Baráttan heldur áfram Matthías Tryggvi Haraldsson skrifar 25. maí 2021 20:47 Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag. Við sýnum þeim líka samstöðu og samhug, sem það gerðu, sem urðu fyrir árásunum, sem urðu fyrir sprengingunum, létu lífið, eða misstu börnin sín, heimili og lífsviðurværi. Á þriðja hundrað manns eru látin. Sprengingarnar kostuðu tugi barna lífið. Þúsundir eru slösuð. Hundruð heimila eru eyðilögð. Tugir þúsunda hafa neyðst á flótta. Orðið vopnahlé dregur kannski upp ósanna mynd. Þau sem heyra orðið vopnahlé sjá kannski fyrir sér tvö fullbúin herlið á vel skilgreindum vígvelli þar sem tveir hertogar takast í hendur eftir síðustu rimmu. Það sama á kannski við um fleiri orð eins og átök, stríð, ástand og svo mörg orð sem eru notuð um Palestínu. Höfum því eitt á hreinu: Það er bara einn her í Ísrael og Palestínu, ein þjóð sem heldur annarri með valdi, með ólöglegu hernámi og landtöku, aðskilnaðarstefnu og herkví. Þótt hörðustu árásunum linni í bili heldur barátta Palestínumanna fyrir viðurkenningu og mannréttindum áfram. Við krefjumst þess að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah og allri Palestínu verði hætt. Við krefjumst þess að ítrekaðar árásir á Gaza verði stöðvaðar – varanlega – og bundinn endi á herkvína. Við krefjumst þess að ólöglegri landtöku og hernámi á landi Palestínumanna ljúki. Við krefjumst þess að Ísrael viðurkenni tilvist Palestínu. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð sem málsvarar okkar, þeirra ábyrgð er að senda skýr skilaboð með skýrri afstöðu og aðgerðum. Þegar við segjum frjáls Palestína, þá meinum við ekki frjáls Palestína rétt á meðan sviðsljósið beinist að sprengjuárásum. Við meinum frjáls Palestína til frambúðar. Einhvern veginn svona hljóðuðu inngangsorð á samstöðufundi með Palestínu sem haldinn var á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að kynna sér málið, skrifa undir undirskriftasafnanir Félagsins Ísland-Palestína, Amnesty International og fleiri samtaka sem láta sig málefni Palestínu varða og styrkja neyðarsöfnun sem nú stendur yfir. Baráttan heldur áfram og við höldum áfram að sýna samstöðu. Höfundur er leikskáld og söngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag. Við sýnum þeim líka samstöðu og samhug, sem það gerðu, sem urðu fyrir árásunum, sem urðu fyrir sprengingunum, létu lífið, eða misstu börnin sín, heimili og lífsviðurværi. Á þriðja hundrað manns eru látin. Sprengingarnar kostuðu tugi barna lífið. Þúsundir eru slösuð. Hundruð heimila eru eyðilögð. Tugir þúsunda hafa neyðst á flótta. Orðið vopnahlé dregur kannski upp ósanna mynd. Þau sem heyra orðið vopnahlé sjá kannski fyrir sér tvö fullbúin herlið á vel skilgreindum vígvelli þar sem tveir hertogar takast í hendur eftir síðustu rimmu. Það sama á kannski við um fleiri orð eins og átök, stríð, ástand og svo mörg orð sem eru notuð um Palestínu. Höfum því eitt á hreinu: Það er bara einn her í Ísrael og Palestínu, ein þjóð sem heldur annarri með valdi, með ólöglegu hernámi og landtöku, aðskilnaðarstefnu og herkví. Þótt hörðustu árásunum linni í bili heldur barátta Palestínumanna fyrir viðurkenningu og mannréttindum áfram. Við krefjumst þess að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah og allri Palestínu verði hætt. Við krefjumst þess að ítrekaðar árásir á Gaza verði stöðvaðar – varanlega – og bundinn endi á herkvína. Við krefjumst þess að ólöglegri landtöku og hernámi á landi Palestínumanna ljúki. Við krefjumst þess að Ísrael viðurkenni tilvist Palestínu. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð sem málsvarar okkar, þeirra ábyrgð er að senda skýr skilaboð með skýrri afstöðu og aðgerðum. Þegar við segjum frjáls Palestína, þá meinum við ekki frjáls Palestína rétt á meðan sviðsljósið beinist að sprengjuárásum. Við meinum frjáls Palestína til frambúðar. Einhvern veginn svona hljóðuðu inngangsorð á samstöðufundi með Palestínu sem haldinn var á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að kynna sér málið, skrifa undir undirskriftasafnanir Félagsins Ísland-Palestína, Amnesty International og fleiri samtaka sem láta sig málefni Palestínu varða og styrkja neyðarsöfnun sem nú stendur yfir. Baráttan heldur áfram og við höldum áfram að sýna samstöðu. Höfundur er leikskáld og söngvari.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar