Gerum betur í fasteignaviðskiptum Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G Harðarson skrifa 31. mars 2021 08:00 Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun