Allt á floti alls staðar? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. júní 2021 08:01 Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar