Bakhjarlar verðmætasköpunar Kristrún Frostadóttir skrifar 19. ágúst 2021 10:30 Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar