Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar 3. nóvember 2025 13:00 Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun