Fasteignasalar á hálum ís? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G. Harðarson skrifa 19. mars 2021 07:31 Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun