Skattaparadís Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. júní 2021 11:31 Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, flugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja, jafnvel þeir sem fénýta auðlindir þjóðarinnar, virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrirtækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80 -100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjárhæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins og leysa fólk úr fátækrargildru. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftirliti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Í stað þess að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og almannahagsmunir krefjast, ákváðu núverandi stjórnarflokkar nú á dögunum að draga tennurnar úr skattrannsóknum með því að renna embætti Skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með mildari sektum fyrir skattsvik og óvissu um hver eigi að rannsaka alvarlegustu skattalagabrotin. Þessari veikingu á skattrannsóknum mótmæltum við í Samfylkingunni harðlega og lögðum þess í stað til að embætti Skattrannsóknarstjóra yrði eflt og fengi ákæruvald til að styrkja og hraða vinnslu mála. Fólk sem felur peningana sína og eignir fyrir Skattinum hefur tekið lögin í sínar hendur og sagt sig úr lögum við samfélagið. Draumar okkar jafnaðarmanna og hugsjónir eru um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Það er hlutverk okkar að vinna gegn ranglæti og spillingu og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, flugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja, jafnvel þeir sem fénýta auðlindir þjóðarinnar, virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrirtækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80 -100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjárhæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins og leysa fólk úr fátækrargildru. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftirliti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Í stað þess að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og almannahagsmunir krefjast, ákváðu núverandi stjórnarflokkar nú á dögunum að draga tennurnar úr skattrannsóknum með því að renna embætti Skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með mildari sektum fyrir skattsvik og óvissu um hver eigi að rannsaka alvarlegustu skattalagabrotin. Þessari veikingu á skattrannsóknum mótmæltum við í Samfylkingunni harðlega og lögðum þess í stað til að embætti Skattrannsóknarstjóra yrði eflt og fengi ákæruvald til að styrkja og hraða vinnslu mála. Fólk sem felur peningana sína og eignir fyrir Skattinum hefur tekið lögin í sínar hendur og sagt sig úr lögum við samfélagið. Draumar okkar jafnaðarmanna og hugsjónir eru um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Það er hlutverk okkar að vinna gegn ranglæti og spillingu og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun