Framtíðin er björt – gerum þetta saman! Ágúst Bjarni Garðarsson, Lovísa Traustadóttir og Ó. Ingi Tómasson skrifa 3. febrúar 2021 17:00 Það var dapurlegt að lesa grein varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í skipulags- og byggingarráði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Grein sem hann síðan fylgdi eftir með útvarpsviðtali á Bylgjunni. Það sem einkennir málflutning Samfylkingarinnar er að hér sé ekkert að gerast og hringlandaháttur í vinnubrögðum meirihlutans sé ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði. Við skulum vera sanngjörn og segja: sú þróun er ekki góð. En hver er ástæðan og hvað er framundan? Förum yfir nokkur atriði. Nýbyggingarsvæði Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og ætla má að síðustu lóðunum í því hverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs í næstu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis. Eins og við flest vitum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, þar sem nú þegar búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 900 íbúðum. Þessi fjöldi íbúða þýðir fjölgun um 3000 íbúa – bara á þessu nýbyggingarsvæði og munu byggingaframkvæmdir hefjist á vormánuðum. Við þetta má bæta að framkvæmdum við Ásvallabraut mun ljúka á þessu ári sem verður mikil samgöngubót fyrir okkur Hafnfirðinga og þá sérstaklega nýja og væntanlega íbúa þessara hverfa. Hraun vestur – þétting byggðar Fulltrúa Samfylkingarinnar láðist af einhverjum ástæðum að minnast á þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur - Gjótur. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Hvers vegna minnist fulltrúi Samfylkingarinnar ekki einu orði á þessa kröftugu uppbygginu sem þar er að hefjast og á svæði sem er á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar? Gæti það verið vegna þess að Samfylkingin hefur ítrekað lagst gegn uppbyggingu á svæðinu og greitt atkvæði gegn málinu? Það er von að spurt sé. Önnur þéttingarverkefni fara í úthlutun þegar skipulag liggur fyrir og má þar sérstaklega nefna Hjallabraut og Hlíðarbraut, en gera má ráð fyrir að þær lóðir verði mjög eftirsóttar. Dvergsreiturinn svokallaði er í einkaeigu og eru lóðarhafar nú að vinna að fullnaðarteikningum í samræmi við þá áætlun sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum og tekið hefur verið fyrir á fundum bæjarráðs. Förum rétt með staðreyndir Það er ekki góð þróun að röngum upplýsingum sé stöðugt veifað framan í bæjarbúa. Nú er mál að linni og hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp. Gerum þetta nú saman – bæjarfélaginu okkar og samfélaginu hér til heilla. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Lovísa Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarráði Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að lesa grein varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í skipulags- og byggingarráði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Grein sem hann síðan fylgdi eftir með útvarpsviðtali á Bylgjunni. Það sem einkennir málflutning Samfylkingarinnar er að hér sé ekkert að gerast og hringlandaháttur í vinnubrögðum meirihlutans sé ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði. Við skulum vera sanngjörn og segja: sú þróun er ekki góð. En hver er ástæðan og hvað er framundan? Förum yfir nokkur atriði. Nýbyggingarsvæði Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og ætla má að síðustu lóðunum í því hverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs í næstu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis. Eins og við flest vitum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, þar sem nú þegar búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 900 íbúðum. Þessi fjöldi íbúða þýðir fjölgun um 3000 íbúa – bara á þessu nýbyggingarsvæði og munu byggingaframkvæmdir hefjist á vormánuðum. Við þetta má bæta að framkvæmdum við Ásvallabraut mun ljúka á þessu ári sem verður mikil samgöngubót fyrir okkur Hafnfirðinga og þá sérstaklega nýja og væntanlega íbúa þessara hverfa. Hraun vestur – þétting byggðar Fulltrúa Samfylkingarinnar láðist af einhverjum ástæðum að minnast á þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur - Gjótur. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Hvers vegna minnist fulltrúi Samfylkingarinnar ekki einu orði á þessa kröftugu uppbygginu sem þar er að hefjast og á svæði sem er á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar? Gæti það verið vegna þess að Samfylkingin hefur ítrekað lagst gegn uppbyggingu á svæðinu og greitt atkvæði gegn málinu? Það er von að spurt sé. Önnur þéttingarverkefni fara í úthlutun þegar skipulag liggur fyrir og má þar sérstaklega nefna Hjallabraut og Hlíðarbraut, en gera má ráð fyrir að þær lóðir verði mjög eftirsóttar. Dvergsreiturinn svokallaði er í einkaeigu og eru lóðarhafar nú að vinna að fullnaðarteikningum í samræmi við þá áætlun sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum og tekið hefur verið fyrir á fundum bæjarráðs. Förum rétt með staðreyndir Það er ekki góð þróun að röngum upplýsingum sé stöðugt veifað framan í bæjarbúa. Nú er mál að linni og hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp. Gerum þetta nú saman – bæjarfélaginu okkar og samfélaginu hér til heilla. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Lovísa Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarráði Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun