Þegar byggt er á fornri frægð Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. janúar 2021 07:00 Samkvæmt árlegri ánægjukönnun íbúa 20 stærstu sveitarfélaganna eru íbúar Garðabæjar almennt ánægðir með sveitarfélagið sitt. Það er gott, því það er mikilvægt að líða almennt vel þar sem við kjósum að búa. Það er þó áhyggjuefni að ánægja Garðbæinga undanfarin ár er að dofna, á meðan meðaltal ánægju í öllum sveitarfélögunum eykst. Eftir gott skeið, þar sem ánægjan hefur mælst mjög mikil í flestum þáttum horfum við fram á hnignun. Er þarna um marktæka lækkun að ræða í einstaka þjónustuþáttum. Við í Garðabæ verðum að skoða þá þætti betur og sjá hvernig við getum gert betur. Ég hnaut um grein eftir bæjarstjórann minn í vikunni þar sem hann velur að ávarpa ekki raunverulega stöðu Garðabæjar í könnuninni, heldur einblínir á þá þjónustuþætti þar sem Garðabær skipar efstu sætin. Í greininni klappar bæjarstjórinn sér á öxl og segir Garðbæinga ánægðasta allra í einstaka þáttum. Hann virðist síður hafa áhyggjur af marktækri lækkun ánægju á mikilvægum þjónustuþáttum og meðal stækkandi hópa í sveitarfélaginu, til að mynda barnafjölskyldna. Þessa könnun þarf fyrst og fremst að nýta til stuðnings við að líta inn á við og rýna með gagnrýnum augum hvernig við gætum bætt þjónustu. Við hljótum að þurfa að því taka sérstaklega alvarlega að ánægja með grunnskóla sveitarfélagsins dalar. Rímar það ekki við allt tal um að gæði skólanna sé framúrskarandi og að í Garðabæ sé allra best tekist á við krefjandi aðstæður, samanborið við nágrannasveitarfélögin, að sögn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum við bæjarstjórnarborðið. Tækifærin til að bæta þjónustu grunnskólanna eru víða. Skemmst er frá að segja að langt er um liðið síðan skólastefna sveitarfélagsins var rýnd. Því er kominn tími á endurskoðun ýmissa þátta er varða skólastarf, vellíðan nemenda og farsæld í leik og starfi.Og því mikilvægt að þeirri vinnu er verið að koma af stað. Starfsfólk skólanna starfar eftir þeirri sýn og stefnu sem lagt er upp með. Það er hlutverk okkar í pólitíkinni að skapa gott umhverfi sem hlúir að bestu starfsskilyrðunum. Þannig blómstrar starfsfólk skólanna okkar best. Og saman tryggjum við enn meiri ánægju. Við höfum enga ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar en minnum okkur á að það er ekki lifað á fornri frægð einni saman. Að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu kostar vinnu, skýra stefnu og sýn fram á við í takt við tímann sem lifað er en ekki í þann sem lifað var. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri ánægjukönnun íbúa 20 stærstu sveitarfélaganna eru íbúar Garðabæjar almennt ánægðir með sveitarfélagið sitt. Það er gott, því það er mikilvægt að líða almennt vel þar sem við kjósum að búa. Það er þó áhyggjuefni að ánægja Garðbæinga undanfarin ár er að dofna, á meðan meðaltal ánægju í öllum sveitarfélögunum eykst. Eftir gott skeið, þar sem ánægjan hefur mælst mjög mikil í flestum þáttum horfum við fram á hnignun. Er þarna um marktæka lækkun að ræða í einstaka þjónustuþáttum. Við í Garðabæ verðum að skoða þá þætti betur og sjá hvernig við getum gert betur. Ég hnaut um grein eftir bæjarstjórann minn í vikunni þar sem hann velur að ávarpa ekki raunverulega stöðu Garðabæjar í könnuninni, heldur einblínir á þá þjónustuþætti þar sem Garðabær skipar efstu sætin. Í greininni klappar bæjarstjórinn sér á öxl og segir Garðbæinga ánægðasta allra í einstaka þáttum. Hann virðist síður hafa áhyggjur af marktækri lækkun ánægju á mikilvægum þjónustuþáttum og meðal stækkandi hópa í sveitarfélaginu, til að mynda barnafjölskyldna. Þessa könnun þarf fyrst og fremst að nýta til stuðnings við að líta inn á við og rýna með gagnrýnum augum hvernig við gætum bætt þjónustu. Við hljótum að þurfa að því taka sérstaklega alvarlega að ánægja með grunnskóla sveitarfélagsins dalar. Rímar það ekki við allt tal um að gæði skólanna sé framúrskarandi og að í Garðabæ sé allra best tekist á við krefjandi aðstæður, samanborið við nágrannasveitarfélögin, að sögn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum við bæjarstjórnarborðið. Tækifærin til að bæta þjónustu grunnskólanna eru víða. Skemmst er frá að segja að langt er um liðið síðan skólastefna sveitarfélagsins var rýnd. Því er kominn tími á endurskoðun ýmissa þátta er varða skólastarf, vellíðan nemenda og farsæld í leik og starfi.Og því mikilvægt að þeirri vinnu er verið að koma af stað. Starfsfólk skólanna starfar eftir þeirri sýn og stefnu sem lagt er upp með. Það er hlutverk okkar í pólitíkinni að skapa gott umhverfi sem hlúir að bestu starfsskilyrðunum. Þannig blómstrar starfsfólk skólanna okkar best. Og saman tryggjum við enn meiri ánægju. Við höfum enga ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar en minnum okkur á að það er ekki lifað á fornri frægð einni saman. Að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu kostar vinnu, skýra stefnu og sýn fram á við í takt við tímann sem lifað er en ekki í þann sem lifað var. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun