Gríðarleg dramatík er Juventus hélt Meistaradeildarvonum sínum á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2021 18:00 Markið sem hélt vonum Juventus um Meistaradeildarsæti á lífi. Valerio Pennicino/Getty Images Juventus vann hádramatískan 3-2 sigur á Ítalíumeisturum Inter Milan í dag og hélt þar með vonum sínum um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð á lífi. Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 24. mínútu er hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnuklúðri. Aðeins tíu mínútum síðar fengu gestirnir vítaspyrnu. Romelu Lukaku fór á vítapunktinn og jafnaði metin. Það stefndi allt í að staðan yrði jöfn er liðin færu til búningsherbergja í hálfleik en á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Juan Cuadrado heimamönnum yfir á nýjan leik og staðan orðin 2-1. Þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Rodrigo Bentancur sitt annað gula spjald og Juventus því manni færri næstu 35 mínútur leiksins. Það tókst meisturum Inter á endanum að nýta sér en Giorgio Chiellini varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Markið var dæmt af en stóð á endanum. Chiellini var alls ekki sáttur við dómara leiksins og fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í kjölfarið. Hann gat hins vegar lítið kvartað þegar dómari leiksins gaf þeim einfaldlega vítaspyrnu á 88. mínútu er Cuadrado fór niður innan vítateigs. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 3-2 og Juventus við það að vinna mikilvægan sigur. Cuadrado fires Juventus back in front from the spot!Did the referee get this right pic.twitter.com/pFT6WneUxS— ESPN FC (@ESPNFC) May 15, 2021 Marcelo Brozovic hjálpaði þeim við það en hann nældi sér í tvö gul spjöld á fjögurra mínútna kafla og lét reka sig útaf. Bæði lið því með 10 leikmenn inn á þegar loksins var flautað til leiksloka. Juventus vann 3-2 sigur sem þýðir að liðið á enn möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Lærisveinar Andrea Pirlo eru sem stendur í 4. sæti með 75 stig að loknum 37 leikjum. Juventus vs. Inter:1-0: Ronaldo, 24 1-1: Lukaku, pen. 35 2-1: Cuadrado, 45+3 : Bentancur, 55 : Pirlo subs off Ronaldo, 70 2-2: Chiellini, og 83 3-2: Cuadrado, pen. 88 : Brozovic, 90+2 Juve scrapping for their lives to reach next season s Champions League pic.twitter.com/RDXSSje5y4— B/R Football (@brfootball) May 15, 2021 AC Milan er með jafn mörg stig í 3. sæti en hafa leikið leik minna, sömu sögu er að segja af Napoli sem er með 73 stig í 5. sæti. Napoli mætir Fiorentina á morgun og Verona í lokaumferð deildarinnar. Ljóst er að liðið þarf að tapa öðrum af þessum leikjum svo Juventus geti endað í Meistaradeildarsæti. Ítalski boltinn Fótbolti
Juventus vann hádramatískan 3-2 sigur á Ítalíumeisturum Inter Milan í dag og hélt þar með vonum sínum um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð á lífi. Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 24. mínútu er hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnuklúðri. Aðeins tíu mínútum síðar fengu gestirnir vítaspyrnu. Romelu Lukaku fór á vítapunktinn og jafnaði metin. Það stefndi allt í að staðan yrði jöfn er liðin færu til búningsherbergja í hálfleik en á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Juan Cuadrado heimamönnum yfir á nýjan leik og staðan orðin 2-1. Þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Rodrigo Bentancur sitt annað gula spjald og Juventus því manni færri næstu 35 mínútur leiksins. Það tókst meisturum Inter á endanum að nýta sér en Giorgio Chiellini varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Markið var dæmt af en stóð á endanum. Chiellini var alls ekki sáttur við dómara leiksins og fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í kjölfarið. Hann gat hins vegar lítið kvartað þegar dómari leiksins gaf þeim einfaldlega vítaspyrnu á 88. mínútu er Cuadrado fór niður innan vítateigs. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 3-2 og Juventus við það að vinna mikilvægan sigur. Cuadrado fires Juventus back in front from the spot!Did the referee get this right pic.twitter.com/pFT6WneUxS— ESPN FC (@ESPNFC) May 15, 2021 Marcelo Brozovic hjálpaði þeim við það en hann nældi sér í tvö gul spjöld á fjögurra mínútna kafla og lét reka sig útaf. Bæði lið því með 10 leikmenn inn á þegar loksins var flautað til leiksloka. Juventus vann 3-2 sigur sem þýðir að liðið á enn möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Lærisveinar Andrea Pirlo eru sem stendur í 4. sæti með 75 stig að loknum 37 leikjum. Juventus vs. Inter:1-0: Ronaldo, 24 1-1: Lukaku, pen. 35 2-1: Cuadrado, 45+3 : Bentancur, 55 : Pirlo subs off Ronaldo, 70 2-2: Chiellini, og 83 3-2: Cuadrado, pen. 88 : Brozovic, 90+2 Juve scrapping for their lives to reach next season s Champions League pic.twitter.com/RDXSSje5y4— B/R Football (@brfootball) May 15, 2021 AC Milan er með jafn mörg stig í 3. sæti en hafa leikið leik minna, sömu sögu er að segja af Napoli sem er með 73 stig í 5. sæti. Napoli mætir Fiorentina á morgun og Verona í lokaumferð deildarinnar. Ljóst er að liðið þarf að tapa öðrum af þessum leikjum svo Juventus geti endað í Meistaradeildarsæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti