Nýjar búgreinar og blómstrandi sveitir Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 24. mars 2021 10:32 Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Sem betur fer hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum. Sjávarútvegurinn er orðinn tæknivæddur og nýjar búgreinar og búskaparhættir hafa breytt meiru en nokkurn gat órað fyrir. Þrátt fyrir þetta er kjarni lífsbaráttunnar enn sá sami. Við verðum að nýta það sem náttúran gefur af virðingu og skynsemi. Verðmætir vænlegir vaxtarbroddar Þótt ég sitji nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn er ég samt fyrst og fremst bóndi. Fáir skilja það líklega betur en við bændurnir að nýsköpun í landbúnaði er forsenda þess að sveitirnar blómstri um ókomin ár. Sem betur fer eigum við mörg dæmi um farsælar nýjungar í búvöruframleiðslu. Nú um stundir eru vænlegustu vaxtarbroddarnir líklega þar sem samruni er á milli landbúnaðar og vísinda eins og líftækni. Eitt fyrirtækið í þeim geira framleiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Gjaldeyrisskapandi nýsköpun Fyrirtækið er til fyrirmyndar á alla vegu. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa árlegar gjaldeyristekjur upp á einn og hálfan milljarð. Þetta hjálpar ekki bara hinum dreifðari byggðum og bændum í öllum landshlutum að skjóta styrkari stoðum undir búskapinn. Þessi nýja búgrein er dýralæknum líka aukin verkefni og býr til góð störf. Blóðgjöf til lyfjaframleiðslu er að verða ein allra öflugasta nýja búgreinin á Íslandi. Blóðgjöfin er dýrunum meinalaus Um 5.000 hryssur eru í verkefninu og blóðgjöfin er framkvæmd af dýralæknum að undangenginni staðdeyfingu. Blóðgjöf er að hámarki 5 lítrar í hvert sinn. Vel er farið með dýrin fyrir blóðgjöf, á meðan hún er framkvæmd og að henni lokinni. Að jafnaði gefur hryssa blóð fimm sinnum á sumri og aldrei oftar en átta sinnum. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er öruggt fyrir hryssurnar, þeim verður ekki meint af og ekki er eitt einasta dæmi um að dýr hafi drepist vegna blóðgjafar. Sérstakir velferðarsamningar Fyrirtækið gerir sérstaka velferðarsamninga við alla sína eitt hundrað bændur, og það er eftirtektarvert að þau bú sem eru í samstarfi við Ísteka hafa mörg hver bætt sig í allri umhirðu og umgjörð. Þetta má líklega rekja til þess að bændurnir fara eftir sérstakri gæðahandbók og starfa samkvæmt fyrrnefndum velferðarsamningum. Fyrir utan það að blóðgjöfin er framkvæmd af dýralækni eins og fyrr segir, þá er allt ferlið undir opinberu eftirliti Matvælastofnunnar. Öflug dýravelferð er bændum eðlislæg Því miður eiga bændur, landsbyggðin og þetta fyrirtæki sér óvildarmenn sem hafa dreift óhróðri um starfsemina. Ómálefnaleg gagnrýni, sem byggir á röngum upplýsingum eða hreinum ósannindum, hittir auðvitað helst í mark fyrir það fólk sem í henni stendur. Fullyrða má að öll umgjörðin um blóðgjafir á Íslandi sé til fyrirmyndar, hvort sem er í íslenskum eða alþjóðlegum samanburði. Ég fagna því að sjá nýjar búgreinar verða til sem hjálpa Íslandi að blómstra. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Sem betur fer hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum. Sjávarútvegurinn er orðinn tæknivæddur og nýjar búgreinar og búskaparhættir hafa breytt meiru en nokkurn gat órað fyrir. Þrátt fyrir þetta er kjarni lífsbaráttunnar enn sá sami. Við verðum að nýta það sem náttúran gefur af virðingu og skynsemi. Verðmætir vænlegir vaxtarbroddar Þótt ég sitji nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn er ég samt fyrst og fremst bóndi. Fáir skilja það líklega betur en við bændurnir að nýsköpun í landbúnaði er forsenda þess að sveitirnar blómstri um ókomin ár. Sem betur fer eigum við mörg dæmi um farsælar nýjungar í búvöruframleiðslu. Nú um stundir eru vænlegustu vaxtarbroddarnir líklega þar sem samruni er á milli landbúnaðar og vísinda eins og líftækni. Eitt fyrirtækið í þeim geira framleiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Gjaldeyrisskapandi nýsköpun Fyrirtækið er til fyrirmyndar á alla vegu. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa árlegar gjaldeyristekjur upp á einn og hálfan milljarð. Þetta hjálpar ekki bara hinum dreifðari byggðum og bændum í öllum landshlutum að skjóta styrkari stoðum undir búskapinn. Þessi nýja búgrein er dýralæknum líka aukin verkefni og býr til góð störf. Blóðgjöf til lyfjaframleiðslu er að verða ein allra öflugasta nýja búgreinin á Íslandi. Blóðgjöfin er dýrunum meinalaus Um 5.000 hryssur eru í verkefninu og blóðgjöfin er framkvæmd af dýralæknum að undangenginni staðdeyfingu. Blóðgjöf er að hámarki 5 lítrar í hvert sinn. Vel er farið með dýrin fyrir blóðgjöf, á meðan hún er framkvæmd og að henni lokinni. Að jafnaði gefur hryssa blóð fimm sinnum á sumri og aldrei oftar en átta sinnum. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er öruggt fyrir hryssurnar, þeim verður ekki meint af og ekki er eitt einasta dæmi um að dýr hafi drepist vegna blóðgjafar. Sérstakir velferðarsamningar Fyrirtækið gerir sérstaka velferðarsamninga við alla sína eitt hundrað bændur, og það er eftirtektarvert að þau bú sem eru í samstarfi við Ísteka hafa mörg hver bætt sig í allri umhirðu og umgjörð. Þetta má líklega rekja til þess að bændurnir fara eftir sérstakri gæðahandbók og starfa samkvæmt fyrrnefndum velferðarsamningum. Fyrir utan það að blóðgjöfin er framkvæmd af dýralækni eins og fyrr segir, þá er allt ferlið undir opinberu eftirliti Matvælastofnunnar. Öflug dýravelferð er bændum eðlislæg Því miður eiga bændur, landsbyggðin og þetta fyrirtæki sér óvildarmenn sem hafa dreift óhróðri um starfsemina. Ómálefnaleg gagnrýni, sem byggir á röngum upplýsingum eða hreinum ósannindum, hittir auðvitað helst í mark fyrir það fólk sem í henni stendur. Fullyrða má að öll umgjörðin um blóðgjafir á Íslandi sé til fyrirmyndar, hvort sem er í íslenskum eða alþjóðlegum samanburði. Ég fagna því að sjá nýjar búgreinar verða til sem hjálpa Íslandi að blómstra. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun