Nýsköpunarbærinn Hafnarfjörður? Stefán Atli Rúnarsson skrifar 13. september 2021 11:00 Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Nýsköpun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar