Að eiga í engin hús að venda Egill Þór Jónsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifa 16. mars 2021 08:00 Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Félagsmál Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar