eignast vini svo lengi sem hún öðlast fylgjendur; kynslóð sem lærði aldrei að fara á stefnumót því henni var kennt að svæpa til hægri og vinstri. Við erum kynslóðin sem hefur það of næs til að flytja að heiman, of kósý til að fara út úr húsi. Við lifum í núinu og erum ekkert að flýta okkur. Við erum vandamál sem þarf ekki að leysa svo lengi sem við hlöðum lausninni niður. Höfundur er listmálari. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun