Er allt í himnalagi? Karl Pétur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 21:04 Nesfréttir bárust okkur Seltirningum í morgun. Í blaðinu er löng grein eftir bæjarstjóra, þar sem hún óskar bæjarbúum gleðilegs sumars. Þrátt fyrir að bjart sé í verði þessa dagana er bæjarstjóra ekki sól í sinni. Henni misbýður að kjörnir fulltrúar og aðrir íbúar lýsi skoðunum sínum á fjármálum bæjarins. Hún segir efnislega að allt sé í stakasta lagi í fjármálum Seltjarnarness – ekkert að hjá okkur, falsfréttir, farið glöð inn í sumarið. Þó er það svo að lunginn af tíma bæjarráðs undanfarna mánuði hefur farið í að ræða fjárhagsstöðu bæjarins. Hún er ekki góð. Bærinn hefur blætt peningum og verið tap á rekstrinum nánast hvert einasta ár síðan 2014. Uppsafnaður halli A-hluta er um 630 milljónir króna á árabilinu 2015-2019. Hægt er að skoða það á meðfylgjandi töflu. Á sama tíma hefur verið ráðist í dýrar framkvæmdir á sviði íþrótta- og öldrunarmála. Góðar framkvæmdir að mörgu leyti, þótt spyrja megi hvort þær hafi verið nauðsynlegar. Afkoma Seltjarnarness, raunafkoma A-hluta 2015-2019 vinstra megin. Afkoma ef útsvar hefði verið í sömu prósentu og í Kópavogi hægra megin. Undanfarin misseri hefur bæjarráð, bæjarstjórn og stjórnendur bæjarins þurfa verja lunganum af tíma sínum í að staga í göt á fjárhagsáætlunum bæjarins. Á meðan gefst ekki tími til að ræða hvernig við byggjum upp betra samfélag á Seltjarnarnesi; bætum umhverfið og þróum þjónustu sem svarar kröfum tímans. Á meðan kjölfestu skortir í fjármálum, er ekki hægt að horfa fram á veginn og leggja drög að betra samfélagi hér á Nesinu. Og hvað áhrif þeirrar djúpu kreppu sem við siglum nú inn í varðar, þá erum við ennþá að skoða hluti sem gerðust áður en Covid-19 kom til sögunnar, þannig að ekki léttist róðurinn á næstunni. Nú er það þannig að samstarf innan bæjarstjórnar og bæjarráðs er afbragðsgott. Milli okkar sem erum kjörnir fulltrúar ríkir alla jafna traust og virðing og samstarf á milli okkar er ágætt. Það er verkefni okkar allra að takast á við 630 milljón króna uppsafnaðan halla og við tökum þeirri áskorun af þeirri virðingu og auðmýkt sem þarf. Það sorglega er að á meðan þessi halli myndaðist, stóð yfir mesta góðæri Íslandssögunnar. Það hefði verið fullkominn tími til að safna í sarpinn fyrir erfiðara tíma, sem nú eru skollnir á. Það kemur því talsvert á óvart að sjá bæjarstjóra skrifa grein til bæjarbúa þar sem hún lætur eins og ekkert sé. Að allt sé í himnalagi. Þetta er annað hvort dæmi um skort á auðmýkt eða ónóga raunveruleikatengingu. Hún veit manna best að engin fjárhagsáætlun sem hún hefur lagt fram síðustu sex ár hefur staðist. Hún veit að skammtímafjármögnun bæjarins er gerð með yfirdráttarláni. Hún veit líka að stefna flokks hennar um að Seltjarnarnes sé einhverskonar skattaparadís er gjaldþrota og veldur verulegri hættu á því að þjónustu við börn, eldri borgara, fatlaða, fólk með sérþarfir og þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika muni hraka. Í kjölfarið versnar líf okkar allra sem búum á Seltjarnarnesi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi fyrir Viðreisn/Neslistann Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nesfréttir bárust okkur Seltirningum í morgun. Í blaðinu er löng grein eftir bæjarstjóra, þar sem hún óskar bæjarbúum gleðilegs sumars. Þrátt fyrir að bjart sé í verði þessa dagana er bæjarstjóra ekki sól í sinni. Henni misbýður að kjörnir fulltrúar og aðrir íbúar lýsi skoðunum sínum á fjármálum bæjarins. Hún segir efnislega að allt sé í stakasta lagi í fjármálum Seltjarnarness – ekkert að hjá okkur, falsfréttir, farið glöð inn í sumarið. Þó er það svo að lunginn af tíma bæjarráðs undanfarna mánuði hefur farið í að ræða fjárhagsstöðu bæjarins. Hún er ekki góð. Bærinn hefur blætt peningum og verið tap á rekstrinum nánast hvert einasta ár síðan 2014. Uppsafnaður halli A-hluta er um 630 milljónir króna á árabilinu 2015-2019. Hægt er að skoða það á meðfylgjandi töflu. Á sama tíma hefur verið ráðist í dýrar framkvæmdir á sviði íþrótta- og öldrunarmála. Góðar framkvæmdir að mörgu leyti, þótt spyrja megi hvort þær hafi verið nauðsynlegar. Afkoma Seltjarnarness, raunafkoma A-hluta 2015-2019 vinstra megin. Afkoma ef útsvar hefði verið í sömu prósentu og í Kópavogi hægra megin. Undanfarin misseri hefur bæjarráð, bæjarstjórn og stjórnendur bæjarins þurfa verja lunganum af tíma sínum í að staga í göt á fjárhagsáætlunum bæjarins. Á meðan gefst ekki tími til að ræða hvernig við byggjum upp betra samfélag á Seltjarnarnesi; bætum umhverfið og þróum þjónustu sem svarar kröfum tímans. Á meðan kjölfestu skortir í fjármálum, er ekki hægt að horfa fram á veginn og leggja drög að betra samfélagi hér á Nesinu. Og hvað áhrif þeirrar djúpu kreppu sem við siglum nú inn í varðar, þá erum við ennþá að skoða hluti sem gerðust áður en Covid-19 kom til sögunnar, þannig að ekki léttist róðurinn á næstunni. Nú er það þannig að samstarf innan bæjarstjórnar og bæjarráðs er afbragðsgott. Milli okkar sem erum kjörnir fulltrúar ríkir alla jafna traust og virðing og samstarf á milli okkar er ágætt. Það er verkefni okkar allra að takast á við 630 milljón króna uppsafnaðan halla og við tökum þeirri áskorun af þeirri virðingu og auðmýkt sem þarf. Það sorglega er að á meðan þessi halli myndaðist, stóð yfir mesta góðæri Íslandssögunnar. Það hefði verið fullkominn tími til að safna í sarpinn fyrir erfiðara tíma, sem nú eru skollnir á. Það kemur því talsvert á óvart að sjá bæjarstjóra skrifa grein til bæjarbúa þar sem hún lætur eins og ekkert sé. Að allt sé í himnalagi. Þetta er annað hvort dæmi um skort á auðmýkt eða ónóga raunveruleikatengingu. Hún veit manna best að engin fjárhagsáætlun sem hún hefur lagt fram síðustu sex ár hefur staðist. Hún veit að skammtímafjármögnun bæjarins er gerð með yfirdráttarláni. Hún veit líka að stefna flokks hennar um að Seltjarnarnes sé einhverskonar skattaparadís er gjaldþrota og veldur verulegri hættu á því að þjónustu við börn, eldri borgara, fatlaða, fólk með sérþarfir og þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika muni hraka. Í kjölfarið versnar líf okkar allra sem búum á Seltjarnarnesi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi fyrir Viðreisn/Neslistann
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun