Nýsköpunarbærinn Hafnarfjörður? Stefán Atli Rúnarsson skrifar 13. september 2021 11:00 Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Nýsköpun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar