Fjölskyldan fari saman í sumarfrí Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. mars 2021 11:31 Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Eins og fram kom í nýlegri viðhorfskönnun meðal foreldra, eru 97% þeirra mjög eða frekar ánægðir með framkvæmd sumarleikskóla undanfarin tvö ár. Fjölskyldan fari saman í frí Almennt þarf sumarorlof að dreifast yfir alla sumarmánuðina. Það getur því skapað heilabrot fyrir fjölskyldur að þurfa skipuleggja sig í kringum lokun leikskóla í júlí. Það er því að mínu mati mikið jafnréttismál að geta valið hvenær farið er í sumarfrí með börnin sín og því eru sumarleikskólarnir mikið framfaraskref. Margir foreldrar geta tekið sumarorlof í júlí og velja að vera í leyfi á meðan leikskólinn er lokaður. Júlí er enda vinsælasti sumarleyfismánuðurinn. En það eru ekki allir foreldrar sem geta skipulagt sig þannig. Þeir þyrftu því að leggjast yfir flókið púsluspil til að tryggja barninu sínu örugga vistun þar til foreldrarnir komast í frí, ef ekki væri fyrir sumarleikskóla. Það eru ekki allir foreldrar með sterkt bakland til að leita til, afa og ömmur eða skyldfólk sem er tilbúið til að passa krílin. Opnun sumarleikskóla var eitt af fjölmörgum stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála 2018. Viðtökurnar við þessari auknu þjónustu hafa verið mjög góðar. Við vitum að það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að mæta mismunandi þörfum borgarbúa með því að gefa þeim val - frelsi til að skipuleggja sumarfríið á sínum forsendum. Sex sumarleikskólar Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, einn í hverju hverfi borgarinnar. Foreldrar barna sem eru ekki í einum af þessum sex leikskólum geta óskað eftir því að börnin flytjist yfir í sumarleikskóla á meðan þeirra skóli er lokaður. Starfsmenn frá leikskóla barnanna flytjast einnig yfir á sumarleikskólann. Þeir leikskólar sem verða opnir í allt sumar eru: Bakkaborg í Breiðholti Drafnarsteinn í Vesturbæ Engjaborg í Grafarvogi Langholt í Laugardal/Háaleiti Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum Öll leikskólabörn í Reykjavík þurfa að taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Í sérhverjum leikskóla, utan þeirra sex sem verða opnir í allt sumar, er sumarlokun ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Skráning í sumarleikskóla fer fram í öllum leikskólum borgarinnar. Njótum sumarleyfisins með fjölskyldunni þegar við viljum fara í sumarleyfi. Sumarleyfið þarf ekki að stýrast af því hvenær leikskólinn fer í frí. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Eins og fram kom í nýlegri viðhorfskönnun meðal foreldra, eru 97% þeirra mjög eða frekar ánægðir með framkvæmd sumarleikskóla undanfarin tvö ár. Fjölskyldan fari saman í frí Almennt þarf sumarorlof að dreifast yfir alla sumarmánuðina. Það getur því skapað heilabrot fyrir fjölskyldur að þurfa skipuleggja sig í kringum lokun leikskóla í júlí. Það er því að mínu mati mikið jafnréttismál að geta valið hvenær farið er í sumarfrí með börnin sín og því eru sumarleikskólarnir mikið framfaraskref. Margir foreldrar geta tekið sumarorlof í júlí og velja að vera í leyfi á meðan leikskólinn er lokaður. Júlí er enda vinsælasti sumarleyfismánuðurinn. En það eru ekki allir foreldrar sem geta skipulagt sig þannig. Þeir þyrftu því að leggjast yfir flókið púsluspil til að tryggja barninu sínu örugga vistun þar til foreldrarnir komast í frí, ef ekki væri fyrir sumarleikskóla. Það eru ekki allir foreldrar með sterkt bakland til að leita til, afa og ömmur eða skyldfólk sem er tilbúið til að passa krílin. Opnun sumarleikskóla var eitt af fjölmörgum stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála 2018. Viðtökurnar við þessari auknu þjónustu hafa verið mjög góðar. Við vitum að það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að mæta mismunandi þörfum borgarbúa með því að gefa þeim val - frelsi til að skipuleggja sumarfríið á sínum forsendum. Sex sumarleikskólar Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, einn í hverju hverfi borgarinnar. Foreldrar barna sem eru ekki í einum af þessum sex leikskólum geta óskað eftir því að börnin flytjist yfir í sumarleikskóla á meðan þeirra skóli er lokaður. Starfsmenn frá leikskóla barnanna flytjast einnig yfir á sumarleikskólann. Þeir leikskólar sem verða opnir í allt sumar eru: Bakkaborg í Breiðholti Drafnarsteinn í Vesturbæ Engjaborg í Grafarvogi Langholt í Laugardal/Háaleiti Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum Öll leikskólabörn í Reykjavík þurfa að taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Í sérhverjum leikskóla, utan þeirra sex sem verða opnir í allt sumar, er sumarlokun ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Skráning í sumarleikskóla fer fram í öllum leikskólum borgarinnar. Njótum sumarleyfisins með fjölskyldunni þegar við viljum fara í sumarleyfi. Sumarleyfið þarf ekki að stýrast af því hvenær leikskólinn fer í frí. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun