Umfjöllun og viðtöl: KR - Höttur 113-108 | Naumur sigur meistaranna á nýliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 21:45 Ty Sabin skoraði 29 stig gegn Hetti. vísir/vilhelm KR vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Hött að velli, 113-108, í DHL-höllinni í 4. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Hattarmenn hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu. KR-ingar voru ekki líklegir til afreka lengi vel og lentu mest sextán stigum undir. En þeir náðu sterku áhlaupi um miðjan 3. leikhluta, skoruðu fimmtán stig í röð og reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin. Hattarmenn voru ekki með neina minnimáttarkennd í DHL-höllinni, byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótlega undirtökunum. Þeir leiddu nær allan fyrri hálfleikinn og náðu mest þrettán stiga forskoti. Smávaxnir KR-ingar áttu í vandræðum undir körfunni og Hattarmenn tóku tólf fleiri fráköst í fyrri hálfleik (23-11). KR-vörnin var mjög slök og gestirnir skoruðu að vild. Matej Karlovic naut sín sérstaklega vel og skoraði nítján stig í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 51-61, Hetti í vil. Auk þess að vera sterkari undir körfunni hittu gestirnir vel fyrir utan í fyrri hálfleik (46 prósent). Sem betur fer fyrir heimamenn gerðu þeir það líka (42 prósent). Höttur byrjaði seinni hálfleikinn af sama krafti og var í liðinu í þeim fyrri og náði mest sextán stiga forskoti. Í stöðunni 55-71 rönkuðu heimamenn við sér, skoruðu sautján stig gegn tveimur, þar á meðal fimmtán stig í röð, og jöfnuðu í 73-73. Ty Sabin kom KR svo yfir, 76-75, eftir að hafa sett niður þrjú vítaskot. Liðin skiptust á forystunni það sem eftir lifði 3. leikhluta en Höttur leiddi með einu stigi að honum loknum, 86-87. KR-ingar voru samt með vindinn í bakið fyrir lokaleikhlutann og nýttu sér meðbyrinn. Þeir þéttu vörnina, héldu áfram að negla niður skotum og komust mest níu stigum yfir, 99-90. Hattarmenn svöruðu með átta stigum í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, 99-98. Lokakaflinn var svo gríðarlega spennandi en reynsla KR-inga vóg þar þungt. Þeir settu niður stór skot, kláruðu vítin sín og börðust vel í fráköstunum gegn mun hávaxnari Hattarmönnum. Á endanum munaði fimm stigum á liðunum, 113-108. KR er í 6. sæti deildarinnar en Höttur í því tólfta og neðsta. Af hverju vann KR? KR-ingar settu upp skotsýningu í 3. leikhluta og komu sér þannig inn í leikinn. Þeir hertu svo vörnina í 4. leikhluta og frákastabaráttan jafnaðist í seinni hálfleik. KR skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum og var með 46 prósent nýtingu fyrir utan. Hverjir stóðu upp úr? KR fékk framlag úr mörgum áttum í kvöld. Sabin var stigahæstur með 29 stig en þurfti 26 skot til að ná þeim. Matthías Orri Sigurðarson var besti leikmaður KR með 23 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Brynjar Þór Björnsson skoraði nítján stig og var frábær í 3. leikhluta þegar KR náði áhlaupinu öfluga. Þá komu Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Veigar Áki Hlynsson og Alexander Óðinn Knudsen með mikilvægt framlag. Michael Mallroy var stigahæstur Hattarmanna með 29 stig en hann dró sóknarvagn gestanna í seinni hálfleik. Karlovic var öflugur í fyrri hálfleik en gaf eftir í þeim seinni. Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 22 stig og Dino Stipcic átti góðan leik á sínum gamla heimavelli, skoraði sautján stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hvað gekk illa? Vörn KR-inga hélt hvorki vatni né vindum í fyrri hálfleik enda fékk liðið þá á sig 61 stig, tíu stigum minna en í öllum leiknum gegn Val í síðustu umferð. Þá átti KR í fyrirsjáanlegum vandræðum undir körfunni og í frákastabaráttunni. Í seinni hálfleik bilaði vörn Hattar svo um munaði og liðið fékk þá á sig 62 stig. Þá héldu gestirnir ekki alveg sama dampi í sókninni og náðu ekki að nýta sér yfirburðina undir körfunni eins vel og í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á sunnudaginn. KR-ingar fara til Akureyrar og mæta þar Þórsurum á meðan Hattarmenn taka á móti Tindastóli á Egilsstöðum. Darri Freyr: Örugglega spennufall frá Valsleiknum KR-ingarnir hans Darra Freys Atlasonar eru komnir á sigurbraut.vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, segist hafa búist við erfiðum leik gegn Hetti í kvöld. „Það var örugglega eitthvað spennufall frá þessum Valsleik sem var mjög tilfinningaþrunginn. Svo eru Hattarmenn með fullt af gaurum sem við eigum erfitt með út af liðssamsetningunni okkar,“ sagði Darri eftir leik og vísaði til þess að KR-ingar eru ekki með stóran mann um þessar mundir. „Mér fannst við samt ná að búa til styrkleika úr þessum skrítnu stöðum og það var sennilega það sem sigldi þessu heim.“ Darri var alls ekki ánægður með varnarleik KR í fyrri hálfleik enda fékk liðið þá á sig 61 stig. „Lykilinn var að stoppa og þá náðum við að keyra upp hraðann. Fyrir svona lið sem er með fleiri stóra og hæga leikmenn er erfitt að dekka okkur. Í fyrri hálfleik tókum við boltann úr körfunni í hverri einustu sókn. Þá þurftum við alltaf að stilla upp og náðum ekki okkar takti,“ sagði Darri. KR samdi við Brandon Nazione, Bandaríkjamann með ítalskt ríkisfang, í vikunni. Hann á að hjálpa lágvöxnum KR-liði undir körfunni. „Hann er bara í vélinni núna. Hann þarf bara að sitja af sér sóttkví,“ sagði Darri um nýja manninn. Helgi Már Magnússon var fjarri góðu gamni í kvöld. „Hann var bara upptekinn í vinnu. Það er víst bara hluti af þessari deild sem við spilum í,“ sagði Darri að lokum. Viðar: KR svínhitti í dag Viðar Örn Hafsteinsson (lengst til hægri) var sáttur með frammistöðuna en ekki niðurstöðuna gegn KR.höttur „Smá trú og þor til að taka þetta,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, aðspurður hvað hafi vantað upp á hjá hans mönnum til að vinna Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í kvöld. „Við settum mikla orku í þennan leik. Þegar leið á klikkuðum við á fráköstum þar sem við fórum illa með þá í fyrri hálfleik. Og þegar við hittum ekki mjög vel á lokakaflanum var dýrt að setja ekki pressu á fráköst og þeir fengu hraðaupphlaupskörfur. KR svínhitti líka í dag.“ Viðar var heilt yfir ánægður með spilamennsku Hattar í leiknum í kvöld. „Þessi frammistaða var það besta sem við höfum sýnt í vetur, ekki bara fyrri hálfleikurinn,“ sagði Viðar. Höttur hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu en miðað við frammistöðuna í kvöld styttist í fyrsta sigurinn. „Við þurfum að byggja á þessu. Það er auðvitað drullusvekkjandi að ná ekki að klára þetta þegar við setjum saman svona nokkuð góða heildarframmistöðu. Við verðum að byggja á þessu og teljum að við eigum eitthvað inni,“ sagði Viðar. „Við þurfum bara að klára leiki. Þetta snýst svolítið um hugarfarið. Jafnvægið í sókninni var gott í dag og við hittum þokkalega fyrir utan. Og það var miklu meiri orka í okkur. Það vantaði ekki mikið upp á.“ Dominos-deild karla KR Höttur
KR vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Hött að velli, 113-108, í DHL-höllinni í 4. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Hattarmenn hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu. KR-ingar voru ekki líklegir til afreka lengi vel og lentu mest sextán stigum undir. En þeir náðu sterku áhlaupi um miðjan 3. leikhluta, skoruðu fimmtán stig í röð og reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin. Hattarmenn voru ekki með neina minnimáttarkennd í DHL-höllinni, byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótlega undirtökunum. Þeir leiddu nær allan fyrri hálfleikinn og náðu mest þrettán stiga forskoti. Smávaxnir KR-ingar áttu í vandræðum undir körfunni og Hattarmenn tóku tólf fleiri fráköst í fyrri hálfleik (23-11). KR-vörnin var mjög slök og gestirnir skoruðu að vild. Matej Karlovic naut sín sérstaklega vel og skoraði nítján stig í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 51-61, Hetti í vil. Auk þess að vera sterkari undir körfunni hittu gestirnir vel fyrir utan í fyrri hálfleik (46 prósent). Sem betur fer fyrir heimamenn gerðu þeir það líka (42 prósent). Höttur byrjaði seinni hálfleikinn af sama krafti og var í liðinu í þeim fyrri og náði mest sextán stiga forskoti. Í stöðunni 55-71 rönkuðu heimamenn við sér, skoruðu sautján stig gegn tveimur, þar á meðal fimmtán stig í röð, og jöfnuðu í 73-73. Ty Sabin kom KR svo yfir, 76-75, eftir að hafa sett niður þrjú vítaskot. Liðin skiptust á forystunni það sem eftir lifði 3. leikhluta en Höttur leiddi með einu stigi að honum loknum, 86-87. KR-ingar voru samt með vindinn í bakið fyrir lokaleikhlutann og nýttu sér meðbyrinn. Þeir þéttu vörnina, héldu áfram að negla niður skotum og komust mest níu stigum yfir, 99-90. Hattarmenn svöruðu með átta stigum í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, 99-98. Lokakaflinn var svo gríðarlega spennandi en reynsla KR-inga vóg þar þungt. Þeir settu niður stór skot, kláruðu vítin sín og börðust vel í fráköstunum gegn mun hávaxnari Hattarmönnum. Á endanum munaði fimm stigum á liðunum, 113-108. KR er í 6. sæti deildarinnar en Höttur í því tólfta og neðsta. Af hverju vann KR? KR-ingar settu upp skotsýningu í 3. leikhluta og komu sér þannig inn í leikinn. Þeir hertu svo vörnina í 4. leikhluta og frákastabaráttan jafnaðist í seinni hálfleik. KR skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum og var með 46 prósent nýtingu fyrir utan. Hverjir stóðu upp úr? KR fékk framlag úr mörgum áttum í kvöld. Sabin var stigahæstur með 29 stig en þurfti 26 skot til að ná þeim. Matthías Orri Sigurðarson var besti leikmaður KR með 23 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Brynjar Þór Björnsson skoraði nítján stig og var frábær í 3. leikhluta þegar KR náði áhlaupinu öfluga. Þá komu Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Veigar Áki Hlynsson og Alexander Óðinn Knudsen með mikilvægt framlag. Michael Mallroy var stigahæstur Hattarmanna með 29 stig en hann dró sóknarvagn gestanna í seinni hálfleik. Karlovic var öflugur í fyrri hálfleik en gaf eftir í þeim seinni. Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 22 stig og Dino Stipcic átti góðan leik á sínum gamla heimavelli, skoraði sautján stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hvað gekk illa? Vörn KR-inga hélt hvorki vatni né vindum í fyrri hálfleik enda fékk liðið þá á sig 61 stig, tíu stigum minna en í öllum leiknum gegn Val í síðustu umferð. Þá átti KR í fyrirsjáanlegum vandræðum undir körfunni og í frákastabaráttunni. Í seinni hálfleik bilaði vörn Hattar svo um munaði og liðið fékk þá á sig 62 stig. Þá héldu gestirnir ekki alveg sama dampi í sókninni og náðu ekki að nýta sér yfirburðina undir körfunni eins vel og í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á sunnudaginn. KR-ingar fara til Akureyrar og mæta þar Þórsurum á meðan Hattarmenn taka á móti Tindastóli á Egilsstöðum. Darri Freyr: Örugglega spennufall frá Valsleiknum KR-ingarnir hans Darra Freys Atlasonar eru komnir á sigurbraut.vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, segist hafa búist við erfiðum leik gegn Hetti í kvöld. „Það var örugglega eitthvað spennufall frá þessum Valsleik sem var mjög tilfinningaþrunginn. Svo eru Hattarmenn með fullt af gaurum sem við eigum erfitt með út af liðssamsetningunni okkar,“ sagði Darri eftir leik og vísaði til þess að KR-ingar eru ekki með stóran mann um þessar mundir. „Mér fannst við samt ná að búa til styrkleika úr þessum skrítnu stöðum og það var sennilega það sem sigldi þessu heim.“ Darri var alls ekki ánægður með varnarleik KR í fyrri hálfleik enda fékk liðið þá á sig 61 stig. „Lykilinn var að stoppa og þá náðum við að keyra upp hraðann. Fyrir svona lið sem er með fleiri stóra og hæga leikmenn er erfitt að dekka okkur. Í fyrri hálfleik tókum við boltann úr körfunni í hverri einustu sókn. Þá þurftum við alltaf að stilla upp og náðum ekki okkar takti,“ sagði Darri. KR samdi við Brandon Nazione, Bandaríkjamann með ítalskt ríkisfang, í vikunni. Hann á að hjálpa lágvöxnum KR-liði undir körfunni. „Hann er bara í vélinni núna. Hann þarf bara að sitja af sér sóttkví,“ sagði Darri um nýja manninn. Helgi Már Magnússon var fjarri góðu gamni í kvöld. „Hann var bara upptekinn í vinnu. Það er víst bara hluti af þessari deild sem við spilum í,“ sagði Darri að lokum. Viðar: KR svínhitti í dag Viðar Örn Hafsteinsson (lengst til hægri) var sáttur með frammistöðuna en ekki niðurstöðuna gegn KR.höttur „Smá trú og þor til að taka þetta,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, aðspurður hvað hafi vantað upp á hjá hans mönnum til að vinna Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í kvöld. „Við settum mikla orku í þennan leik. Þegar leið á klikkuðum við á fráköstum þar sem við fórum illa með þá í fyrri hálfleik. Og þegar við hittum ekki mjög vel á lokakaflanum var dýrt að setja ekki pressu á fráköst og þeir fengu hraðaupphlaupskörfur. KR svínhitti líka í dag.“ Viðar var heilt yfir ánægður með spilamennsku Hattar í leiknum í kvöld. „Þessi frammistaða var það besta sem við höfum sýnt í vetur, ekki bara fyrri hálfleikurinn,“ sagði Viðar. Höttur hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu en miðað við frammistöðuna í kvöld styttist í fyrsta sigurinn. „Við þurfum að byggja á þessu. Það er auðvitað drullusvekkjandi að ná ekki að klára þetta þegar við setjum saman svona nokkuð góða heildarframmistöðu. Við verðum að byggja á þessu og teljum að við eigum eitthvað inni,“ sagði Viðar. „Við þurfum bara að klára leiki. Þetta snýst svolítið um hugarfarið. Jafnvægið í sókninni var gott í dag og við hittum þokkalega fyrir utan. Og það var miklu meiri orka í okkur. Það vantaði ekki mikið upp á.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti