Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-91 | Keflvíkingar límdu bök KR-inga upp við vegg Sæbjörn Þór Steinke skrifar 4. júní 2021 23:35 Keflavík sótti sigur vestur í bæ. Vísir/Hulda Margrét Keflavík er komið í 2-0 í undanúrslitaviðureigninni gegn KR. Það er ljóst eftir níu stiga sigur liðsins á Meistaravöllum í kvöld. Íslandsmeistararnir eru komnir með bakið upp við vegg á meðan Keflavík þarf einungis einn sigur í viðbót til að klára einvígið. Það var jafnræði með liðunum allan fyrri hálfleik og munaði þremur stigum þegar hálfleiksflautan gall. Valur Orri Valsson var frábær í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik, var með sautján stig. Tyler Sabin var mjög öflugur hinu megin með sextán stig. Þriðji leikhluti var ekkert frábærlega spilaður en Keflvíkingar öflugri og tilfinningin í raun sú að Keflavík ætti að leiða með meira en sjö stigum eftir hálftíma leik. KR náði að minnka muninn niður í eitt stig þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar voru öflugri á endasprettinum og unnu hann með átta stiga mun. Keflavík hélt góðu flæði í sínum sóknarleik í seinni hálfleik á meðan sóknarleikur KR var þvingaðari og stóð og féll með erfiðum þriggja stiga skotum sem fóru ekki nægilega oft niður í lokaleikhlutanum. Fleiri hefðu þurft að stíga upp í liði KR í dag. Keflavík fagnar.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Sóknarleikurinn var vel smurður, Valur Orri var á deginum sínum og einhvern veginn hefðbundið framlag frá bæði Deane Williams og Domynikas Milka sem skila alltaf sínu. Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði leiknum mjög vel og var ekki að þvinga upp einhverjum skotum heldur var sáttur með að skora minna en hinir þrír. Bestir á vellinum Valur Orri var maður leiksins í dag, skoraði 24 stig og setti níu af þrettán skotum sínum niður. Milka var með hæsta framlagið [30] á vellinum. 21 stig, tólf fráköst og með 59% skotnýtingu. Milka og Brandon í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét Williams var þá með nítján stig, tíu fráköst, níu fiskaðar villur og tvö varin skot. Hörður Axel var merð tólf stoðsendingar, átta fráköst og tíu stig. Hjá KR var Ty Sabin með 32 stig og setti níu af átján þriggja stiga skotum niður. Brandon Nazione setti niður 20 stig og Zarko Jukic skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Ty Sabin elskar að skjóta boltanum enda einkar góður í því.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Flæðið í sóknarleik KR, sérstaklega í seinni hálfleik var ekki nógu gott. Boltinn var mikið í höndunum á Sabin og lifðu Keflvíkingar með því. Leikmenn eins og Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson þurfa að stíga upp í leik þrjú ef serían á ekki að enda 3-0 fyrir Keflavík. Hvað næst? Þriðji leikur er á mánudag í Keflavík. Sigri Keflavík er seríunni lokið en sigri KR þá fer þetta í leik fjögur. Allt undir fyrir KR í næsta leik! Allt í lagi ef við stoppum annað og hann skorar 40 stig Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Svipað og í síðasta leik, við hörkuðum þetta út í lokin. Við gerðum ótrúlega vel varnarlega, þeir voru svolítið týndir í 1-3-1 vörninni fyrir utan Sabin sem var að drita frá miðju. Við lifum bara með því, ef hann ætlar að hitta þaðan þá er ekkert í því að gera. Við vorum ótrúlega flottir í seinni hálfleik.“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Sabin skoraði yfir þrjátíu stig en Keflvíkingar náðu að stöðva flest allt annað í sóknarleik KR. „Ef við stoppum annað og hann skorar fjörutíu stig þá er það bara allt í lagi. Við lifum með því. Sabin er drullugóður og hittir ótrúlegustu skotum. Ef þú setur of mikla orku í það þá eru þeir með helling af skyttum sem geta dottið í gang og þá eru þeir orðnir virkilega góðir.“ Valur Orri var frábær í dag, var hann öðruvísi peppaður en vanalega? „Nei nei, hann var frábær í síðasta leik og hélt því áfram. Sjálfstraustið er komið og virkilega gaman að sjá það.“ Er grænt ljós á alla þrista frá honum? „Já, algjörlega hann er svínhittinn," sagði Hjalti að lokum. Þurfum að fara á teikniborðið og finna eitthvað sem virkar Darri Freyr Atlason.Vísir/Hulda Margrét „Okkur gekk helvíti illa að skora í þriðja leikhluta þegar þeir fóru í 1-3-1 svæðisvörnina og meira að segja þegar við náðum að stoppa þá náum við ekki að búa til sénsa sóknarlega. Við duttum í smá holu og héldum okkur í raun inn í þessu á einhverjum fáránlegum skotum frá Ty [Sabin]. Annars vorum við í veseni eiginlega allan seinni hálfleikinn að finna körfu,“ sagði svekktur Darri Freyr Atlason, þjálfari KR. Hvað getur KR gert varnarlega til að stöðva sóknarleik Keflavíkur? „Við erum svo sem að ná að velja einhverja hluti fyrir þá. En kudos á Val, hann er búinn að vera geggjaður í þessum fyrstu leikjum, gerir frábæra hluti og við þurfum kannski að bregðast við því.“ Björn Kristjánsson spilaði ekkert með í dag, hver er staðan á honum? „Hann er búinn að vera meiddur allt tímabilið, hann er meiddur og hans framlag er frábært þó hann sé ekki að spila. Ég á ekki von á því að hann nái að jafna sig á þessu núna.“ Matthías Orri og Brynjar Þór gáfu liðinu lítið sóknarlega, samtals tvö stig. „Við þurfum að finna leiðir til að búa til fleiri sénsa fyrir þá til að búa til sín skot. Þetta var einhæft á köflum og hægt. Það fylgir því að vera með Brandon og Zarko saman inn, þá er minna boltaflæði. Við þurfum kannski að skoða 5-manna liðin sem við erum með inn á hverju sinni. Við þurfum að fara á teikniborðið og finna eitthvað sem virkar.“ Nazione byrjaði í stað Brynjars í dag, hver var pælingin á bakvið það? „Við vildum breyta dekkningunni á Hössa, sýna aðra útgáfu þar, það gekk svo sem ekkert illa.“ Gæti byrjunarliðið breyst aftur fyrir leik þrjú? „Já, það er allt 'subject to change' þegar maður tapar en ég er ekki búinn að ákveða neitt. Við vitum að við erum með tólf gæja sem við treystum og það getur vel verið að við bryddum á einhverjum nýjungum.“ Bakið er upp við vegg - KR er með þessa sigurhefð, þið getið komið til baka, er það ekki? „Að sjálfsögðu, það er bara ein leið,“ sagði Darri að lokum. Myndir Lýsandi fyrir sóknarleik KR undir lok leiks.Vísir/Hulda Margrét Brandon og Milka háðu mikla baráttu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/Hulda Margrét Hörð barátta.Vísir/Hulda Margrét Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Háloftabarátta.Vísir/Hulda Margrét Deane Williams í baráttunni við leikmenn KR.Vísir/Hulda Margrét Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Keflavík ÍF
Keflavík er komið í 2-0 í undanúrslitaviðureigninni gegn KR. Það er ljóst eftir níu stiga sigur liðsins á Meistaravöllum í kvöld. Íslandsmeistararnir eru komnir með bakið upp við vegg á meðan Keflavík þarf einungis einn sigur í viðbót til að klára einvígið. Það var jafnræði með liðunum allan fyrri hálfleik og munaði þremur stigum þegar hálfleiksflautan gall. Valur Orri Valsson var frábær í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik, var með sautján stig. Tyler Sabin var mjög öflugur hinu megin með sextán stig. Þriðji leikhluti var ekkert frábærlega spilaður en Keflvíkingar öflugri og tilfinningin í raun sú að Keflavík ætti að leiða með meira en sjö stigum eftir hálftíma leik. KR náði að minnka muninn niður í eitt stig þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar voru öflugri á endasprettinum og unnu hann með átta stiga mun. Keflavík hélt góðu flæði í sínum sóknarleik í seinni hálfleik á meðan sóknarleikur KR var þvingaðari og stóð og féll með erfiðum þriggja stiga skotum sem fóru ekki nægilega oft niður í lokaleikhlutanum. Fleiri hefðu þurft að stíga upp í liði KR í dag. Keflavík fagnar.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Sóknarleikurinn var vel smurður, Valur Orri var á deginum sínum og einhvern veginn hefðbundið framlag frá bæði Deane Williams og Domynikas Milka sem skila alltaf sínu. Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði leiknum mjög vel og var ekki að þvinga upp einhverjum skotum heldur var sáttur með að skora minna en hinir þrír. Bestir á vellinum Valur Orri var maður leiksins í dag, skoraði 24 stig og setti níu af þrettán skotum sínum niður. Milka var með hæsta framlagið [30] á vellinum. 21 stig, tólf fráköst og með 59% skotnýtingu. Milka og Brandon í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét Williams var þá með nítján stig, tíu fráköst, níu fiskaðar villur og tvö varin skot. Hörður Axel var merð tólf stoðsendingar, átta fráköst og tíu stig. Hjá KR var Ty Sabin með 32 stig og setti níu af átján þriggja stiga skotum niður. Brandon Nazione setti niður 20 stig og Zarko Jukic skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Ty Sabin elskar að skjóta boltanum enda einkar góður í því.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Flæðið í sóknarleik KR, sérstaklega í seinni hálfleik var ekki nógu gott. Boltinn var mikið í höndunum á Sabin og lifðu Keflvíkingar með því. Leikmenn eins og Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson þurfa að stíga upp í leik þrjú ef serían á ekki að enda 3-0 fyrir Keflavík. Hvað næst? Þriðji leikur er á mánudag í Keflavík. Sigri Keflavík er seríunni lokið en sigri KR þá fer þetta í leik fjögur. Allt undir fyrir KR í næsta leik! Allt í lagi ef við stoppum annað og hann skorar 40 stig Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Svipað og í síðasta leik, við hörkuðum þetta út í lokin. Við gerðum ótrúlega vel varnarlega, þeir voru svolítið týndir í 1-3-1 vörninni fyrir utan Sabin sem var að drita frá miðju. Við lifum bara með því, ef hann ætlar að hitta þaðan þá er ekkert í því að gera. Við vorum ótrúlega flottir í seinni hálfleik.“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Sabin skoraði yfir þrjátíu stig en Keflvíkingar náðu að stöðva flest allt annað í sóknarleik KR. „Ef við stoppum annað og hann skorar fjörutíu stig þá er það bara allt í lagi. Við lifum með því. Sabin er drullugóður og hittir ótrúlegustu skotum. Ef þú setur of mikla orku í það þá eru þeir með helling af skyttum sem geta dottið í gang og þá eru þeir orðnir virkilega góðir.“ Valur Orri var frábær í dag, var hann öðruvísi peppaður en vanalega? „Nei nei, hann var frábær í síðasta leik og hélt því áfram. Sjálfstraustið er komið og virkilega gaman að sjá það.“ Er grænt ljós á alla þrista frá honum? „Já, algjörlega hann er svínhittinn," sagði Hjalti að lokum. Þurfum að fara á teikniborðið og finna eitthvað sem virkar Darri Freyr Atlason.Vísir/Hulda Margrét „Okkur gekk helvíti illa að skora í þriðja leikhluta þegar þeir fóru í 1-3-1 svæðisvörnina og meira að segja þegar við náðum að stoppa þá náum við ekki að búa til sénsa sóknarlega. Við duttum í smá holu og héldum okkur í raun inn í þessu á einhverjum fáránlegum skotum frá Ty [Sabin]. Annars vorum við í veseni eiginlega allan seinni hálfleikinn að finna körfu,“ sagði svekktur Darri Freyr Atlason, þjálfari KR. Hvað getur KR gert varnarlega til að stöðva sóknarleik Keflavíkur? „Við erum svo sem að ná að velja einhverja hluti fyrir þá. En kudos á Val, hann er búinn að vera geggjaður í þessum fyrstu leikjum, gerir frábæra hluti og við þurfum kannski að bregðast við því.“ Björn Kristjánsson spilaði ekkert með í dag, hver er staðan á honum? „Hann er búinn að vera meiddur allt tímabilið, hann er meiddur og hans framlag er frábært þó hann sé ekki að spila. Ég á ekki von á því að hann nái að jafna sig á þessu núna.“ Matthías Orri og Brynjar Þór gáfu liðinu lítið sóknarlega, samtals tvö stig. „Við þurfum að finna leiðir til að búa til fleiri sénsa fyrir þá til að búa til sín skot. Þetta var einhæft á köflum og hægt. Það fylgir því að vera með Brandon og Zarko saman inn, þá er minna boltaflæði. Við þurfum kannski að skoða 5-manna liðin sem við erum með inn á hverju sinni. Við þurfum að fara á teikniborðið og finna eitthvað sem virkar.“ Nazione byrjaði í stað Brynjars í dag, hver var pælingin á bakvið það? „Við vildum breyta dekkningunni á Hössa, sýna aðra útgáfu þar, það gekk svo sem ekkert illa.“ Gæti byrjunarliðið breyst aftur fyrir leik þrjú? „Já, það er allt 'subject to change' þegar maður tapar en ég er ekki búinn að ákveða neitt. Við vitum að við erum með tólf gæja sem við treystum og það getur vel verið að við bryddum á einhverjum nýjungum.“ Bakið er upp við vegg - KR er með þessa sigurhefð, þið getið komið til baka, er það ekki? „Að sjálfsögðu, það er bara ein leið,“ sagði Darri að lokum. Myndir Lýsandi fyrir sóknarleik KR undir lok leiks.Vísir/Hulda Margrét Brandon og Milka háðu mikla baráttu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/Hulda Margrét Hörð barátta.Vísir/Hulda Margrét Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Háloftabarátta.Vísir/Hulda Margrét Deane Williams í baráttunni við leikmenn KR.Vísir/Hulda Margrét Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti