Fjölskyldan fari saman í sumarfrí Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. mars 2021 11:31 Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Eins og fram kom í nýlegri viðhorfskönnun meðal foreldra, eru 97% þeirra mjög eða frekar ánægðir með framkvæmd sumarleikskóla undanfarin tvö ár. Fjölskyldan fari saman í frí Almennt þarf sumarorlof að dreifast yfir alla sumarmánuðina. Það getur því skapað heilabrot fyrir fjölskyldur að þurfa skipuleggja sig í kringum lokun leikskóla í júlí. Það er því að mínu mati mikið jafnréttismál að geta valið hvenær farið er í sumarfrí með börnin sín og því eru sumarleikskólarnir mikið framfaraskref. Margir foreldrar geta tekið sumarorlof í júlí og velja að vera í leyfi á meðan leikskólinn er lokaður. Júlí er enda vinsælasti sumarleyfismánuðurinn. En það eru ekki allir foreldrar sem geta skipulagt sig þannig. Þeir þyrftu því að leggjast yfir flókið púsluspil til að tryggja barninu sínu örugga vistun þar til foreldrarnir komast í frí, ef ekki væri fyrir sumarleikskóla. Það eru ekki allir foreldrar með sterkt bakland til að leita til, afa og ömmur eða skyldfólk sem er tilbúið til að passa krílin. Opnun sumarleikskóla var eitt af fjölmörgum stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála 2018. Viðtökurnar við þessari auknu þjónustu hafa verið mjög góðar. Við vitum að það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að mæta mismunandi þörfum borgarbúa með því að gefa þeim val - frelsi til að skipuleggja sumarfríið á sínum forsendum. Sex sumarleikskólar Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, einn í hverju hverfi borgarinnar. Foreldrar barna sem eru ekki í einum af þessum sex leikskólum geta óskað eftir því að börnin flytjist yfir í sumarleikskóla á meðan þeirra skóli er lokaður. Starfsmenn frá leikskóla barnanna flytjast einnig yfir á sumarleikskólann. Þeir leikskólar sem verða opnir í allt sumar eru: Bakkaborg í Breiðholti Drafnarsteinn í Vesturbæ Engjaborg í Grafarvogi Langholt í Laugardal/Háaleiti Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum Öll leikskólabörn í Reykjavík þurfa að taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Í sérhverjum leikskóla, utan þeirra sex sem verða opnir í allt sumar, er sumarlokun ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Skráning í sumarleikskóla fer fram í öllum leikskólum borgarinnar. Njótum sumarleyfisins með fjölskyldunni þegar við viljum fara í sumarleyfi. Sumarleyfið þarf ekki að stýrast af því hvenær leikskólinn fer í frí. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Eins og fram kom í nýlegri viðhorfskönnun meðal foreldra, eru 97% þeirra mjög eða frekar ánægðir með framkvæmd sumarleikskóla undanfarin tvö ár. Fjölskyldan fari saman í frí Almennt þarf sumarorlof að dreifast yfir alla sumarmánuðina. Það getur því skapað heilabrot fyrir fjölskyldur að þurfa skipuleggja sig í kringum lokun leikskóla í júlí. Það er því að mínu mati mikið jafnréttismál að geta valið hvenær farið er í sumarfrí með börnin sín og því eru sumarleikskólarnir mikið framfaraskref. Margir foreldrar geta tekið sumarorlof í júlí og velja að vera í leyfi á meðan leikskólinn er lokaður. Júlí er enda vinsælasti sumarleyfismánuðurinn. En það eru ekki allir foreldrar sem geta skipulagt sig þannig. Þeir þyrftu því að leggjast yfir flókið púsluspil til að tryggja barninu sínu örugga vistun þar til foreldrarnir komast í frí, ef ekki væri fyrir sumarleikskóla. Það eru ekki allir foreldrar með sterkt bakland til að leita til, afa og ömmur eða skyldfólk sem er tilbúið til að passa krílin. Opnun sumarleikskóla var eitt af fjölmörgum stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála 2018. Viðtökurnar við þessari auknu þjónustu hafa verið mjög góðar. Við vitum að það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að mæta mismunandi þörfum borgarbúa með því að gefa þeim val - frelsi til að skipuleggja sumarfríið á sínum forsendum. Sex sumarleikskólar Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, einn í hverju hverfi borgarinnar. Foreldrar barna sem eru ekki í einum af þessum sex leikskólum geta óskað eftir því að börnin flytjist yfir í sumarleikskóla á meðan þeirra skóli er lokaður. Starfsmenn frá leikskóla barnanna flytjast einnig yfir á sumarleikskólann. Þeir leikskólar sem verða opnir í allt sumar eru: Bakkaborg í Breiðholti Drafnarsteinn í Vesturbæ Engjaborg í Grafarvogi Langholt í Laugardal/Háaleiti Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum Öll leikskólabörn í Reykjavík þurfa að taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Í sérhverjum leikskóla, utan þeirra sex sem verða opnir í allt sumar, er sumarlokun ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Skráning í sumarleikskóla fer fram í öllum leikskólum borgarinnar. Njótum sumarleyfisins með fjölskyldunni þegar við viljum fara í sumarleyfi. Sumarleyfið þarf ekki að stýrast af því hvenær leikskólinn fer í frí. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun