Frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta Geir Finnsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Reykjavík Samgöngur Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun