Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2021 22:30 Óskar Örn opnaði markareikning KR-inga í Pepsi Max-deild karla árið 2021. Vísir/Vilhelm KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Byrjun KR-inga skóp sigur þeirra í dag. Þeir settu Blika strax í vandræði í sínu uppspili og á 11.mínútu skoraði Óskar Örn Hauksson með góðu skoti fyrir utan teig þar sem hann keyrði á vörnina og fékk nægan tíma til að athafna sig. Fjórum mínútum síðar var KR komið í 2-0. Blikar töpuðu þá boltanum klaufalega og Kennie Chopart fékk boltann á hægri kantinum. Hann sá að Anton Ari Einarsson var frekar illa staðsettur og skoraði á nærstöngina áður en Anton Ari áttaði sig. Það var hart barist í kvöld.Vísir/Vilhelm Einhverjir vilja eflaust meina að um hafi verið að ræða fyrirgjöf hjá Chopart en við leyfum honum að njóta vafans. Blikar virtust stressast upp við þetta. Þeir voru áfram í vandræðum í sínu spili og eina almennilega marktilraun þeirra í fyrri hálfleik var þegar Gísli Eyjólfsson átti gott skot að marki sem fór naumlega framhjá. Í síðari hálfleik voru Blikar meira með boltann. Þeir náðu í nokkur skipti að skapa ágætis stöður en náðu ekki að búa til opin marktækifæri. KR-liðið varðist vel, tók sér góðan tíma í öll föst leikatriði og sigldu nokkuð þægilegum sigri í höfn. Af hverju vann KR? Þessi byrjun þeirra á leiknum sló Blika algjörlega út af laginu. Bæði mörkin voru fremur ódýr og þó svo að bæði Óskar Örn og Kennie Chopart hafi gert vel þá hefði Breiðabliksliðið klárlega getað varist betur. Þegar Blikar komu síðan framar á völlinn var spilið þeirra oft á tíðum hægt og vörn KR lenti sjaldan í alvarlegum vandræðum. Það er afskaplega erfitt að lenda undir á móti KR og því fengu Blikar að kynnast í dag. Þessir stóðu upp úr: Miðverðir KR, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson, stigu vart feilspor í dag. Stefán Árni Geirsson var mjög líflegur, áræðinn og duglegur. Kennie Chopart átti fínan leik í hægri bakverðinum og heilt yfir átti KR-liðið fínan leik. Hjá Blikum var fátt um fína drætti. Viktor Karl Einarsson átti ágæta spretti en margir af lykilmönnum Breiðabliks geta mikið betur en þeir sýndu í dag. Viktor Karl átti fínan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Uppspil Breiðabliks var ekki gott í fyrri hálfleik. Þeir gáfu boltann auðveldlega frá sér, voru hægir og fremur fyrirsjáanlegir. Þó svo að batamerki hafi sést í síðari hálfleik þá hlýtur það að vera áhyggjuefni hversu týndir lykilmenn eins og Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen voru í kvöld. Ívar Orri Kristjánsson hefur dæmt betur en í dag. Hann var við það að missa leikinn úr höndunum á sér í síðari hálfleik og missti mögulega af vítaspyrnu sem Blikar áttu að fá í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í höndina á Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Hvað gerist næst? KR fær KA í heimsókn í Vesturbæinn næsta föstudag. KA gerði jafntefli við HK í sínum fyrsta leik og KR-ingar mega búast við því að fá meira af boltanum en þeir gerðu í dag. Breiðablik fer í Breiðholtið og mætir nýliðum Leiknis. Leiknir gerði gott jafntefli við Stjörnuna í gær en allt annað en sigur væru vonbrigði fyrir Blika. Óskar Hrafn: Við eigum í erfiðleikum með að vinna þá Halldór Árnason (t.v.) og Óskar Hrafn (t.h.) á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var fremur niðurlútur eftir tapið gegn KR í kvöld og sagði slæma byrjun liðsins hafa skipt sköpum. „Við byrjum þennan leik illa og ég held að þetta hafi farið þar, á fyrstu fimmtán mínútunum. Við fáum tvö mörk á okkur, tvö fremur ódýr mörk og byrjunin var erfið,“ sagði Óskar þegar hann ræddi við Vísi eftir leik í kvöld. „Út frá því var á brattann að sækja. Mér fannst við oft vera nálægt því að skora í seinni hálfleik en náðum aldrei markinu til að slá þá út af laginu og láta þeim líða illa.“ Breiðabliksliðið var í vandræðum með uppspilið sitt, sérstaklega í fyrri hálfleik, og pressa KR-inga setti þá oft á tíðum í vandræði. „Ég skrifa þetta bara á stress. Við setjum menn í hlutverk sem þeir eru ekki vanir og ég þarf bara að taka það á mig. Byrjunin var ekki nógu góð, spennustigið var ekki gott og takturinn ekki góður. Á endanum er það auðvitað þjálfarans.“ Blikar fengu hægri bakvörðinn Davíð Örn Atlason til liðs við sig fyrir tímabilið en hann er meiddur og verður frá eitthvað áfram. Damir Muminovic lék í þeirri stöðu í dag en hann leikur oftast í stöðu miðvarðar. „Það verður að koma í ljós hvenær Davíð kemur til baka, það getur verið vika, tvær vikur eða fimm vikur. Hægri bakvarðastaðan var ekki vandamálið í dag. Við erum með leikmenn í minni leikæfingu en við hefðum kosið, eru að koma úr meiðslum og við náðum ekki taktinum í fyrri hálfleik.“ „Ef þú lendir undir á móti KR þá er á brattann að sækja. Mér fannst við fá opnanir og fá góð tækifæri til að minnka muninn en það gekk ekki.“ Eins og áður segir hafa Blikar tapað síðustu fjórum leikjum gegn KR og eru eflaust fegnir því að ansi langt er í að þeir mæti þeim næst. „Þú getur örugglega fært rök fyrir því að við eigum í erfiðleikum með KR-inga. Ef þú tekur frá þessar fyrstu fimmtán mínútur þá held ég að enginn geti sagt að við pössum eitthvað illa við þá. Við eigum í erfiðleikum með að vinna þá, það er ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Rúnar: Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. „Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku." Arnór Sveinn: Hefur verið stígandi í okkar samstarfi Arnór Sveinn í leik með KR.vísir/bára „Ég er mjög stoltur af okkur, mér fannst þetta vera liðsheildarframmistaða. Við vinnum rosa vel og lokuðum vel á þá og þetta var mjög jákvæð frammistaða. Við vitum hvað við getum með boltann, við náðum kannski ekki alveg að sýna það í dag en vorum flottir í skyndisóknum. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar,“ sagði miðvörðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem átti fínan leik fyrir KR-inga í dag. Pressa KR-inga kom Breiðabliki í vandræði í byrjun og staðan eftir fimmtán mínútur var 2-0 fyrir Vesturbæinga. „Það breytti leiknum að skora snemma, við erum góðir í að loka svæðum, agaðir og vinnum vel. Það var liðsheildarbragur á okkur og hefur verið síðan Rúnar tók við. Að skora snemma var mjög sterkt fyrir okkur, við náðum að halda þeirri forystu og erum góðir í því.“ Arnór Sveinn lék við hlið Grétars Snæs Gunnarssonar í vörninni sem var að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir KR. „Það er búinn að vera gríðarlegur stígandi í okkar samstarfi finnst mér. Það er bara eins og gengur og gerist, í upphafi þá vorum við að slípa okkur saman og náðum nokkrum undirbúningsleikjum. Þetta hefur verið skref fyrir skref upp á við.“ „Grétar er hrikalega flottur leikmaður og fyrst og fremst viljugur. Hann fellur vel inn í liðið, hlustar og er með hausinn á réttum stað. Það er auðvelt að vinna með svoleiðis leikmanni og ég var ánægður með þessa frumraun.“ Arnór Sveinn talaði vel um samherja sinn í hjarta varnarinnar hjá KR.Vísir/Vilhelm Arnór sagði að það hefði verið lykilatriði hvernig KR tókst að loka á uppspil Blikaliðsins. „Við vitum að þeir eru sterkir þar, þeir fara með marga menn í holurnar. Við þurftum fyrst og fremst að loka holunum fyrir aftan miðjuna og gerðum það rosa vel. Þá þurfum við að fara aftar því þeir eru með marga menn frammi þannig við lokuðum bara í holurnar fyrir framan okkur. Pálmi, Atli og Ægir gerðu það gríðarlega vel og svo sóttum við hratt,“ sagði Arnór Sveinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Breiðablik KR Tengdar fréttir „Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57
KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Byrjun KR-inga skóp sigur þeirra í dag. Þeir settu Blika strax í vandræði í sínu uppspili og á 11.mínútu skoraði Óskar Örn Hauksson með góðu skoti fyrir utan teig þar sem hann keyrði á vörnina og fékk nægan tíma til að athafna sig. Fjórum mínútum síðar var KR komið í 2-0. Blikar töpuðu þá boltanum klaufalega og Kennie Chopart fékk boltann á hægri kantinum. Hann sá að Anton Ari Einarsson var frekar illa staðsettur og skoraði á nærstöngina áður en Anton Ari áttaði sig. Það var hart barist í kvöld.Vísir/Vilhelm Einhverjir vilja eflaust meina að um hafi verið að ræða fyrirgjöf hjá Chopart en við leyfum honum að njóta vafans. Blikar virtust stressast upp við þetta. Þeir voru áfram í vandræðum í sínu spili og eina almennilega marktilraun þeirra í fyrri hálfleik var þegar Gísli Eyjólfsson átti gott skot að marki sem fór naumlega framhjá. Í síðari hálfleik voru Blikar meira með boltann. Þeir náðu í nokkur skipti að skapa ágætis stöður en náðu ekki að búa til opin marktækifæri. KR-liðið varðist vel, tók sér góðan tíma í öll föst leikatriði og sigldu nokkuð þægilegum sigri í höfn. Af hverju vann KR? Þessi byrjun þeirra á leiknum sló Blika algjörlega út af laginu. Bæði mörkin voru fremur ódýr og þó svo að bæði Óskar Örn og Kennie Chopart hafi gert vel þá hefði Breiðabliksliðið klárlega getað varist betur. Þegar Blikar komu síðan framar á völlinn var spilið þeirra oft á tíðum hægt og vörn KR lenti sjaldan í alvarlegum vandræðum. Það er afskaplega erfitt að lenda undir á móti KR og því fengu Blikar að kynnast í dag. Þessir stóðu upp úr: Miðverðir KR, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson, stigu vart feilspor í dag. Stefán Árni Geirsson var mjög líflegur, áræðinn og duglegur. Kennie Chopart átti fínan leik í hægri bakverðinum og heilt yfir átti KR-liðið fínan leik. Hjá Blikum var fátt um fína drætti. Viktor Karl Einarsson átti ágæta spretti en margir af lykilmönnum Breiðabliks geta mikið betur en þeir sýndu í dag. Viktor Karl átti fínan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Uppspil Breiðabliks var ekki gott í fyrri hálfleik. Þeir gáfu boltann auðveldlega frá sér, voru hægir og fremur fyrirsjáanlegir. Þó svo að batamerki hafi sést í síðari hálfleik þá hlýtur það að vera áhyggjuefni hversu týndir lykilmenn eins og Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen voru í kvöld. Ívar Orri Kristjánsson hefur dæmt betur en í dag. Hann var við það að missa leikinn úr höndunum á sér í síðari hálfleik og missti mögulega af vítaspyrnu sem Blikar áttu að fá í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í höndina á Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Hvað gerist næst? KR fær KA í heimsókn í Vesturbæinn næsta föstudag. KA gerði jafntefli við HK í sínum fyrsta leik og KR-ingar mega búast við því að fá meira af boltanum en þeir gerðu í dag. Breiðablik fer í Breiðholtið og mætir nýliðum Leiknis. Leiknir gerði gott jafntefli við Stjörnuna í gær en allt annað en sigur væru vonbrigði fyrir Blika. Óskar Hrafn: Við eigum í erfiðleikum með að vinna þá Halldór Árnason (t.v.) og Óskar Hrafn (t.h.) á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var fremur niðurlútur eftir tapið gegn KR í kvöld og sagði slæma byrjun liðsins hafa skipt sköpum. „Við byrjum þennan leik illa og ég held að þetta hafi farið þar, á fyrstu fimmtán mínútunum. Við fáum tvö mörk á okkur, tvö fremur ódýr mörk og byrjunin var erfið,“ sagði Óskar þegar hann ræddi við Vísi eftir leik í kvöld. „Út frá því var á brattann að sækja. Mér fannst við oft vera nálægt því að skora í seinni hálfleik en náðum aldrei markinu til að slá þá út af laginu og láta þeim líða illa.“ Breiðabliksliðið var í vandræðum með uppspilið sitt, sérstaklega í fyrri hálfleik, og pressa KR-inga setti þá oft á tíðum í vandræði. „Ég skrifa þetta bara á stress. Við setjum menn í hlutverk sem þeir eru ekki vanir og ég þarf bara að taka það á mig. Byrjunin var ekki nógu góð, spennustigið var ekki gott og takturinn ekki góður. Á endanum er það auðvitað þjálfarans.“ Blikar fengu hægri bakvörðinn Davíð Örn Atlason til liðs við sig fyrir tímabilið en hann er meiddur og verður frá eitthvað áfram. Damir Muminovic lék í þeirri stöðu í dag en hann leikur oftast í stöðu miðvarðar. „Það verður að koma í ljós hvenær Davíð kemur til baka, það getur verið vika, tvær vikur eða fimm vikur. Hægri bakvarðastaðan var ekki vandamálið í dag. Við erum með leikmenn í minni leikæfingu en við hefðum kosið, eru að koma úr meiðslum og við náðum ekki taktinum í fyrri hálfleik.“ „Ef þú lendir undir á móti KR þá er á brattann að sækja. Mér fannst við fá opnanir og fá góð tækifæri til að minnka muninn en það gekk ekki.“ Eins og áður segir hafa Blikar tapað síðustu fjórum leikjum gegn KR og eru eflaust fegnir því að ansi langt er í að þeir mæti þeim næst. „Þú getur örugglega fært rök fyrir því að við eigum í erfiðleikum með KR-inga. Ef þú tekur frá þessar fyrstu fimmtán mínútur þá held ég að enginn geti sagt að við pössum eitthvað illa við þá. Við eigum í erfiðleikum með að vinna þá, það er ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Rúnar: Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. „Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku." Arnór Sveinn: Hefur verið stígandi í okkar samstarfi Arnór Sveinn í leik með KR.vísir/bára „Ég er mjög stoltur af okkur, mér fannst þetta vera liðsheildarframmistaða. Við vinnum rosa vel og lokuðum vel á þá og þetta var mjög jákvæð frammistaða. Við vitum hvað við getum með boltann, við náðum kannski ekki alveg að sýna það í dag en vorum flottir í skyndisóknum. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar,“ sagði miðvörðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem átti fínan leik fyrir KR-inga í dag. Pressa KR-inga kom Breiðabliki í vandræði í byrjun og staðan eftir fimmtán mínútur var 2-0 fyrir Vesturbæinga. „Það breytti leiknum að skora snemma, við erum góðir í að loka svæðum, agaðir og vinnum vel. Það var liðsheildarbragur á okkur og hefur verið síðan Rúnar tók við. Að skora snemma var mjög sterkt fyrir okkur, við náðum að halda þeirri forystu og erum góðir í því.“ Arnór Sveinn lék við hlið Grétars Snæs Gunnarssonar í vörninni sem var að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir KR. „Það er búinn að vera gríðarlegur stígandi í okkar samstarfi finnst mér. Það er bara eins og gengur og gerist, í upphafi þá vorum við að slípa okkur saman og náðum nokkrum undirbúningsleikjum. Þetta hefur verið skref fyrir skref upp á við.“ „Grétar er hrikalega flottur leikmaður og fyrst og fremst viljugur. Hann fellur vel inn í liðið, hlustar og er með hausinn á réttum stað. Það er auðvelt að vinna með svoleiðis leikmanni og ég var ánægður með þessa frumraun.“ Arnór Sveinn talaði vel um samherja sinn í hjarta varnarinnar hjá KR.Vísir/Vilhelm Arnór sagði að það hefði verið lykilatriði hvernig KR tókst að loka á uppspil Blikaliðsins. „Við vitum að þeir eru sterkir þar, þeir fara með marga menn í holurnar. Við þurftum fyrst og fremst að loka holunum fyrir aftan miðjuna og gerðum það rosa vel. Þá þurfum við að fara aftar því þeir eru með marga menn frammi þannig við lokuðum bara í holurnar fyrir framan okkur. Pálmi, Atli og Ægir gerðu það gríðarlega vel og svo sóttum við hratt,“ sagði Arnór Sveinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik KR Tengdar fréttir „Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57
„Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57