Milan stal sigrinum undir lokin | Andri Fannar byrjaði hjá Bologna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. desember 2020 21:45 AC Milan vann dramatískan sigur á Lazio í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images AC Milan tryggði sér sigur gegn Lazio með marki undir lok leiks. Þá var Andri Fannar Baldursson í byrjunarliði Bologna sem kom til baka gegn Atalanta, lokatölur þar 2-2. Þetta var fyrsti leikur Andra Fannars í byrjunarliði Bologna. Andri Fannar var tekinn af velli á 65. mínútu er staðan var 2-0 yfir Atalanta. Luis Muriel skoraði bæði mörk Atalanta en aðeins var mínúta milli marka. Það var svo Takehiro Tomiyasu sem minnkaði muninn fyrir Bologna á 73. mínútu og Nehuén Paz jafnaði metin tæpum tíu mínútum síðar. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan komst snemma leiks í 2-0 er liðið tók á móti Lazio. Hakan Çalhanoğlu lagði fyrra markið upp á Ante Rebić og Tyrkinn skoraði svo síðara markið. Luis Alberto minnkaði muninn í fyrri hálfleik og Ciro Immobile jafnaði metin í þeim síðari. Theo Hernández skoraði svo sigurmark leiksins þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma. Çalhanoğlu aftur með stoðsendingu og kom því að öllum mörkum leiksins. Lokatölur 3-2 og AC Milan heldur toppsætinu. Ítalski boltinn Fótbolti
AC Milan tryggði sér sigur gegn Lazio með marki undir lok leiks. Þá var Andri Fannar Baldursson í byrjunarliði Bologna sem kom til baka gegn Atalanta, lokatölur þar 2-2. Þetta var fyrsti leikur Andra Fannars í byrjunarliði Bologna. Andri Fannar var tekinn af velli á 65. mínútu er staðan var 2-0 yfir Atalanta. Luis Muriel skoraði bæði mörk Atalanta en aðeins var mínúta milli marka. Það var svo Takehiro Tomiyasu sem minnkaði muninn fyrir Bologna á 73. mínútu og Nehuén Paz jafnaði metin tæpum tíu mínútum síðar. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan komst snemma leiks í 2-0 er liðið tók á móti Lazio. Hakan Çalhanoğlu lagði fyrra markið upp á Ante Rebić og Tyrkinn skoraði svo síðara markið. Luis Alberto minnkaði muninn í fyrri hálfleik og Ciro Immobile jafnaði metin í þeim síðari. Theo Hernández skoraði svo sigurmark leiksins þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma. Çalhanoğlu aftur með stoðsendingu og kom því að öllum mörkum leiksins. Lokatölur 3-2 og AC Milan heldur toppsætinu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti