Fasteignasalar á hálum ís? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G. Harðarson skrifa 19. mars 2021 07:31 Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun