Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 18:00 Albert Guðmundsson kom íslenska landsliðinu yfir í fyrri hálfleik. Boris Streubel/Getty Images Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. Síðara markið kom í uppbótartíma leiksins. Pólverjar voru að spila sinn síðasta leik fyrir EM sem hefst á næstu dögum. Þeir stilltu því upp mjög sterku liði þar sem framherjinn magnaði Robert Lewandowski var fyrirliði. Það breytti því þó ekki að Ísland byrjaði leikinn nokkuð vel og strax á 4. mínútu kom sókn sem var eins og hún hefði verið teiknuð upp á æfingasvæðinu. Rúnar Alex Rúnarsson greip knöttinn og rúllaði honum á Andra Fannar Baldursson á miðjunni sem leit til vinstri og fann Guðmund Þórarinsson. Hann sneri af sér leikmann Póllands og kom boltanum upp völlinn á Albert Guðmundsson sem óð inn á völlinn í átt að marki. Guðmundur átti mjög góðan leik í dag.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Jón Daði Böðvarsson hafði stungið sér niður vinstra megin og Albert fann Selfyssinginn. Því miður var fyrirgjöf Jón Daða ekki spes og endaði boltann í höndunum á Wojciech Szczęsny, markverði Póllands. Þó Pólland hafi verið meira með boltann þá höfðu heimamenn varla fengið alvöru færi þegar Birkir Bjarnason skaut naumlega framhjá úr þröngu færi eftir að Aron Einar Gunnarsson og Jón Daði unnu boltann eftir innkast Pólverja aftarlega á vellinum. Birkir var öflugur á miðsvæðinu.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczy Það var svo á 25. mínútu sem Guðmundur tók tvær hornspyrnur í röð. Sú síðari var föst á nærsvæðið, Aron Einar flikkaði boltanum í átt að marki þar sem Albert smellhitti boltann með hælnum sem söng í kjölfarið í netinu. Flagg aðstoðardómarans fór hins vegar á loft og markið dæmt af vegna rangstöðu. Eða hvað? Eftir mikið fjaðrafok var loksins eins og dómarar leiksins hefðu áttað sig á að það væri myndbandsdómgæsla í leiknum. Eftir töluverðan tíma var loks ákveðið að skoða markið og þá kom í ljós að Albert var alls ekki rangstæður. Staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. Eftir myndbandsdómgæslu var mark @snjallbert staðfest. Pólverjar voru hins vegar ekki lengi að jafna og staðan nú 1-1. #fotbolti pic.twitter.com/bvBw2bPJiN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 8, 2021 Piotr Zieliński jafnaði metin þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Robert Lewanwoski óð upp völlinn, það var brotið á honum en dómari leiksins lét leikinn halda áfram. Boltinn endaði hjá vinstri bakverðinum Tymoteusz Puchacz sem gaf fyrir markið. Boltinn hafði viðkomu í Alfons Sampsted sem og Jóni Daða en tókst samt á einhvern ótrúlegan hátt að enda við fætur Zieliński sem gat ekki annað en skorað. Staðan því orðin 1-1 og var hún enn þannig er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eina markverða sem gerðist eftir jöfnunarmark heimamanna var að Andri Fannar Baldursson nældi sér í gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Íslenska liðið hefði vart getað byrjað síðari hálfleikinn betur. Liðið fékk aukaspyrnu og stillti upp, boltinn var hins vegar gefinn upp línuna vinstra megin á Guðmund sem stillti honum upp og sendi þennan líka draumabolta inn á teig. Boltinn endaði hjá Brynjari Inga Bjarnasyni sem tók snertingu, boltinn skoppaði upp og þegar hann kom niður smellti Brynjar Ingi honum innanfótar upp í þaknetið. Íslenska liðið fagnar marki Brynjars Inga.Boris Streubel/Getty Images Frábært mark hjá miðverðinum unga sem var þarna að skora sitt fyrsta landsliðsmark í aðeins sínum þriðja landsleik og staðan orðin 2-1 Íslandi í vil. Eftir það spilaði íslenska liðið frábærlega og þó heimamenn hafi fengið nokkur ákjósanleg færi þá tókst þeim ekki að koma knettinum framhjá Ögmundi Kristinssyni sem stóð vaktina í marki Íslands í síðari hálfleik. Það er þangað til í uppbótartíma leiksins þegar Karol Świderski fékk nægan tíma til að taka fyrirgjöf Kacper Kozłowski niður og leggja boltann í fjærhornið. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins.Grátlegur endir á annars frábærum leik. Íslenska liðið var grátlega nálægt sigrinum.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Mögulega var það sanngjörn niðurstaða en það virtist sem varamenn Íslands næðu ekki almennilegum takti við leikinn en það var mikið um skiptingar undir lok leiks. Ef horft er á tölfræðina er eflaust hægt að færa rök fyrir því að jafntefli sé ásættanlegt en Ísland var hársbreidd frá frábærum sigri gegn mjög sterkri þjóð. Hverjir stóðu upp úr? Hverjir stóðu ekki upp úr væri í raun betri spurning. Báðir markverðir dagsins áttu frábæran leik. Brynjar Ingi Bjarnason heldur áfram að vekja athygli en ásamt því að loka á einn albesta framherja heims þá gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Þá hefur Hjörtur Hermannsson eflaust vakið athygli nokkurra liða með frammistöðu sinni en hann er samningslaus í sumar. Íslenska vörnin lék Lewandowski grátt í dag.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Báðir bakverðir Íslands áttu frábæran leik og þá sérstaklega Guðmundur sem kom að báðum mörkum Íslands í leiknum. Á miðjunni leit Andri Fannar út fyrir að hafa spilað með Aroni Einari og Birki undanfarinn áratug eða svo. Jón Daði og Mikael hlupu úr sér lungun og sá fyrrnefndi var grátlega nálægt því að ná að hreinsa boltann í fyrra jöfnunarmarki Póllands. Fátt sem öskrar íslenska landsliðið jafn mikið og að framherji liðsins sé að mæta niður í eign vítateig til að reyna koma í veg fyrir mark. Þá var Albert Guðmundsson mjög sprækur bæði með og án bolta. Hvað gekk illa? Að hanga á sigrinum. Líkt og gegn Mexíkó var það fyrirgjöf frá vinstri sem reyndist „banabiti“ íslenska liðsins ef svo má að orði komast. Hvað gerist næst? Pólland mætir Slóvakíu á EM þann 14. júní á meðan íslenska liðið fer í sumarfrí. Allavega hluti af liðinu. Fótbolti HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta
Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. Síðara markið kom í uppbótartíma leiksins. Pólverjar voru að spila sinn síðasta leik fyrir EM sem hefst á næstu dögum. Þeir stilltu því upp mjög sterku liði þar sem framherjinn magnaði Robert Lewandowski var fyrirliði. Það breytti því þó ekki að Ísland byrjaði leikinn nokkuð vel og strax á 4. mínútu kom sókn sem var eins og hún hefði verið teiknuð upp á æfingasvæðinu. Rúnar Alex Rúnarsson greip knöttinn og rúllaði honum á Andra Fannar Baldursson á miðjunni sem leit til vinstri og fann Guðmund Þórarinsson. Hann sneri af sér leikmann Póllands og kom boltanum upp völlinn á Albert Guðmundsson sem óð inn á völlinn í átt að marki. Guðmundur átti mjög góðan leik í dag.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Jón Daði Böðvarsson hafði stungið sér niður vinstra megin og Albert fann Selfyssinginn. Því miður var fyrirgjöf Jón Daða ekki spes og endaði boltann í höndunum á Wojciech Szczęsny, markverði Póllands. Þó Pólland hafi verið meira með boltann þá höfðu heimamenn varla fengið alvöru færi þegar Birkir Bjarnason skaut naumlega framhjá úr þröngu færi eftir að Aron Einar Gunnarsson og Jón Daði unnu boltann eftir innkast Pólverja aftarlega á vellinum. Birkir var öflugur á miðsvæðinu.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczy Það var svo á 25. mínútu sem Guðmundur tók tvær hornspyrnur í röð. Sú síðari var föst á nærsvæðið, Aron Einar flikkaði boltanum í átt að marki þar sem Albert smellhitti boltann með hælnum sem söng í kjölfarið í netinu. Flagg aðstoðardómarans fór hins vegar á loft og markið dæmt af vegna rangstöðu. Eða hvað? Eftir mikið fjaðrafok var loksins eins og dómarar leiksins hefðu áttað sig á að það væri myndbandsdómgæsla í leiknum. Eftir töluverðan tíma var loks ákveðið að skoða markið og þá kom í ljós að Albert var alls ekki rangstæður. Staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. Eftir myndbandsdómgæslu var mark @snjallbert staðfest. Pólverjar voru hins vegar ekki lengi að jafna og staðan nú 1-1. #fotbolti pic.twitter.com/bvBw2bPJiN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 8, 2021 Piotr Zieliński jafnaði metin þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Robert Lewanwoski óð upp völlinn, það var brotið á honum en dómari leiksins lét leikinn halda áfram. Boltinn endaði hjá vinstri bakverðinum Tymoteusz Puchacz sem gaf fyrir markið. Boltinn hafði viðkomu í Alfons Sampsted sem og Jóni Daða en tókst samt á einhvern ótrúlegan hátt að enda við fætur Zieliński sem gat ekki annað en skorað. Staðan því orðin 1-1 og var hún enn þannig er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eina markverða sem gerðist eftir jöfnunarmark heimamanna var að Andri Fannar Baldursson nældi sér í gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Íslenska liðið hefði vart getað byrjað síðari hálfleikinn betur. Liðið fékk aukaspyrnu og stillti upp, boltinn var hins vegar gefinn upp línuna vinstra megin á Guðmund sem stillti honum upp og sendi þennan líka draumabolta inn á teig. Boltinn endaði hjá Brynjari Inga Bjarnasyni sem tók snertingu, boltinn skoppaði upp og þegar hann kom niður smellti Brynjar Ingi honum innanfótar upp í þaknetið. Íslenska liðið fagnar marki Brynjars Inga.Boris Streubel/Getty Images Frábært mark hjá miðverðinum unga sem var þarna að skora sitt fyrsta landsliðsmark í aðeins sínum þriðja landsleik og staðan orðin 2-1 Íslandi í vil. Eftir það spilaði íslenska liðið frábærlega og þó heimamenn hafi fengið nokkur ákjósanleg færi þá tókst þeim ekki að koma knettinum framhjá Ögmundi Kristinssyni sem stóð vaktina í marki Íslands í síðari hálfleik. Það er þangað til í uppbótartíma leiksins þegar Karol Świderski fékk nægan tíma til að taka fyrirgjöf Kacper Kozłowski niður og leggja boltann í fjærhornið. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins.Grátlegur endir á annars frábærum leik. Íslenska liðið var grátlega nálægt sigrinum.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Mögulega var það sanngjörn niðurstaða en það virtist sem varamenn Íslands næðu ekki almennilegum takti við leikinn en það var mikið um skiptingar undir lok leiks. Ef horft er á tölfræðina er eflaust hægt að færa rök fyrir því að jafntefli sé ásættanlegt en Ísland var hársbreidd frá frábærum sigri gegn mjög sterkri þjóð. Hverjir stóðu upp úr? Hverjir stóðu ekki upp úr væri í raun betri spurning. Báðir markverðir dagsins áttu frábæran leik. Brynjar Ingi Bjarnason heldur áfram að vekja athygli en ásamt því að loka á einn albesta framherja heims þá gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Þá hefur Hjörtur Hermannsson eflaust vakið athygli nokkurra liða með frammistöðu sinni en hann er samningslaus í sumar. Íslenska vörnin lék Lewandowski grátt í dag.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Báðir bakverðir Íslands áttu frábæran leik og þá sérstaklega Guðmundur sem kom að báðum mörkum Íslands í leiknum. Á miðjunni leit Andri Fannar út fyrir að hafa spilað með Aroni Einari og Birki undanfarinn áratug eða svo. Jón Daði og Mikael hlupu úr sér lungun og sá fyrrnefndi var grátlega nálægt því að ná að hreinsa boltann í fyrra jöfnunarmarki Póllands. Fátt sem öskrar íslenska landsliðið jafn mikið og að framherji liðsins sé að mæta niður í eign vítateig til að reyna koma í veg fyrir mark. Þá var Albert Guðmundsson mjög sprækur bæði með og án bolta. Hvað gekk illa? Að hanga á sigrinum. Líkt og gegn Mexíkó var það fyrirgjöf frá vinstri sem reyndist „banabiti“ íslenska liðsins ef svo má að orði komast. Hvað gerist næst? Pólland mætir Slóvakíu á EM þann 14. júní á meðan íslenska liðið fer í sumarfrí. Allavega hluti af liðinu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti