Hámarkshraðinn í mínu hverfi Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 1. júní 2021 07:31 Það eru liðin meira en níu ár síðan að ég sagði skilið við hið vindbarða Norðurland og settist að í hinni regnblautu höfuðborg þessa lands. Á þeim níu árum hef ég örugglega ekki enn náð að keyra um eða heimsækja allar götur borgarinnar. Því tel ég mig ekki í stakk búinn til þess að tjá mig um hæfilegan hámarkshraða í öllum hverfum. Allan minn tíma í borginni hef ég verið búsettur í Breiðholti. Hér þekki ég göturnar orðið afar vel og því hef ég á því nokkrar skoðanir hvort eða hvar þurfi að breyta hámarkshraða. Líklegt tel ég þó að mínar skoðanir á hámarkshraðanum hér uppí hæðunum megi einnig yfirfæra á önnur hverfi borgarinnar. Seljaskógar Á leiðinni til og frá vinnu keyri ég eftir götu sem ber nafnið Seljaskógar, þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Að þeirri götu liggja engar innkeyrslur, heldur er ekið af Seljaskógum inná aðrar götur, aðallega botnlanga þar sem er 30km/klst hámarkshraði. Frekar lítið er um gangandi vegfarendur meðfram eða yfir götuna og eru gangbrautir og hraðahindranir þar sem að göngustígar skarast við götuna. Flestir sem hér ferðast fótgangandi eða á einhverskonar hjólum virðast halda sig við göngustíga og gangstéttir. Á öllum þeim tíma sem að ég hef átt bíl man ég ekki eftir einu tilfelli þar sem að ég þurfti að hægja á mér vegna þess að bíllaus vegfarandi var að fara yfir götuna fjarri gangbraut. Lækkun hámarkshraðans hér myndi einungis lenga tímann sem að það tekur mann að keyra þessa stuttu vegalengd útað Breiðholtsbraut sem er sú stofnbraut sem þrjár af fjórum leiðum inn og út úr Seljahverfi tengjast við. Og einnig myndi þá lengjast sá tími þar sem nágrannarnir fengju að hlusta á mig spila Bubba á hæsta styrk og syngja með þegar ég keyri framhjá. Þar sem Seljaskógar endar tekur við gata sem heitir Hjallasel og er þar 30km/klst hámarkshraði. Innkeyrslur að raðhúsum liggja beint að þeirri götu svo að lægri hámarkshraði þar er vel verðskuldaður. Þannig er skipulagið við allar göturnar í hverfinu og eflaust allar götur í íbúðarhverfum allstaðar um allt land, meira eða minna; 50km/klst þar sem að engar innkeyrslur eru að götu. 30km/klst og jafn vel 15km/klst þar sem að innkeyrslur eru að götu. Jaðarsel Umhverfis hverfið mitt, þ.e.a.s. Selin, er einn hringur sem heitir samtals þrem nöfnum, Skógarsel, Rangársel og Jaðarsel. Af hverju menn gátu ekki bara gefið öllum hringnum sama nafnið skil ég ekki og tel ég það vera einstaklega ruglingslegt. Borgaryfirvöld mættu endilega taka það fyrir að nýta tækifærið á meðan hámarkshraði er endurskoðaður að fækka óþarfa götuheitum. Á Jaðar-Rangár-Skógarseli er einnig 50 kílómetra hámarskhraði. Aftur, engar innkeyrslur, heldur liggja frá þeirri götu lengri eða skemmri íbúðargötur og botnlangar þar sem hámarkshraði er 30km/klst. Í þau einu skipti sem fætur fólks snerta malbikið hér er þegar viðkomandi er aðeins að skjótast yfir. Og mikill fjöldi af hraðahindrunum og gangbrautum gera það afar auðvelt og skilvirkt án þess að hætta sé mikil frá bílaumferðinni. Vesturberg Vesturberg er oft nefnd sem dæmi um götu sem að mynd stórlega batna fyrir íbúana í kring ef hámarkshraði væri lækkaður. Og það ranglega. Við Vesturberg er hámarkshraðinn 50km/klst. Gatan er nánast þráðbein frá norðri til suðurs við báða enda götunnar eru þrengingar með hraðahindrun, þ.e.a.s. svona ,,hlið‘‘ þar sem umferð kemst aðeins í aðra áttina í einu. Milli þessara hliða eru svo fjórar hraðahindranir. Vegalengdin milli hliðanna tvegga er um 650 metrar. Sem þýðir að það er hraðahindrun á að meðaltali 162,5 metra fresti! Sé maður ekki keyrandi á t.d. sportbíl eða slíku hefur maður aldrei tíma til þess að auka hraðann upp í 50 eftir hraðahindrun áður en næsta hindrun tekur við og maður þarf aftur að hægja á sér. Aðeins á Vesturberginu miðju hefur maður nægilega vegalengd til þess að koma bílnum þægilega upp í um 50 og það er einmitt þar sem að helsta gönguleiðin gegnum hverfið þverar götuna. Hún liggur í gegnum undirgöng. Breiðholt fyrir alla, bíllausa og bílaeigendur Hraðahindranir eru mjög margar á götunum sem umliggja hverfin. Ég nota Jafnarsel og Vesturberg sem dæmi en þetta á einnig við um Arnarbakka, Suðurhóla og Vesturhóla. Þær hjálpa mjög við að halda umferðarhraðanum jöfnum þannig að hann fer sjaldan yfir 50km/klst og reyndar held ég að hann sé oftast minni en það. Þegar ég fyrst flutti hingað var ég bíllaus. Til hvers að eyða pening í bíl þegar maður býr í stórborg með verslunum allstaðar og strætó til þess að tengja mann við þá staði sem of langt var að labba í? Breiðholt er frábær staður fyrir bíllausan einstakling að búa í. Nærri öll mikilvæg þjónusta er í göngufæri og ef maður nennir ekki að ganga þá er strætókerfið yfirleitt mjög skilvirkt. Og svo eru göngustígar út um allt. Fullkomið til þess að skreppa út að ganga og náttúran er bara rétt handan við hornið. Hér þarf maður varla að eiga bíl. En ég á fjölskyldu út á landi og bý á landi sem verðlaunar ferðagleði með fegurð sinni svo að það að eiga bíl tel ég núna algert lykilatriði í mínu lífi. Og viti menn, eftir að ég keypti mér bílinn minn komst ég að því, mér til mikillar gleði að hverfið mitt er líka rosalega bílvænt. Ég kemst hvert sem þarf á rosalega stuttum tíma afar skilvirkt. Já Breiðholtið er frábær staður til þess að búa á. En en nú stendur sú vá fyrir dyrum að hverfið og jafn vel restin af borginni hætti að verða bílvæn. Höfundur er rithöfundur og situr í stjórn UngFramsókn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umferðaröryggi Framsóknarflokkurinn Reykjavík Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það eru liðin meira en níu ár síðan að ég sagði skilið við hið vindbarða Norðurland og settist að í hinni regnblautu höfuðborg þessa lands. Á þeim níu árum hef ég örugglega ekki enn náð að keyra um eða heimsækja allar götur borgarinnar. Því tel ég mig ekki í stakk búinn til þess að tjá mig um hæfilegan hámarkshraða í öllum hverfum. Allan minn tíma í borginni hef ég verið búsettur í Breiðholti. Hér þekki ég göturnar orðið afar vel og því hef ég á því nokkrar skoðanir hvort eða hvar þurfi að breyta hámarkshraða. Líklegt tel ég þó að mínar skoðanir á hámarkshraðanum hér uppí hæðunum megi einnig yfirfæra á önnur hverfi borgarinnar. Seljaskógar Á leiðinni til og frá vinnu keyri ég eftir götu sem ber nafnið Seljaskógar, þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Að þeirri götu liggja engar innkeyrslur, heldur er ekið af Seljaskógum inná aðrar götur, aðallega botnlanga þar sem er 30km/klst hámarkshraði. Frekar lítið er um gangandi vegfarendur meðfram eða yfir götuna og eru gangbrautir og hraðahindranir þar sem að göngustígar skarast við götuna. Flestir sem hér ferðast fótgangandi eða á einhverskonar hjólum virðast halda sig við göngustíga og gangstéttir. Á öllum þeim tíma sem að ég hef átt bíl man ég ekki eftir einu tilfelli þar sem að ég þurfti að hægja á mér vegna þess að bíllaus vegfarandi var að fara yfir götuna fjarri gangbraut. Lækkun hámarkshraðans hér myndi einungis lenga tímann sem að það tekur mann að keyra þessa stuttu vegalengd útað Breiðholtsbraut sem er sú stofnbraut sem þrjár af fjórum leiðum inn og út úr Seljahverfi tengjast við. Og einnig myndi þá lengjast sá tími þar sem nágrannarnir fengju að hlusta á mig spila Bubba á hæsta styrk og syngja með þegar ég keyri framhjá. Þar sem Seljaskógar endar tekur við gata sem heitir Hjallasel og er þar 30km/klst hámarkshraði. Innkeyrslur að raðhúsum liggja beint að þeirri götu svo að lægri hámarkshraði þar er vel verðskuldaður. Þannig er skipulagið við allar göturnar í hverfinu og eflaust allar götur í íbúðarhverfum allstaðar um allt land, meira eða minna; 50km/klst þar sem að engar innkeyrslur eru að götu. 30km/klst og jafn vel 15km/klst þar sem að innkeyrslur eru að götu. Jaðarsel Umhverfis hverfið mitt, þ.e.a.s. Selin, er einn hringur sem heitir samtals þrem nöfnum, Skógarsel, Rangársel og Jaðarsel. Af hverju menn gátu ekki bara gefið öllum hringnum sama nafnið skil ég ekki og tel ég það vera einstaklega ruglingslegt. Borgaryfirvöld mættu endilega taka það fyrir að nýta tækifærið á meðan hámarkshraði er endurskoðaður að fækka óþarfa götuheitum. Á Jaðar-Rangár-Skógarseli er einnig 50 kílómetra hámarskhraði. Aftur, engar innkeyrslur, heldur liggja frá þeirri götu lengri eða skemmri íbúðargötur og botnlangar þar sem hámarkshraði er 30km/klst. Í þau einu skipti sem fætur fólks snerta malbikið hér er þegar viðkomandi er aðeins að skjótast yfir. Og mikill fjöldi af hraðahindrunum og gangbrautum gera það afar auðvelt og skilvirkt án þess að hætta sé mikil frá bílaumferðinni. Vesturberg Vesturberg er oft nefnd sem dæmi um götu sem að mynd stórlega batna fyrir íbúana í kring ef hámarkshraði væri lækkaður. Og það ranglega. Við Vesturberg er hámarkshraðinn 50km/klst. Gatan er nánast þráðbein frá norðri til suðurs við báða enda götunnar eru þrengingar með hraðahindrun, þ.e.a.s. svona ,,hlið‘‘ þar sem umferð kemst aðeins í aðra áttina í einu. Milli þessara hliða eru svo fjórar hraðahindranir. Vegalengdin milli hliðanna tvegga er um 650 metrar. Sem þýðir að það er hraðahindrun á að meðaltali 162,5 metra fresti! Sé maður ekki keyrandi á t.d. sportbíl eða slíku hefur maður aldrei tíma til þess að auka hraðann upp í 50 eftir hraðahindrun áður en næsta hindrun tekur við og maður þarf aftur að hægja á sér. Aðeins á Vesturberginu miðju hefur maður nægilega vegalengd til þess að koma bílnum þægilega upp í um 50 og það er einmitt þar sem að helsta gönguleiðin gegnum hverfið þverar götuna. Hún liggur í gegnum undirgöng. Breiðholt fyrir alla, bíllausa og bílaeigendur Hraðahindranir eru mjög margar á götunum sem umliggja hverfin. Ég nota Jafnarsel og Vesturberg sem dæmi en þetta á einnig við um Arnarbakka, Suðurhóla og Vesturhóla. Þær hjálpa mjög við að halda umferðarhraðanum jöfnum þannig að hann fer sjaldan yfir 50km/klst og reyndar held ég að hann sé oftast minni en það. Þegar ég fyrst flutti hingað var ég bíllaus. Til hvers að eyða pening í bíl þegar maður býr í stórborg með verslunum allstaðar og strætó til þess að tengja mann við þá staði sem of langt var að labba í? Breiðholt er frábær staður fyrir bíllausan einstakling að búa í. Nærri öll mikilvæg þjónusta er í göngufæri og ef maður nennir ekki að ganga þá er strætókerfið yfirleitt mjög skilvirkt. Og svo eru göngustígar út um allt. Fullkomið til þess að skreppa út að ganga og náttúran er bara rétt handan við hornið. Hér þarf maður varla að eiga bíl. En ég á fjölskyldu út á landi og bý á landi sem verðlaunar ferðagleði með fegurð sinni svo að það að eiga bíl tel ég núna algert lykilatriði í mínu lífi. Og viti menn, eftir að ég keypti mér bílinn minn komst ég að því, mér til mikillar gleði að hverfið mitt er líka rosalega bílvænt. Ég kemst hvert sem þarf á rosalega stuttum tíma afar skilvirkt. Já Breiðholtið er frábær staður til þess að búa á. En en nú stendur sú vá fyrir dyrum að hverfið og jafn vel restin af borginni hætti að verða bílvæn. Höfundur er rithöfundur og situr í stjórn UngFramsókn í Reykjavík.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun