Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Logi Einarsson skrifar 14. ágúst 2021 12:47 Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Samfylkingin Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun