Dagur Norðurlanda og áherslur á loftslagsmál Davíð Stefánsson skrifar 23. mars 2021 16:30 Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár. Því er ástæða til að rifja upp samvinnu ríkjanna og hverju þau hafa áorkað. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísar veginn. Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði. Umhverfis- og loftslagsmál Áhersla er á samvinnu gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, sem og hringrásarhagkerfi er heldur neyslu og framleiðslu innan náttúrulegra þolmarka. Þetta kallar einnig á samstarf ríkja um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun, græna fjármögnun og nýsköpun sem er til þess fallin að bæta umhverfið. Vinaríkin á Norðurlöndum hafa í áratugi átt með sér árangursríkt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Á seinni árum hefur þetta samstarf styrkst um leið og áskoranirnar hafa orðið fleiri og stærri. Flestum verður ljósara að einungis með alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og loftslag munu brýn sameiginleg markmið nást. Styðja verður fátækustu ríki heims á þessu sviði. NDF: Loftslagstengd þróunarverkefni Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, vinnur að þessari framtíðarsýn. Hann veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Ennfremur er ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti um leið er fjármagni beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig er sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum eru þannig líklegri til að njóta stuðnings. Samkvæmt stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Veitt eru margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Þrjú dæmi Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála: ·Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra. ·Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. ·Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum. Höfundur er stjórnarmaður í Þróunarsjóði Norðurlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Stefánsson Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár. Því er ástæða til að rifja upp samvinnu ríkjanna og hverju þau hafa áorkað. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísar veginn. Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði. Umhverfis- og loftslagsmál Áhersla er á samvinnu gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, sem og hringrásarhagkerfi er heldur neyslu og framleiðslu innan náttúrulegra þolmarka. Þetta kallar einnig á samstarf ríkja um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun, græna fjármögnun og nýsköpun sem er til þess fallin að bæta umhverfið. Vinaríkin á Norðurlöndum hafa í áratugi átt með sér árangursríkt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Á seinni árum hefur þetta samstarf styrkst um leið og áskoranirnar hafa orðið fleiri og stærri. Flestum verður ljósara að einungis með alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og loftslag munu brýn sameiginleg markmið nást. Styðja verður fátækustu ríki heims á þessu sviði. NDF: Loftslagstengd þróunarverkefni Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, vinnur að þessari framtíðarsýn. Hann veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Ennfremur er ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti um leið er fjármagni beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig er sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum eru þannig líklegri til að njóta stuðnings. Samkvæmt stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Veitt eru margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Þrjú dæmi Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála: ·Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra. ·Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. ·Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum. Höfundur er stjórnarmaður í Þróunarsjóði Norðurlanda.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun