Jöfnuður skapar sterkt samfélag Kjartan Valgarðsson skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar. Mikilvægustu vopn launþegasamtakanna í toginu við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru samstaða og verkföll. Forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að eiga sína fulltrúa á þingi einnig. Framfarir fyrir launafólk nást annars vegar með samningum á vinnumarkaði, hins vegar með lögum og lagabreytingum sem jafnaðarmannaflokkar og sósíalistar ná fram. Saga verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á 20. öld er saga mikilla sigra og framfara fyrir launafólk og heimili. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn voru sama hreyfingin í upphafi. Forystufólk vissi frá byrjun að berjast þyrfti á báðum vígstöðvum, á götum og á þingi. Jafnvel þó leiðir hafi skilið formlega um miðja öldina hefur eðli hreyfingarinnar ekki breyst. Jafnaðarmenn eru enn fulltrúar launafólks á þingi, framlengdur armur verkalýðshreyfingarinnar. Halda má fram með rökum að bestu samningar og framfaramál verkalýðshreyfingarinnar hafi náðst þegar hún hefur átt sína öflugustu fulltrúa á þingi. Nægir þar að nefna Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eðvarð Sigurðsson, Guðmund J Guðmundsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Karl Steinar Guðnason, Björn Jónsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands berst fyrir bættum kjörum og aðstæðum launafólks og fjölskyldna á Ísland og gegn ofríki hinna ríku, voldugu og öflugu. Samfylkingin er náttúrulegur bandamaður launþegasamtakanna. Fyrir jafnaðarmönnum og verkalýðshreyfingu eru kjarabarátta og kosningabarátta tvær hliðar sama penings. Alþýðusamband Íslands gaf fyrir nokkru út ritið „Það er nóg til – Áherslur ASÍ vegna þingkosninganna 2021.“ Jafnaðarmenn geta ekki einungis tekið undir allt sem þar stendur, heldur munum við í Samfylkingunni heyja okkar kosningabaráttu með sömu markmið og ASÍ: Afkomuöryggi fjölskyldna og launafólks, húsnæðisöryggi, sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, áherslu á almenna menntun og síðast en ekki síst: Jöfnuð. Jöfnuðurinn er þungamiðja í kosningastefnu ASÍ, hann er það sem önnur markmið byggjast á. Og þar erum við jafnaðarmenn á sama báti og verkalýðshreyfingin. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Kjartan Valgarðsson Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar. Mikilvægustu vopn launþegasamtakanna í toginu við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru samstaða og verkföll. Forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að eiga sína fulltrúa á þingi einnig. Framfarir fyrir launafólk nást annars vegar með samningum á vinnumarkaði, hins vegar með lögum og lagabreytingum sem jafnaðarmannaflokkar og sósíalistar ná fram. Saga verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á 20. öld er saga mikilla sigra og framfara fyrir launafólk og heimili. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn voru sama hreyfingin í upphafi. Forystufólk vissi frá byrjun að berjast þyrfti á báðum vígstöðvum, á götum og á þingi. Jafnvel þó leiðir hafi skilið formlega um miðja öldina hefur eðli hreyfingarinnar ekki breyst. Jafnaðarmenn eru enn fulltrúar launafólks á þingi, framlengdur armur verkalýðshreyfingarinnar. Halda má fram með rökum að bestu samningar og framfaramál verkalýðshreyfingarinnar hafi náðst þegar hún hefur átt sína öflugustu fulltrúa á þingi. Nægir þar að nefna Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eðvarð Sigurðsson, Guðmund J Guðmundsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Karl Steinar Guðnason, Björn Jónsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands berst fyrir bættum kjörum og aðstæðum launafólks og fjölskyldna á Ísland og gegn ofríki hinna ríku, voldugu og öflugu. Samfylkingin er náttúrulegur bandamaður launþegasamtakanna. Fyrir jafnaðarmönnum og verkalýðshreyfingu eru kjarabarátta og kosningabarátta tvær hliðar sama penings. Alþýðusamband Íslands gaf fyrir nokkru út ritið „Það er nóg til – Áherslur ASÍ vegna þingkosninganna 2021.“ Jafnaðarmenn geta ekki einungis tekið undir allt sem þar stendur, heldur munum við í Samfylkingunni heyja okkar kosningabaráttu með sömu markmið og ASÍ: Afkomuöryggi fjölskyldna og launafólks, húsnæðisöryggi, sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, áherslu á almenna menntun og síðast en ekki síst: Jöfnuð. Jöfnuðurinn er þungamiðja í kosningastefnu ASÍ, hann er það sem önnur markmið byggjast á. Og þar erum við jafnaðarmenn á sama báti og verkalýðshreyfingin. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun