Smáhús í Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2021 16:30 Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Heilbrigðismál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun