Frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta Geir Finnsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Reykjavík Samgöngur Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun