4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:01 Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun