Gleymd börn á gráu svæði Valgarður Lyngdal Jónsson skrifar 14. september 2021 13:00 Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun