Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 5-0 | Meistararnir kláruðu tímabilið með stæl 10. september 2021 18:30 Valskonur lyfta bikarnum Vísir/Hulda Margrét Valskonur, sem þegar höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, fengu lið Selfoss í heimsókn á Origo-völlinn í kvöld. Ekkert var undir í leiknum en Valsstúlkur vildu svo sannarlega enda tímabilið og byrja fögnuð kvöldsins með stæl. Það gerðu þær líka með auðveldum 5-0 sigri. Selfyssingar voru sterkari aðilinn fyrstu tíu mínútur leiksins og fengu tvö góð tækifæri til þess að skora fyrsta mark leiksins. Þær Magdalega Anna Reimus og Caity Heap fengu báðar fín færi inni í teig Vals en hittu hvorugar á markið. Leikurinn snérist svo algjörlega við á 11. mínútu og það kannski fyrir smá tilviljun. Fanndís Friðriksdóttir var þá með boltann á miðjum vellinum og sendi einfalda sendingu út á kannt á Ásdísi Karen sem virtist ætla að senda fyrirgjöf inn í teiginn. Fyrirgjöfin endaði þó með góðu skoti, yfir markvörð Selfoss og meistararnir komnir 1-0 yfir. Eftir fyrsta markið tóku Valskonur öll völd á vellinum. Fanndís fékk gott færi stuttu eftir markið sem hún nýtti ekki en hún átti síðan aðra stoðsendingu á 24.mínútu leiksins þegar hún laumaði sendingu inn í teig á Cyeru Makenzie Hintzen sem skoraði laglega, stöngin inn. Og áfram héldu heimastúlkur því að aðeins 5 mínútum síðar fengu þær þrjár hornspyrnur í röð, hver annarri hættulegri og úr þeirri síðustu kom mark. Ásdís Karen átti þá fyrsta skotið en Benedicta Iversen Haland, markvörður Vals, varði vel. Boltinn datt til Ídu Marínar Hermannsdóttur sem gerði sér lítið fyrir og skoraði í opið markið. Staðan orðin 3-0. Vals-sýningin hélt áfram á 38.mínútu þegar Ásdís Karen vippaði boltanum snyrtilega inn fyrir vörn Selfoss, beint í hlaupaleið Fanndísar Friðriksdóttur sem lyfti boltanum yfir markvörð Selfoss og skoraði þar með sitt fjórða mark á tímabilinu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom svo sennilega eitt fallegasta liðsmark ársins. Valsstúlkur spiluðu boltanum frá Söndru markverði, leystu pressu Selfoss auðveldlega og Fanndís Friðriks fékk boltann rétt fyrir framan miðju. Fanndís sendi góða sendingu í gegn á Ásdísi Karen sem tók á rás í átt að vítateignum og lagði boltann fyrir markið. Þar mætti Cyera Makenzie Hintzen og skoraði sitt annað mark í leiknum. Hálfleikstölur 5-0. Það er lítið að segja frá í síðari hálfleik annað en það að Valskonur héldu sínum yfirburðum en Selfoss reyndu nokkrum sinnum að klóra í bakkann, hvorugu liðinu gekk vel að skapa sér góð marktækifæri. Bæði lið skiptu öllum sínum skiptingum og fengu ungar stelpur spiltíma, þar á meðal sjö fæddar eftir aldamótin. Þegar Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, dómari leiksins, flautaði leikinn af brutust út mikil fagnaðarlæti hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Vals en stúkan var þétt setin í kvöld og mikil stemmning. Af hverju vann Valur? Þær eru besta liðið á landinu og liðið inniheldur margar af bestu leikmönnunum á landinu. Þær fengu vítamínsprautu eftir fyrsta markið og sýndu svo sannarlega að þær eru besta lið landsins og eiga titilinn fyllilega skilið. Hverjar stóðu upp úr? Fanndís Friðriksdóttir skoraði eitt og lagði upp tvö auk þess sem hún var sífellt að valda varnarmönnum Selfoss usla. Það sama má segja um Ásdísi Karen, sem sömuleiðis lagði upp tvö og skoraði eitt, og Cyeru Makenzie sem skoraði tvö mörk í kvöld. Hvað hefði mátt betur fara? Selfoss liðið lét fyrsta mark Vals alveg slá sig út af laginu eftir að hafa byrjað töluvert betur. Í upphafi leystu þær pressu Vals vel en eftir markið gekk það mjög illa. Það er eins og þær hefðu ekki trú á að þær gætu jafnað og síðan unnið leikinn á sama tíma auðvitað og Vals liðið gaf í og var illviðráðanlegt. Hvað gerist næst? Valsliðið fagnar líklega Íslandsmeistaratitlinum langt fram á nótt í góðu partíi áður en þær fara svo í frí. Selfoss liðið endar með 25 stig, líklega í 4.- eða 5.sæti og eru komnar í frí. Pétur Pétursson þjálfari Vals með bikarinnVísir/Hulda Margrét Pétur Pétursson: Það er alltaf sætt að vinna titla Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum virkilega glaður í leikslok. „Mjög vel klárað hjá okkur og ég held að fimmta markið í dag hafi verið eitt besta mark sem ég hef séð bara í mörg mörg ár. Mér fannst allir eiga frábæran leik, það var engin undanskilin og líka þær sem komu inná.“ sagði Pétur. Valsliðið endurheimti í kvöld titilinn frá Breiðabliki sem vann í fyrra. Pétur segir það vera sætt. „Það er alltaf sætt að vinna titla og við bara höldum vel uppá þetta.“ Fanndís Friðriksdóttir: Lagði mig 100% fram í að reyna að koma mér til baka Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eignaðist sitt fyrsta barn síðastliðinn vetur og tók sér tíma í að komast aftur inn í liðið. Hún er sátt við tímabilið en hefði, líkt og sannur leikmaður, viljað spila fleiri mínútur. „Það hefur verið svolítið öðruvísi, þetta er hlutverk sem ég hef ekki áður verið í svona að vera útaf. Ég gerði það besta sem ég gat úr stöðunni sem ég var í, lagði mig 100% fram í að reyna að koma mér til baka. Að sjálfsögðu hefði ég viljað fleiri spilmínútur og annað en bara úr því sem komið er þá er ég bara virkilega sátt með þetta,“ sagði Fanndís um tímabilið og bætti svo við „það er partí í kvöld og svo tökum við bara gott frí áður en við byrjum svo bara aftur.“ Þjálfarinn tolleraður að ÍslandsmeistarasiðVísir/Hulda Margrét Elísa Viðarsdóttir: Það er búið að vera svona extra gæsahúð í dag Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, lyfti sínum fyrsta meistaratitli sem fyrirliði í kvöld og sagði það vera sérstakt. „Já, ég verð að viðurkenna það að það er búið að vera svona extra gæsahúð í dag. Að sama skapi er þetta alltaf bara liðið sem klárar þetta saman og ég fæ bara að vera svo heppin að leiða þessar frábæru stelpur,“ sagði Elísa. Pepsi Max-deild kvenna Valur UMF Selfoss
Valskonur, sem þegar höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, fengu lið Selfoss í heimsókn á Origo-völlinn í kvöld. Ekkert var undir í leiknum en Valsstúlkur vildu svo sannarlega enda tímabilið og byrja fögnuð kvöldsins með stæl. Það gerðu þær líka með auðveldum 5-0 sigri. Selfyssingar voru sterkari aðilinn fyrstu tíu mínútur leiksins og fengu tvö góð tækifæri til þess að skora fyrsta mark leiksins. Þær Magdalega Anna Reimus og Caity Heap fengu báðar fín færi inni í teig Vals en hittu hvorugar á markið. Leikurinn snérist svo algjörlega við á 11. mínútu og það kannski fyrir smá tilviljun. Fanndís Friðriksdóttir var þá með boltann á miðjum vellinum og sendi einfalda sendingu út á kannt á Ásdísi Karen sem virtist ætla að senda fyrirgjöf inn í teiginn. Fyrirgjöfin endaði þó með góðu skoti, yfir markvörð Selfoss og meistararnir komnir 1-0 yfir. Eftir fyrsta markið tóku Valskonur öll völd á vellinum. Fanndís fékk gott færi stuttu eftir markið sem hún nýtti ekki en hún átti síðan aðra stoðsendingu á 24.mínútu leiksins þegar hún laumaði sendingu inn í teig á Cyeru Makenzie Hintzen sem skoraði laglega, stöngin inn. Og áfram héldu heimastúlkur því að aðeins 5 mínútum síðar fengu þær þrjár hornspyrnur í röð, hver annarri hættulegri og úr þeirri síðustu kom mark. Ásdís Karen átti þá fyrsta skotið en Benedicta Iversen Haland, markvörður Vals, varði vel. Boltinn datt til Ídu Marínar Hermannsdóttur sem gerði sér lítið fyrir og skoraði í opið markið. Staðan orðin 3-0. Vals-sýningin hélt áfram á 38.mínútu þegar Ásdís Karen vippaði boltanum snyrtilega inn fyrir vörn Selfoss, beint í hlaupaleið Fanndísar Friðriksdóttur sem lyfti boltanum yfir markvörð Selfoss og skoraði þar með sitt fjórða mark á tímabilinu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom svo sennilega eitt fallegasta liðsmark ársins. Valsstúlkur spiluðu boltanum frá Söndru markverði, leystu pressu Selfoss auðveldlega og Fanndís Friðriks fékk boltann rétt fyrir framan miðju. Fanndís sendi góða sendingu í gegn á Ásdísi Karen sem tók á rás í átt að vítateignum og lagði boltann fyrir markið. Þar mætti Cyera Makenzie Hintzen og skoraði sitt annað mark í leiknum. Hálfleikstölur 5-0. Það er lítið að segja frá í síðari hálfleik annað en það að Valskonur héldu sínum yfirburðum en Selfoss reyndu nokkrum sinnum að klóra í bakkann, hvorugu liðinu gekk vel að skapa sér góð marktækifæri. Bæði lið skiptu öllum sínum skiptingum og fengu ungar stelpur spiltíma, þar á meðal sjö fæddar eftir aldamótin. Þegar Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, dómari leiksins, flautaði leikinn af brutust út mikil fagnaðarlæti hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Vals en stúkan var þétt setin í kvöld og mikil stemmning. Af hverju vann Valur? Þær eru besta liðið á landinu og liðið inniheldur margar af bestu leikmönnunum á landinu. Þær fengu vítamínsprautu eftir fyrsta markið og sýndu svo sannarlega að þær eru besta lið landsins og eiga titilinn fyllilega skilið. Hverjar stóðu upp úr? Fanndís Friðriksdóttir skoraði eitt og lagði upp tvö auk þess sem hún var sífellt að valda varnarmönnum Selfoss usla. Það sama má segja um Ásdísi Karen, sem sömuleiðis lagði upp tvö og skoraði eitt, og Cyeru Makenzie sem skoraði tvö mörk í kvöld. Hvað hefði mátt betur fara? Selfoss liðið lét fyrsta mark Vals alveg slá sig út af laginu eftir að hafa byrjað töluvert betur. Í upphafi leystu þær pressu Vals vel en eftir markið gekk það mjög illa. Það er eins og þær hefðu ekki trú á að þær gætu jafnað og síðan unnið leikinn á sama tíma auðvitað og Vals liðið gaf í og var illviðráðanlegt. Hvað gerist næst? Valsliðið fagnar líklega Íslandsmeistaratitlinum langt fram á nótt í góðu partíi áður en þær fara svo í frí. Selfoss liðið endar með 25 stig, líklega í 4.- eða 5.sæti og eru komnar í frí. Pétur Pétursson þjálfari Vals með bikarinnVísir/Hulda Margrét Pétur Pétursson: Það er alltaf sætt að vinna titla Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum virkilega glaður í leikslok. „Mjög vel klárað hjá okkur og ég held að fimmta markið í dag hafi verið eitt besta mark sem ég hef séð bara í mörg mörg ár. Mér fannst allir eiga frábæran leik, það var engin undanskilin og líka þær sem komu inná.“ sagði Pétur. Valsliðið endurheimti í kvöld titilinn frá Breiðabliki sem vann í fyrra. Pétur segir það vera sætt. „Það er alltaf sætt að vinna titla og við bara höldum vel uppá þetta.“ Fanndís Friðriksdóttir: Lagði mig 100% fram í að reyna að koma mér til baka Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eignaðist sitt fyrsta barn síðastliðinn vetur og tók sér tíma í að komast aftur inn í liðið. Hún er sátt við tímabilið en hefði, líkt og sannur leikmaður, viljað spila fleiri mínútur. „Það hefur verið svolítið öðruvísi, þetta er hlutverk sem ég hef ekki áður verið í svona að vera útaf. Ég gerði það besta sem ég gat úr stöðunni sem ég var í, lagði mig 100% fram í að reyna að koma mér til baka. Að sjálfsögðu hefði ég viljað fleiri spilmínútur og annað en bara úr því sem komið er þá er ég bara virkilega sátt með þetta,“ sagði Fanndís um tímabilið og bætti svo við „það er partí í kvöld og svo tökum við bara gott frí áður en við byrjum svo bara aftur.“ Þjálfarinn tolleraður að ÍslandsmeistarasiðVísir/Hulda Margrét Elísa Viðarsdóttir: Það er búið að vera svona extra gæsahúð í dag Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, lyfti sínum fyrsta meistaratitli sem fyrirliði í kvöld og sagði það vera sérstakt. „Já, ég verð að viðurkenna það að það er búið að vera svona extra gæsahúð í dag. Að sama skapi er þetta alltaf bara liðið sem klárar þetta saman og ég fæ bara að vera svo heppin að leiða þessar frábæru stelpur,“ sagði Elísa.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti