Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 3. nóvember 2025 11:31 Nú stendur til að hækka vörugjöld á mótorhjól. Það kann að hljóma saklaust, en í raun hefur það alvarlegar afleiðingar bæði fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og þá grein ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár, mótorhjólaferðamennsku. Í dag starfa nokkur íslensk fyrirtæki við að bjóða upp á slíkar ferðir og leigu á hjólum. Þau borga skatta, tryggingar og standa undir öllum skyldum gagnvart íslenskum yfirvöldum. Á móti þeim eru hins vegar fleiri erlend fyrirtæki sem halda úti sambærilegum ferðum til Íslands en með sín eigin hjól, flutt inn í gámum eða á flutningabílum. Þau greiða hvorki vörugjöld né virðisaukaskatt til Íslands af hjólunum, njóta lægri trygginga og starfa að mestu utan íslensks regluverks. Er það ósk yfirvalda að hér verði helst mótorhjól með erlendum skráningum sem skila þar með ekki einni einustu krónu til ríkisins? Þegar kílómetragjöld verða tekin upp hér á landi með ólöggildum mælum, munu íslensk fyrirtæki greiða km gjöldin á meðan erlend hjól sleppa líklega alfarið. Þetta mun aðeins styrkja forskot erlendu fyrirtækjanna og veikja stöðu þeirra sem reyna að byggja upp heiðarlegan rekstur hér heima. Ekki má gleyma öllu því fólki sem lifir og hrærist innan um mótorhjól, ferðast á þeim, hefur félagsskap og ánægju af, hvers vegna verður að gera þessu fólki erfiðara fyrir að líta glaðan dag? EES átti að tryggja jafnræði, ekki forskot. Markmið Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var að skapa sameiginlegt atvinnusvæði þar sem fyrirtæki gætu keppt á jafnræðisgrundvelli, óháð landamærum. Ísland er fullgildur þátttakandi í því samstarfi en samt erum við að sjá hið gagnstæða gerast, hér er skattheimta og gjaldtaka orðin svo þung að íslensk fyrirtæki missa tökin í eigin landi, á meðan erlendir aðilar fá forskot. Ætlum við að horfa á erlendu fyrirtækin mala gull á Íslandi, á meðan við erum föst í skattahelvíti? Ungt fólk og íþróttir sitja eftir. Þessu til viðbótar stendur til að fella niður undanþágur frá vörugjöldum á keppnistæki. Það er skref sem mun bitna beint á mótorsporti og ungu fólki sem hefur fundið sig í sportinu. Motocross hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum, sérstaklega meðal ungs fólks á Íslandi. Uppbygging brauta víða um land hefur skapað tækifæri fyrir krakka og ungmenni að stunda líkamlega krefjandi og spennandi íþrótt í stað þess til dæmis að hanga heima í tölvunni. Vörugjöld af leikjatölvum og öðrum raftækjum sem og sykurskattur voru afnumin árið 2015. En nú stendur til að hækka vörugjöld af mótorhjólum og fornbílum, hvað af þessu skyldi nú vera verst fyrir samfélagið? En ef jafnræðið er markmiðið, ætti það ekki líka að gilda gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem keppa við erlend fyrirtæki á sama markaði? Það er erfitt að sjá réttlætið í því að hækka gjöld á mótorhjólaíþróttir og þjónustu, á meðan annarsstaðar eru verulegar ívilnanir t.d. heiðurslaun listamanna, afsláttur vörugjalda fyrir bílaleigur og fleira. Tími til að endurskoða forgangsröðina ef stjórnvöld vilja virkilega styðja við íslenskt atvinnulíf, nýsköpun og fólkið í landinu, þá þarf að horfa á heildarmyndina. Það er ekki hægt að tala um jafnræði og samkeppnishæfni á sama tíma og gjöld og kostnaður eru stöðugt hækkuð fyrir þá sem reyna að starfa og sinna áhugamálum á Íslandi. Ísland á ekki að vera land þar sem erlendir aðilar hafa forskot á okkur sem búum og störfum hér. Ekki er hægt að réttlæta eða færa rök fyrir þessum endurteknu skattahækkunum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og meðferð á almannafé er glórulaus. Samanber nýleg dæmi ríkislögreglustjóra og nýlegt dæmi utanríkisráðherra sem gaf erlendum hagsmunasamtökum 150 milljónir. Dæmin virðast því miður óteljandi. Það virðist sem svo að það sé alltaf sjálfsagt að loka fjárlögunum með því að hækka skatta, oft tilviljanakennt þar til umbeðin upphæð næst. Í raun ætti að lækka vörugjöld, nokkur létt mótorhjól eru ekki vandamál fyrir samfélagið. Norðmenn afnámu vörugjöld hjá sér af mótorhjólum, hvers vegna þurfum við að hækka þau? Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur til að hækka vörugjöld á mótorhjól. Það kann að hljóma saklaust, en í raun hefur það alvarlegar afleiðingar bæði fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og þá grein ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár, mótorhjólaferðamennsku. Í dag starfa nokkur íslensk fyrirtæki við að bjóða upp á slíkar ferðir og leigu á hjólum. Þau borga skatta, tryggingar og standa undir öllum skyldum gagnvart íslenskum yfirvöldum. Á móti þeim eru hins vegar fleiri erlend fyrirtæki sem halda úti sambærilegum ferðum til Íslands en með sín eigin hjól, flutt inn í gámum eða á flutningabílum. Þau greiða hvorki vörugjöld né virðisaukaskatt til Íslands af hjólunum, njóta lægri trygginga og starfa að mestu utan íslensks regluverks. Er það ósk yfirvalda að hér verði helst mótorhjól með erlendum skráningum sem skila þar með ekki einni einustu krónu til ríkisins? Þegar kílómetragjöld verða tekin upp hér á landi með ólöggildum mælum, munu íslensk fyrirtæki greiða km gjöldin á meðan erlend hjól sleppa líklega alfarið. Þetta mun aðeins styrkja forskot erlendu fyrirtækjanna og veikja stöðu þeirra sem reyna að byggja upp heiðarlegan rekstur hér heima. Ekki má gleyma öllu því fólki sem lifir og hrærist innan um mótorhjól, ferðast á þeim, hefur félagsskap og ánægju af, hvers vegna verður að gera þessu fólki erfiðara fyrir að líta glaðan dag? EES átti að tryggja jafnræði, ekki forskot. Markmið Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var að skapa sameiginlegt atvinnusvæði þar sem fyrirtæki gætu keppt á jafnræðisgrundvelli, óháð landamærum. Ísland er fullgildur þátttakandi í því samstarfi en samt erum við að sjá hið gagnstæða gerast, hér er skattheimta og gjaldtaka orðin svo þung að íslensk fyrirtæki missa tökin í eigin landi, á meðan erlendir aðilar fá forskot. Ætlum við að horfa á erlendu fyrirtækin mala gull á Íslandi, á meðan við erum föst í skattahelvíti? Ungt fólk og íþróttir sitja eftir. Þessu til viðbótar stendur til að fella niður undanþágur frá vörugjöldum á keppnistæki. Það er skref sem mun bitna beint á mótorsporti og ungu fólki sem hefur fundið sig í sportinu. Motocross hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum, sérstaklega meðal ungs fólks á Íslandi. Uppbygging brauta víða um land hefur skapað tækifæri fyrir krakka og ungmenni að stunda líkamlega krefjandi og spennandi íþrótt í stað þess til dæmis að hanga heima í tölvunni. Vörugjöld af leikjatölvum og öðrum raftækjum sem og sykurskattur voru afnumin árið 2015. En nú stendur til að hækka vörugjöld af mótorhjólum og fornbílum, hvað af þessu skyldi nú vera verst fyrir samfélagið? En ef jafnræðið er markmiðið, ætti það ekki líka að gilda gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem keppa við erlend fyrirtæki á sama markaði? Það er erfitt að sjá réttlætið í því að hækka gjöld á mótorhjólaíþróttir og þjónustu, á meðan annarsstaðar eru verulegar ívilnanir t.d. heiðurslaun listamanna, afsláttur vörugjalda fyrir bílaleigur og fleira. Tími til að endurskoða forgangsröðina ef stjórnvöld vilja virkilega styðja við íslenskt atvinnulíf, nýsköpun og fólkið í landinu, þá þarf að horfa á heildarmyndina. Það er ekki hægt að tala um jafnræði og samkeppnishæfni á sama tíma og gjöld og kostnaður eru stöðugt hækkuð fyrir þá sem reyna að starfa og sinna áhugamálum á Íslandi. Ísland á ekki að vera land þar sem erlendir aðilar hafa forskot á okkur sem búum og störfum hér. Ekki er hægt að réttlæta eða færa rök fyrir þessum endurteknu skattahækkunum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og meðferð á almannafé er glórulaus. Samanber nýleg dæmi ríkislögreglustjóra og nýlegt dæmi utanríkisráðherra sem gaf erlendum hagsmunasamtökum 150 milljónir. Dæmin virðast því miður óteljandi. Það virðist sem svo að það sé alltaf sjálfsagt að loka fjárlögunum með því að hækka skatta, oft tilviljanakennt þar til umbeðin upphæð næst. Í raun ætti að lækka vörugjöld, nokkur létt mótorhjól eru ekki vandamál fyrir samfélagið. Norðmenn afnámu vörugjöld hjá sér af mótorhjólum, hvers vegna þurfum við að hækka þau? Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun