Að eiga í engin hús að venda Egill Þór Jónsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifa 16. mars 2021 08:00 Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Félagsmál Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar