Aðför gegn slysum eða fólki? Elías B Elíasson skrifar 24. apríl 2021 11:01 Það er merkilegur siður sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fylgt í umferðamálum á undanförnum árum að ákveða fyrst og reikna síðan eða jafn vel reikna alls ekki. Það læðist að sá grunur að þessi siður sé að breiðast út í borgarstjórnarkerfinu og hafi valdið meðal annars braggamálinu og fleiri uppákomum. Síðasta dæmið er tillagan um lækkun umferðahraða í Reykjavík. Fólk tekur áhættu í öllum sínum daglegu störfum og er þess vel meðvitað. Almenningur veit full vel að það er tilgangslaust að eyða öllum sínum kröftum í að verjast einni gerð slysa og gleyma öðrum. Þetta sjónarmið hefur t.d. verið áberandi í umræðunni um varnir gegn covid-faraldrinum, þar sem markmiðið er skýrt að fækka öllum dauðsföllum af öllum orsökum og efnahag þjóðarinnar um leið. Sama gildir um slysin. Verjast verður slysum af öllu tagi og verja efnahaginn um leið. Málin eru að taka á sig æ undarlegri blæ. Í tillögu sem lögð var fyrir Skipulags- og samgönguráð 22/3-2021 virðast megin ástæður lækkunar umferðahraða dregnar saman í þessari setningu. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir.“ Þarna er algerlega horft fram hjá því að það er einmitt skylda kjörinna fulltrúa hvort sem er í Borgarstjórn Reykjavíkur eða annarstaðar að vega saman ólíka hagsmuni og finna meðalveg í hverju máli. Öllum slysum ber að verjast en þeim vörnum verður að beina þangað sem mest gagn er að og þær mega ekki kosta þjóðfélagið meira en það getur lagt fram. Hvað mundu menn t.d. segja ef setningin væri svona: „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu sjómanna fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis fisk.“ Ætli mönnum mundi ekki hnykkja við. Umferðamálin hafa þá sérstöðu að þar er hægt að reikna út áhrif aðgerða í umferðinni og vega móti öðrum hagsmunum. Þetta hafa tryggingafélögin gert frá ómuna tíð, Vegagerðin hefur stundað þetta og hið opinbera gerir þetta þar sem við verður komið. Að framkvæma útreikninga fyrst, bera saman hagsmuni og taka ákvörðun með niðurstöður á borðinu eru góðar verklagsreglur Annað dæmi miklu eldra er hin óskiljanlega fælni borgarstjórnarmeirihlutans á mislægum gatnamótum. Það mátti ekki einu sinni nefna mislæg gatnamót í samgöngusáttmálanum, hvað þá sýna útreikninga á hagkvæmni slíkra gatnamóta í skýrslum sem gefnar eru út. Þeir sem hafa kynnt sér tillögur ÁS (Áhugafólk um samgöngur fyrir alla) á síðunni samgongurfyriralla.com vita þó að þau eru mjög hagkvæm. Þau er það besta sem hægt er að gera í umferð höfuðborgarsvæðisins núna hvort sem litið er til slysavarna eða kostnaðar vegna umferðatafa. Til dæmis, þá munu gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, önnur af tveim slysamestu gatnamótum landsins, borga sig upp á innan við ári en tæki heldur lengri tíma ef slysakostnaðurinn einn væri reiknaður. Það er algerlega óskiljanlegt hvernig hægt er réttlæta lækkun hámarkshraða í íbúahverfum Reykjavíkur undir því fororði að fækka slysum en horfa algerlega fram hjá mislægum gatnamótum. Enn eitt dæmið um að ákveða fyrst og reikna síðan eða ekki er sjálf Borgarlínan. Þar var um síðir birt ófullkomin skýrsla COWI-Mannvits um félagslega greiningu. Sú skýrsla er byggð á reikningum með umferðarlíkani sem ekki hefur verið stillt af fyrir höfuðborgarsvæðið, þannig að í þá reikninga vantar grundvallar forsendur. Að þunga Borgarlínan sem öllu átti að „redda“ nái auglýstum tilgangi sínum er borin von. ÁS hefur einnig lagt fram tillögur um létta Borgarlínu og sýnir þar viðleitni til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu með eins hagkvæmum aðgerðum og unnt er, enda nauðsynlegt. ÁS leggur þar til að spara 80 milljarða sem að hluta má verja til mislægra gatnamóta og fækka þannig slysum Fyrir löngu var ráðist gegn umferðarslysum í íbúðahverfum með lækkun hámarkshraða og upplýsingaátaki til slysavarna og ástandið þar nokkuð gott miðað við það sem áður var. Nú á aftur að ráðast að slysum þar en standa á sama tíma í vegi fyrir áhrifaríkum aðgerðum til að fækka slysum annars staðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru um þrír fjórðu af slysamestu gatnamótum landsins, flest í Reykjavík. Mislæg gatnamót eru áhrifaríkasta leiðin til að fækka slysum á þeim stöðum en þau vill borgarstjórnarmeirihlutinn ekki sjá. Það dæmi má ekki einu sinni reikna. Það er útilokað að borgarstjórnarmeirihlutinn viti þetta ekki. Þetta snýst varla lengur um slys á fólki. þetta lítur orðið út eins og aðför gegn fólkinu í Reykjavík og bílum þess með afleiðingum sem eru alvarlegar bæði fyrir heilsu fólks og efnahag. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Umferð Reykjavík Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er merkilegur siður sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fylgt í umferðamálum á undanförnum árum að ákveða fyrst og reikna síðan eða jafn vel reikna alls ekki. Það læðist að sá grunur að þessi siður sé að breiðast út í borgarstjórnarkerfinu og hafi valdið meðal annars braggamálinu og fleiri uppákomum. Síðasta dæmið er tillagan um lækkun umferðahraða í Reykjavík. Fólk tekur áhættu í öllum sínum daglegu störfum og er þess vel meðvitað. Almenningur veit full vel að það er tilgangslaust að eyða öllum sínum kröftum í að verjast einni gerð slysa og gleyma öðrum. Þetta sjónarmið hefur t.d. verið áberandi í umræðunni um varnir gegn covid-faraldrinum, þar sem markmiðið er skýrt að fækka öllum dauðsföllum af öllum orsökum og efnahag þjóðarinnar um leið. Sama gildir um slysin. Verjast verður slysum af öllu tagi og verja efnahaginn um leið. Málin eru að taka á sig æ undarlegri blæ. Í tillögu sem lögð var fyrir Skipulags- og samgönguráð 22/3-2021 virðast megin ástæður lækkunar umferðahraða dregnar saman í þessari setningu. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir.“ Þarna er algerlega horft fram hjá því að það er einmitt skylda kjörinna fulltrúa hvort sem er í Borgarstjórn Reykjavíkur eða annarstaðar að vega saman ólíka hagsmuni og finna meðalveg í hverju máli. Öllum slysum ber að verjast en þeim vörnum verður að beina þangað sem mest gagn er að og þær mega ekki kosta þjóðfélagið meira en það getur lagt fram. Hvað mundu menn t.d. segja ef setningin væri svona: „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu sjómanna fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis fisk.“ Ætli mönnum mundi ekki hnykkja við. Umferðamálin hafa þá sérstöðu að þar er hægt að reikna út áhrif aðgerða í umferðinni og vega móti öðrum hagsmunum. Þetta hafa tryggingafélögin gert frá ómuna tíð, Vegagerðin hefur stundað þetta og hið opinbera gerir þetta þar sem við verður komið. Að framkvæma útreikninga fyrst, bera saman hagsmuni og taka ákvörðun með niðurstöður á borðinu eru góðar verklagsreglur Annað dæmi miklu eldra er hin óskiljanlega fælni borgarstjórnarmeirihlutans á mislægum gatnamótum. Það mátti ekki einu sinni nefna mislæg gatnamót í samgöngusáttmálanum, hvað þá sýna útreikninga á hagkvæmni slíkra gatnamóta í skýrslum sem gefnar eru út. Þeir sem hafa kynnt sér tillögur ÁS (Áhugafólk um samgöngur fyrir alla) á síðunni samgongurfyriralla.com vita þó að þau eru mjög hagkvæm. Þau er það besta sem hægt er að gera í umferð höfuðborgarsvæðisins núna hvort sem litið er til slysavarna eða kostnaðar vegna umferðatafa. Til dæmis, þá munu gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, önnur af tveim slysamestu gatnamótum landsins, borga sig upp á innan við ári en tæki heldur lengri tíma ef slysakostnaðurinn einn væri reiknaður. Það er algerlega óskiljanlegt hvernig hægt er réttlæta lækkun hámarkshraða í íbúahverfum Reykjavíkur undir því fororði að fækka slysum en horfa algerlega fram hjá mislægum gatnamótum. Enn eitt dæmið um að ákveða fyrst og reikna síðan eða ekki er sjálf Borgarlínan. Þar var um síðir birt ófullkomin skýrsla COWI-Mannvits um félagslega greiningu. Sú skýrsla er byggð á reikningum með umferðarlíkani sem ekki hefur verið stillt af fyrir höfuðborgarsvæðið, þannig að í þá reikninga vantar grundvallar forsendur. Að þunga Borgarlínan sem öllu átti að „redda“ nái auglýstum tilgangi sínum er borin von. ÁS hefur einnig lagt fram tillögur um létta Borgarlínu og sýnir þar viðleitni til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu með eins hagkvæmum aðgerðum og unnt er, enda nauðsynlegt. ÁS leggur þar til að spara 80 milljarða sem að hluta má verja til mislægra gatnamóta og fækka þannig slysum Fyrir löngu var ráðist gegn umferðarslysum í íbúðahverfum með lækkun hámarkshraða og upplýsingaátaki til slysavarna og ástandið þar nokkuð gott miðað við það sem áður var. Nú á aftur að ráðast að slysum þar en standa á sama tíma í vegi fyrir áhrifaríkum aðgerðum til að fækka slysum annars staðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru um þrír fjórðu af slysamestu gatnamótum landsins, flest í Reykjavík. Mislæg gatnamót eru áhrifaríkasta leiðin til að fækka slysum á þeim stöðum en þau vill borgarstjórnarmeirihlutinn ekki sjá. Það dæmi má ekki einu sinni reikna. Það er útilokað að borgarstjórnarmeirihlutinn viti þetta ekki. Þetta snýst varla lengur um slys á fólki. þetta lítur orðið út eins og aðför gegn fólkinu í Reykjavík og bílum þess með afleiðingum sem eru alvarlegar bæði fyrir heilsu fólks og efnahag. Höfundur er verkfræðingur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun