Útvistun ábyrgðar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 15. júní 2021 14:31 Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa. Vagnstjórar verktaka eru á lægri grunnlaunum en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs. Byggðasamlagið er í eigu 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk þess er að sjá um almenningssamgöngur. Hvernig gengur það upp að einn vagnstjóri geti verið á verri kjörum en annar, þó að hann sinni sama starfi? Þetta eru afleiðingar útvistunar. Sveitarfélögin telja það góðan kost að spara með því að láta einkaaðila sjá um grunnþjónustuna en þeim sparnaði er náð með því að keyra launakjör og réttindi starfsfólks niður. Sveitarfélögin ná þeim sparnaði með því að koma ábyrgðinni frá sér. Tæp 60% af akstri Strætó bs. er í höndum verktaka; Kynnisferða og Hagvagna. Fyrr á þessu kjörtímabili spurði ég út í ferlið að baki útboðs og hvort eitthvað þak væri á það hversu mikið af akstri Strætó bs. verktakar mega sjá um? Svo er ekki og mér finnst sláandi að það sé ekki stefna hjá opinberu fyrirtæki varðandi hversu mikið af grunnþjónustu einkaaðilar megi sjá um. Í svarbréfinu við fyrirspurn minni, kom fram að í undirbúningi útboðs væri það stjórn Strætó sem tæki ákvörðun um viðmiðunarhlutfall verktöku. Akstur Strætó tæki alltaf mið af vagnastöðu Strætó, þ.e.a.s. hversu mörgum vögnum Strætó ræður yfir og hvað hægt væri að nota þá mikið. Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og þörf er á talsverðri endurnýjun. Uppsöfnuð þörf í grunnkerfum okkar, líkt og samgöngum á ekki að opna á frekari útvistun. Sósíalistar vilja efla grunnstoðirnar okkar í stað þess að hluta þær niður og færa til einkaaðila. Þannig byggjum við upp gott kerfi og tryggjum að starfsfólk sé hluti af sömu heild. Einnig viljum við tryggja að starfsfólk fái aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Áður fyrr höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Mikilvægt er að tryggja aðkomu þeirra sem þekkja vel til þeirra þátta sem má efla og bæta. Þannig byggjum við upp góðar almenningssamgöngur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Strætó Reykjavík Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa. Vagnstjórar verktaka eru á lægri grunnlaunum en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs. Byggðasamlagið er í eigu 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk þess er að sjá um almenningssamgöngur. Hvernig gengur það upp að einn vagnstjóri geti verið á verri kjörum en annar, þó að hann sinni sama starfi? Þetta eru afleiðingar útvistunar. Sveitarfélögin telja það góðan kost að spara með því að láta einkaaðila sjá um grunnþjónustuna en þeim sparnaði er náð með því að keyra launakjör og réttindi starfsfólks niður. Sveitarfélögin ná þeim sparnaði með því að koma ábyrgðinni frá sér. Tæp 60% af akstri Strætó bs. er í höndum verktaka; Kynnisferða og Hagvagna. Fyrr á þessu kjörtímabili spurði ég út í ferlið að baki útboðs og hvort eitthvað þak væri á það hversu mikið af akstri Strætó bs. verktakar mega sjá um? Svo er ekki og mér finnst sláandi að það sé ekki stefna hjá opinberu fyrirtæki varðandi hversu mikið af grunnþjónustu einkaaðilar megi sjá um. Í svarbréfinu við fyrirspurn minni, kom fram að í undirbúningi útboðs væri það stjórn Strætó sem tæki ákvörðun um viðmiðunarhlutfall verktöku. Akstur Strætó tæki alltaf mið af vagnastöðu Strætó, þ.e.a.s. hversu mörgum vögnum Strætó ræður yfir og hvað hægt væri að nota þá mikið. Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og þörf er á talsverðri endurnýjun. Uppsöfnuð þörf í grunnkerfum okkar, líkt og samgöngum á ekki að opna á frekari útvistun. Sósíalistar vilja efla grunnstoðirnar okkar í stað þess að hluta þær niður og færa til einkaaðila. Þannig byggjum við upp gott kerfi og tryggjum að starfsfólk sé hluti af sömu heild. Einnig viljum við tryggja að starfsfólk fái aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Áður fyrr höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Mikilvægt er að tryggja aðkomu þeirra sem þekkja vel til þeirra þátta sem má efla og bæta. Þannig byggjum við upp góðar almenningssamgöngur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun