Hvað er raunveruleg menntun? Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 07:30 Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar fyrir börnin okkar. Í íslensku skólakerfi er að finna fjöldan allan að frábærum fagmönnum sem leggja sig alla fram um að sinna börnunum okkar. Víða er verið að vinna frábært starf. Engu að síður finnst mér of mikil streita einkenna kerfið. Mörg börn fara í gegnum kerfið án þess að missa gleðina sína en við erum líka með börn sem missa gleðina sína á leiðinni. Hvað verður um barn sem tapar gleðinni sinni? Það er líklegt að vegurinn verði grýttur. Það er svo gríðar mikilvægt að fagna og mæta hverjum einstaklingi nákvæmlega eins og hann er. Leyfa honum að fara sinn farveg og efla hæfileika hans og getu. Ég spyr mig stundum hvort núverandi skólakerfi okkar sé of einhæft. Hvort mögulegt sé að við séum að setja börnin okkar í of fá box eða hafa við of fáa reiti. Ég veit það er auðvelt að gagnrýna og erfiðara að framkvæma. En ég held við þurfum að fara að fagna fleiri hæfileikum og setja fleira en örfá námsfög á hærri stall. Hvernig væri að sá sem væri handlaginn og sterkur í smíði finndi að framlag hans væri jafn vel metið og hátt skór í íslensku? Hvernig væri að leyfa þeim sem sýnir afburðartakta í íþrótt en ætti erfitt með stæðfræði að læra stærðfræði gegnum íþrótt sína og áhugasvið? Hvernig væri að leyfa þeim sem hefur mikla orku og á erfitt með að vera kyrr að lesa bækur sínar upp í trjám og læra úti? Mætti hætta að hafa áhyggjur af því þó barn sé hæglæst í 2.bekk - treysta því að það fari þetta á sínum hraða og í takt við sinn þroska? Ég held við þurfum að fara að treysta börnunum betur og þeirra vegferð. Þau eruá misjöfnum stað á mismunandi hraða en öll á leið í sömu átt. Hættum jafnframt að blekkja okkur á því að á Íslandi sé einstaklingsmiðað skólakerfi. Ef við ætlumst til að öll börn borði skyr þá verður að leyfa þeim að gera það á sinn hátt. Af mismunandi skálum með mismunandi meðlæti og mismunandi bragði. Treystum þeim svo fyrir því að finna út hvenær þau eru södd. Það er erfitt að mæla menntun. Verðmætasta menntunin er að barn tapi ekki gleði sinni og fari út í lífið með opið hjarta. Fyrir mér er raunveruleg menntun lífshamingja. Höfundur er grunnskólakennari og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar fyrir börnin okkar. Í íslensku skólakerfi er að finna fjöldan allan að frábærum fagmönnum sem leggja sig alla fram um að sinna börnunum okkar. Víða er verið að vinna frábært starf. Engu að síður finnst mér of mikil streita einkenna kerfið. Mörg börn fara í gegnum kerfið án þess að missa gleðina sína en við erum líka með börn sem missa gleðina sína á leiðinni. Hvað verður um barn sem tapar gleðinni sinni? Það er líklegt að vegurinn verði grýttur. Það er svo gríðar mikilvægt að fagna og mæta hverjum einstaklingi nákvæmlega eins og hann er. Leyfa honum að fara sinn farveg og efla hæfileika hans og getu. Ég spyr mig stundum hvort núverandi skólakerfi okkar sé of einhæft. Hvort mögulegt sé að við séum að setja börnin okkar í of fá box eða hafa við of fáa reiti. Ég veit það er auðvelt að gagnrýna og erfiðara að framkvæma. En ég held við þurfum að fara að fagna fleiri hæfileikum og setja fleira en örfá námsfög á hærri stall. Hvernig væri að sá sem væri handlaginn og sterkur í smíði finndi að framlag hans væri jafn vel metið og hátt skór í íslensku? Hvernig væri að leyfa þeim sem sýnir afburðartakta í íþrótt en ætti erfitt með stæðfræði að læra stærðfræði gegnum íþrótt sína og áhugasvið? Hvernig væri að leyfa þeim sem hefur mikla orku og á erfitt með að vera kyrr að lesa bækur sínar upp í trjám og læra úti? Mætti hætta að hafa áhyggjur af því þó barn sé hæglæst í 2.bekk - treysta því að það fari þetta á sínum hraða og í takt við sinn þroska? Ég held við þurfum að fara að treysta börnunum betur og þeirra vegferð. Þau eruá misjöfnum stað á mismunandi hraða en öll á leið í sömu átt. Hættum jafnframt að blekkja okkur á því að á Íslandi sé einstaklingsmiðað skólakerfi. Ef við ætlumst til að öll börn borði skyr þá verður að leyfa þeim að gera það á sinn hátt. Af mismunandi skálum með mismunandi meðlæti og mismunandi bragði. Treystum þeim svo fyrir því að finna út hvenær þau eru södd. Það er erfitt að mæla menntun. Verðmætasta menntunin er að barn tapi ekki gleði sinni og fari út í lífið með opið hjarta. Fyrir mér er raunveruleg menntun lífshamingja. Höfundur er grunnskólakennari og fjögurra barna móðir.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar