Hvaðan koma vextirnir? Indriði Stefánsson skrifar 10. mars 2021 08:31 Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Íslenskir bankar Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun