Er allt í himnalagi? Karl Pétur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 21:04 Nesfréttir bárust okkur Seltirningum í morgun. Í blaðinu er löng grein eftir bæjarstjóra, þar sem hún óskar bæjarbúum gleðilegs sumars. Þrátt fyrir að bjart sé í verði þessa dagana er bæjarstjóra ekki sól í sinni. Henni misbýður að kjörnir fulltrúar og aðrir íbúar lýsi skoðunum sínum á fjármálum bæjarins. Hún segir efnislega að allt sé í stakasta lagi í fjármálum Seltjarnarness – ekkert að hjá okkur, falsfréttir, farið glöð inn í sumarið. Þó er það svo að lunginn af tíma bæjarráðs undanfarna mánuði hefur farið í að ræða fjárhagsstöðu bæjarins. Hún er ekki góð. Bærinn hefur blætt peningum og verið tap á rekstrinum nánast hvert einasta ár síðan 2014. Uppsafnaður halli A-hluta er um 630 milljónir króna á árabilinu 2015-2019. Hægt er að skoða það á meðfylgjandi töflu. Á sama tíma hefur verið ráðist í dýrar framkvæmdir á sviði íþrótta- og öldrunarmála. Góðar framkvæmdir að mörgu leyti, þótt spyrja megi hvort þær hafi verið nauðsynlegar. Afkoma Seltjarnarness, raunafkoma A-hluta 2015-2019 vinstra megin. Afkoma ef útsvar hefði verið í sömu prósentu og í Kópavogi hægra megin. Undanfarin misseri hefur bæjarráð, bæjarstjórn og stjórnendur bæjarins þurfa verja lunganum af tíma sínum í að staga í göt á fjárhagsáætlunum bæjarins. Á meðan gefst ekki tími til að ræða hvernig við byggjum upp betra samfélag á Seltjarnarnesi; bætum umhverfið og þróum þjónustu sem svarar kröfum tímans. Á meðan kjölfestu skortir í fjármálum, er ekki hægt að horfa fram á veginn og leggja drög að betra samfélagi hér á Nesinu. Og hvað áhrif þeirrar djúpu kreppu sem við siglum nú inn í varðar, þá erum við ennþá að skoða hluti sem gerðust áður en Covid-19 kom til sögunnar, þannig að ekki léttist róðurinn á næstunni. Nú er það þannig að samstarf innan bæjarstjórnar og bæjarráðs er afbragðsgott. Milli okkar sem erum kjörnir fulltrúar ríkir alla jafna traust og virðing og samstarf á milli okkar er ágætt. Það er verkefni okkar allra að takast á við 630 milljón króna uppsafnaðan halla og við tökum þeirri áskorun af þeirri virðingu og auðmýkt sem þarf. Það sorglega er að á meðan þessi halli myndaðist, stóð yfir mesta góðæri Íslandssögunnar. Það hefði verið fullkominn tími til að safna í sarpinn fyrir erfiðara tíma, sem nú eru skollnir á. Það kemur því talsvert á óvart að sjá bæjarstjóra skrifa grein til bæjarbúa þar sem hún lætur eins og ekkert sé. Að allt sé í himnalagi. Þetta er annað hvort dæmi um skort á auðmýkt eða ónóga raunveruleikatengingu. Hún veit manna best að engin fjárhagsáætlun sem hún hefur lagt fram síðustu sex ár hefur staðist. Hún veit að skammtímafjármögnun bæjarins er gerð með yfirdráttarláni. Hún veit líka að stefna flokks hennar um að Seltjarnarnes sé einhverskonar skattaparadís er gjaldþrota og veldur verulegri hættu á því að þjónustu við börn, eldri borgara, fatlaða, fólk með sérþarfir og þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika muni hraka. Í kjölfarið versnar líf okkar allra sem búum á Seltjarnarnesi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi fyrir Viðreisn/Neslistann Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nesfréttir bárust okkur Seltirningum í morgun. Í blaðinu er löng grein eftir bæjarstjóra, þar sem hún óskar bæjarbúum gleðilegs sumars. Þrátt fyrir að bjart sé í verði þessa dagana er bæjarstjóra ekki sól í sinni. Henni misbýður að kjörnir fulltrúar og aðrir íbúar lýsi skoðunum sínum á fjármálum bæjarins. Hún segir efnislega að allt sé í stakasta lagi í fjármálum Seltjarnarness – ekkert að hjá okkur, falsfréttir, farið glöð inn í sumarið. Þó er það svo að lunginn af tíma bæjarráðs undanfarna mánuði hefur farið í að ræða fjárhagsstöðu bæjarins. Hún er ekki góð. Bærinn hefur blætt peningum og verið tap á rekstrinum nánast hvert einasta ár síðan 2014. Uppsafnaður halli A-hluta er um 630 milljónir króna á árabilinu 2015-2019. Hægt er að skoða það á meðfylgjandi töflu. Á sama tíma hefur verið ráðist í dýrar framkvæmdir á sviði íþrótta- og öldrunarmála. Góðar framkvæmdir að mörgu leyti, þótt spyrja megi hvort þær hafi verið nauðsynlegar. Afkoma Seltjarnarness, raunafkoma A-hluta 2015-2019 vinstra megin. Afkoma ef útsvar hefði verið í sömu prósentu og í Kópavogi hægra megin. Undanfarin misseri hefur bæjarráð, bæjarstjórn og stjórnendur bæjarins þurfa verja lunganum af tíma sínum í að staga í göt á fjárhagsáætlunum bæjarins. Á meðan gefst ekki tími til að ræða hvernig við byggjum upp betra samfélag á Seltjarnarnesi; bætum umhverfið og þróum þjónustu sem svarar kröfum tímans. Á meðan kjölfestu skortir í fjármálum, er ekki hægt að horfa fram á veginn og leggja drög að betra samfélagi hér á Nesinu. Og hvað áhrif þeirrar djúpu kreppu sem við siglum nú inn í varðar, þá erum við ennþá að skoða hluti sem gerðust áður en Covid-19 kom til sögunnar, þannig að ekki léttist róðurinn á næstunni. Nú er það þannig að samstarf innan bæjarstjórnar og bæjarráðs er afbragðsgott. Milli okkar sem erum kjörnir fulltrúar ríkir alla jafna traust og virðing og samstarf á milli okkar er ágætt. Það er verkefni okkar allra að takast á við 630 milljón króna uppsafnaðan halla og við tökum þeirri áskorun af þeirri virðingu og auðmýkt sem þarf. Það sorglega er að á meðan þessi halli myndaðist, stóð yfir mesta góðæri Íslandssögunnar. Það hefði verið fullkominn tími til að safna í sarpinn fyrir erfiðara tíma, sem nú eru skollnir á. Það kemur því talsvert á óvart að sjá bæjarstjóra skrifa grein til bæjarbúa þar sem hún lætur eins og ekkert sé. Að allt sé í himnalagi. Þetta er annað hvort dæmi um skort á auðmýkt eða ónóga raunveruleikatengingu. Hún veit manna best að engin fjárhagsáætlun sem hún hefur lagt fram síðustu sex ár hefur staðist. Hún veit að skammtímafjármögnun bæjarins er gerð með yfirdráttarláni. Hún veit líka að stefna flokks hennar um að Seltjarnarnes sé einhverskonar skattaparadís er gjaldþrota og veldur verulegri hættu á því að þjónustu við börn, eldri borgara, fatlaða, fólk með sérþarfir og þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika muni hraka. Í kjölfarið versnar líf okkar allra sem búum á Seltjarnarnesi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi fyrir Viðreisn/Neslistann
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun