Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:47 Arngrímur Anton Ólafsson kom sá og sigraði. Vísir/Hulda Margrét Mikið var um dýrðir á Bullseye Reykjavík þegar 3. umferð Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fór fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu. Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport Pílukast Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport
Pílukast Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira