4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:01 Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun