Lærdómar úr fordæmaleysinu fyrir skipulag bæja Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:45 Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skipulag Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun