Dagur Norðurlanda og áherslur á loftslagsmál Davíð Stefánsson skrifar 23. mars 2021 16:30 Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár. Því er ástæða til að rifja upp samvinnu ríkjanna og hverju þau hafa áorkað. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísar veginn. Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði. Umhverfis- og loftslagsmál Áhersla er á samvinnu gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, sem og hringrásarhagkerfi er heldur neyslu og framleiðslu innan náttúrulegra þolmarka. Þetta kallar einnig á samstarf ríkja um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun, græna fjármögnun og nýsköpun sem er til þess fallin að bæta umhverfið. Vinaríkin á Norðurlöndum hafa í áratugi átt með sér árangursríkt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Á seinni árum hefur þetta samstarf styrkst um leið og áskoranirnar hafa orðið fleiri og stærri. Flestum verður ljósara að einungis með alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og loftslag munu brýn sameiginleg markmið nást. Styðja verður fátækustu ríki heims á þessu sviði. NDF: Loftslagstengd þróunarverkefni Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, vinnur að þessari framtíðarsýn. Hann veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Ennfremur er ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti um leið er fjármagni beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig er sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum eru þannig líklegri til að njóta stuðnings. Samkvæmt stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Veitt eru margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Þrjú dæmi Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála: ·Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra. ·Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. ·Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum. Höfundur er stjórnarmaður í Þróunarsjóði Norðurlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Stefánsson Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár. Því er ástæða til að rifja upp samvinnu ríkjanna og hverju þau hafa áorkað. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísar veginn. Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði. Umhverfis- og loftslagsmál Áhersla er á samvinnu gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, sem og hringrásarhagkerfi er heldur neyslu og framleiðslu innan náttúrulegra þolmarka. Þetta kallar einnig á samstarf ríkja um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun, græna fjármögnun og nýsköpun sem er til þess fallin að bæta umhverfið. Vinaríkin á Norðurlöndum hafa í áratugi átt með sér árangursríkt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Á seinni árum hefur þetta samstarf styrkst um leið og áskoranirnar hafa orðið fleiri og stærri. Flestum verður ljósara að einungis með alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og loftslag munu brýn sameiginleg markmið nást. Styðja verður fátækustu ríki heims á þessu sviði. NDF: Loftslagstengd þróunarverkefni Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, vinnur að þessari framtíðarsýn. Hann veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Ennfremur er ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti um leið er fjármagni beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig er sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum eru þannig líklegri til að njóta stuðnings. Samkvæmt stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Veitt eru margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Þrjú dæmi Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála: ·Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra. ·Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. ·Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum. Höfundur er stjórnarmaður í Þróunarsjóði Norðurlanda.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun