Körfubolti

Davíð hættur: „Dreginn á asna­eyrunum“

Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti.

Körfubolti

Grikkir stál­heppnir að landa bronsinu

Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru stálheppnir að vinna bronsverðlaunin á EM í körfubolta í dag, þar sem þeir unnu Finna í leik sem varð allt í einu ótrúlega spennandi á lokakaflanum.

Körfubolti

Álfta­nes mætir stórliði Benfica

Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september.

Körfubolti

Grikk­land í undanúr­slit á EM

Grikkland er komið í undanúrslit karla í körfubolta eftir sigur á Litáen í dag. Stórstjarnan  Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks í NBA-deildinni, fór fyrir sínum mönnum.

Körfubolti

Njarð­víkingar semja við öðru­vísi Kana

Njarðvík hefur samið við Brandon Averette, 28 ára gamlan leikstjórnanda frá Bandaríkjunum, fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson segist hafa verið í leit að öðruvísi leikmanni en í fyrra. 

Körfubolti

Angel Reese í hálfs leiks bann

Stjórnendur Chicago Sky í WNBA hafa sett Angel Reese í bann eftir að hún viðhafði óviðeigandi ummæli að þeirra mati um liðið og liðsfélaga sína. Bannið er þó aðeins hálfur leikur.

Körfubolti

Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM

Finnland er komið í 8-liða úrslit á Evrópumeistaramótinu í körfubolta eftir að hafa slegið út ógnarsterkt lið Serba 92-86. Söguleg úrslit en aldrei áður hefur lið sem spáð er sigri á mótinu dottið út í 16-liða úrslitum.

Körfubolti