Gerum betur í fasteignaviðskiptum Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G Harðarson skrifa 31. mars 2021 08:00 Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun