Vestfirsk atkvæðagreiðsla um fiskeldi 2. september 2021 11:31 Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Þó svo að sumir Píratar hafi efasemdir um gildi sjókvíaeldis er hins vegar alveg á hreinu og hefur ítrekað komið fram að hreyfing Pírata vill virða vilja íbúa þeirra svæða þar sem fiskeldi er stundað. Píratar aðhyllast nefnilega valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Íbúar á þeim svæðum, þar sem laxeldi hefur rutt sér til rúms, líta flestir jákvæðum augum á laxeldið og virðast hlynntir frekari uppbyggingu. Pírötum, sem og öðrum stjórnmálamönnum, ber að virða þennan vilja íbúa á umræddum svæðum. Rétt væri að halda sérstaka landshluta atkvæðagreiðslu um þetta málefni þar sem niðurstöður slíkrar atkvæðagreiðslu væru bindandi. Stjórnmálamenn eiga ávallt að virða lýðræðið og vilja íbúanna en ekki bara þegar það hentar þeim. Slíka atkvæðagreiðslu ætti að halda innan Vestfjarða strax í upphafi næsta kjörtímabils. Það er vægast sagt óþolandi þegar stjórnmálaflokkar snupra vilja almennings eins og gert var í stjórnarskrármálinu. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir munu aldrei leiða stjórnarskrármálið til lykta vegna þess að flokkarnir vilja ekki breytingar á núverandi stjórnarskrá andstætt meirihluta þjóðarinnar. En það er einmitt kjarni lýðræðisins að stjórnmálamenn þurfa að treysta og virða vilja almennings í hvívetna, ekki síst þegar þeir sjálfir hafa aðrar skoðanir. Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er “Lýðræði ekkert kjaftæði”. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélags um allt land. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Fiskeldi Píratar Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Þó svo að sumir Píratar hafi efasemdir um gildi sjókvíaeldis er hins vegar alveg á hreinu og hefur ítrekað komið fram að hreyfing Pírata vill virða vilja íbúa þeirra svæða þar sem fiskeldi er stundað. Píratar aðhyllast nefnilega valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Íbúar á þeim svæðum, þar sem laxeldi hefur rutt sér til rúms, líta flestir jákvæðum augum á laxeldið og virðast hlynntir frekari uppbyggingu. Pírötum, sem og öðrum stjórnmálamönnum, ber að virða þennan vilja íbúa á umræddum svæðum. Rétt væri að halda sérstaka landshluta atkvæðagreiðslu um þetta málefni þar sem niðurstöður slíkrar atkvæðagreiðslu væru bindandi. Stjórnmálamenn eiga ávallt að virða lýðræðið og vilja íbúanna en ekki bara þegar það hentar þeim. Slíka atkvæðagreiðslu ætti að halda innan Vestfjarða strax í upphafi næsta kjörtímabils. Það er vægast sagt óþolandi þegar stjórnmálaflokkar snupra vilja almennings eins og gert var í stjórnarskrármálinu. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir munu aldrei leiða stjórnarskrármálið til lykta vegna þess að flokkarnir vilja ekki breytingar á núverandi stjórnarskrá andstætt meirihluta þjóðarinnar. En það er einmitt kjarni lýðræðisins að stjórnmálamenn þurfa að treysta og virða vilja almennings í hvívetna, ekki síst þegar þeir sjálfir hafa aðrar skoðanir. Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er “Lýðræði ekkert kjaftæði”. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélags um allt land. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar