Fjölskyldur í forgang? Eyþór Arnalds skrifar 3. september 2021 17:01 Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00. Þessi hagræðingaaðgerð mun bitna á fjölda fjölskyldna. Breytingin minnkar möguleika fólks í vinnu, skerðir sveigjanleika fólks til viðverutíma og bitnar ekki síst á konum eins og staðfest var í jafnréttismati sem gert var í tengslum við skerðinguna. Hátt í þúsund börn fá ekki lengur inni eftir 16:30. Í dag eru 45 leikskólar þar sem börn eru lengur en til 16:30. Biðlistar í borginni Þrátt fyrir fögur fyrirheit um leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri eru enn miklir biðlistar í borginni eftir plássi. Biðlistarnir eru lengri en hjá nágrannasveitarfélögum. Mörg dæmi eru um að börn fái pláss, en ekki í sínu hverfi. Þá þarf að skutla. Kosningaloforð Samfylkingarinnar um þetta atriði hefur því ekki verið efnt. „Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir“ hefur holan hljóm í kosningabaráttunni þegar horft er á efndirnar í Reykjavík. Þegar meirihlutinn lagði síðan til skerðingu á opnunartímanum í borgarráði greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sjálfsögðu atkvæði gegn þeirri ákvörðun. Málið fer því til borgarstjórnar á þriðjudaginn. Útgjöld vaxa á öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert er sparað í yfirstjórn eða í gæluverkefnum. Forgangsröðunin er skýr. Leikskólarnir eru skertir. Opnunartíminn minnkaður. Fjölskyldur eru ekki settar í forgang. Svo mikið er víst. Það er þá komið í dagsljósið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Laxdal Arnalds Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00. Þessi hagræðingaaðgerð mun bitna á fjölda fjölskyldna. Breytingin minnkar möguleika fólks í vinnu, skerðir sveigjanleika fólks til viðverutíma og bitnar ekki síst á konum eins og staðfest var í jafnréttismati sem gert var í tengslum við skerðinguna. Hátt í þúsund börn fá ekki lengur inni eftir 16:30. Í dag eru 45 leikskólar þar sem börn eru lengur en til 16:30. Biðlistar í borginni Þrátt fyrir fögur fyrirheit um leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri eru enn miklir biðlistar í borginni eftir plássi. Biðlistarnir eru lengri en hjá nágrannasveitarfélögum. Mörg dæmi eru um að börn fái pláss, en ekki í sínu hverfi. Þá þarf að skutla. Kosningaloforð Samfylkingarinnar um þetta atriði hefur því ekki verið efnt. „Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir“ hefur holan hljóm í kosningabaráttunni þegar horft er á efndirnar í Reykjavík. Þegar meirihlutinn lagði síðan til skerðingu á opnunartímanum í borgarráði greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sjálfsögðu atkvæði gegn þeirri ákvörðun. Málið fer því til borgarstjórnar á þriðjudaginn. Útgjöld vaxa á öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert er sparað í yfirstjórn eða í gæluverkefnum. Forgangsröðunin er skýr. Leikskólarnir eru skertir. Opnunartíminn minnkaður. Fjölskyldur eru ekki settar í forgang. Svo mikið er víst. Það er þá komið í dagsljósið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun