Mannréttindi fatlaðra barna á Íslandi Elín Hoe Hinriksdóttir skrifar 20. nóvember 2020 13:31 Í dag er dagur mannréttinda barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þann 30. september síðastliðin kom út viðbótarskýrsla frjálsra félagasamtaka um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist á síðustu árum varðandi réttindi barna og hefur Félags-og barnamálaráðherra sýnt mikinn áhuga á því að bæta hag barna og stuðla að barnvænna samfélagi. En betur má ef duga skal. Í skýrslunni kemur fram að fötluð börn verða fyrir mikilli mismunun og njóta oft á tíðum ekki sömu mannréttinda og ófötluð börn. Staðalímyndir og fordómar koma í veg fyrir að fötluð börn fái sömu tækifæri og önnur börn til þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Oft er gert ráð fyrir því að fötluð börn hafi ekki burði til að tjá sig um sín eigin mál og þau þvi ekki höfð með í ráðum um málefni sem varða þau sjálf. Fullorðnir aðilar taka því í of mörgum tilfellum ákvarðanir varðandi menntun, tómstundir, íþróttaiðkun, lyfjagjafir og ýmiskonar heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt er að gefa börnum tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum sem snerta þau. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að stórauka fræðslu um fatlanir og sjúkdóma og stuðla á þann hátt að viðhorfsbreytingu meðal barna, foreldra, heilbrigðisstarfsfólks, skólasamfélagsins sem og innan alls samfélagsins. Of oft er börnum boðið upp á að húsnæði er ekki byggt skv. algildri hönnun og leiðir það til þess að þau eru útilokuð frá þátttöku. Má þar nefna sem dæmi að fötluð börn geta ekki alltaf farið með í vettvangsferðir og skólaferðarlög á vegum skóla eða þurfa að velja sér tómstundir eftir því hvernig aðgengi er háttað í stað þess að velja út frá áhugasviði. Fram kemur í skýrslunni að fötluð börn hafa liðið fyrir skort á fullnægjandi eða viðeigandi þjónustu á flestum sviðum þjónustu er varða daglegt líf þeirra. Bið eftir greiningu er allt of löng og á meðan á biðinni stendur fá þau takmarkaða þjónustu ef þá einhverja. Börn á aldrinum 2-6 ára þurfa að bíða í allt að 19 mánuði eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og er það óásættanlegt. Stjórnvöld verða að vinna markvisst að því að stytta biðlista og útrýma þeirri hugmyndafræði að greining sé forsenda þjónustu. Einnig verða fötluð börn fyrir mismunun á forsendu búsetu þar sem sveitarfélög veita mismunandi þjónustu og eru dæmi um það að foreldrar fatlaðra barna hafi flutt milli sveitarfélaga í þeim tilgangi að barnið fái þjónustu og þjálfun. Það er ótækt að fjölskylda þurfi að rífa sig upp og flytja milli landshluta til þess að fá viðeigandi þjónustu fyrir barn sitt. Setja þarf skýrari reglur um þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita og tryggja með farsæld allra barna. Ákall frá samfélaginu, meðal annars frá börnum um bætta og víðtækari geðheilbrigðisþjónustu hefur verið áberandi síðustu misseri. Langir biðlistar eru eftir þjónustu og úrræði oft af skornum skammti. Mikilvægt er að tryggja góða geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn og þarf sérstaklega að huga að því að í boði sé þjónusta sem taki sérstaklega mið af aðstæðum fatlaðra barna en dæmi eru um að einhverfum börnum sé hafnað um þjónustu vegna skorts á fagþekkingu innan geðheilbriðiskerfisins. Fötluð börn fá takmarkaðan aðgang að hjálpartækjum sem hindrar þáttöku þeirra í samfélaginu. Hjálpartæki til notkunar í frístundum, útivist og íþróttum eru til að mynda ekki niðurgreidd. Fötluðum börnum er því mismunað eftir efnahag foreldra þar sem efnameiri foreldrar geta frekar gefið börnum sínum tækifæri til að stunda íþróttir og tómstundir eftir áhugasviði barna sinna ef þeir greiða sjálfir fyrir hjálpartæki. Einnig er ekki hægt að fá aukahjálpartæki til að hafa á heimili aðstandenda þar sem barnið er ekki með lögheimili. Fatlað barn sem þarf hjálpartæki sem ekki er auðveldlega hægt að flytja milli heimila er því mismunað bæði vegna fötlunar sinnar sem og sambandsstöðu foreldra sinna þar sem slík löggjöf getur komið í veg fyrir að barn geti notið samvista við báða foreldra ef foreldrar búa ekki saman. Á árunum 2013-2017 voru framkvæmdar 5 ófrjósemisaðgerðir á börnum undir 18 ára aldri. Reynslan sýnir að fötluð börn eru líklegri en önnur til að vera láta undirgangast ófrjósemisaðgerð en slík grimmdaraðgerð brýtur alvarlega gegn Barnasáttmálanum sem og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Stjórnvöld verða að grípa í taumana og stöðva slíkar aðgerðir á börnum tafarlaust. Á Íslandi búa fleiri börn en fullorðnir við fátækt. Börn öryrkja, einstæðra foreldra og innflytjenda eru líklegri til að búa við fátækt. Að búa við fátækt eykur líkur á alls kyns ofbeldi, útilokun og vanrækslu. Mikilvægt er að uppræta fátækt á Íslandi, jafna efnahagslega stöðu allra barna og skapa samfélag þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri og búi við velsæld óháð fjárhagsstöðu foreldra sinna. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur enn ekki verið lögfestur á Íslandi. Til að tryggja að fötluð börn njóti mannréttinda til jafns við önnur börn er mikilvægt að SSRF verði lögfestur og innleiddur í alla lagaumgjörð. Við hvetjum stjórnvöld til að fara vel yfir viðbótarskýrsluna og vinna markvisst að þeim úrbótum sem skýrsluhöfundar leggja til og tryggi með því mannréttindi, farsæld og jöfnuð allra barna á Íslandi. Höfundur er Elín Hoe Hinriksdóttir, f.h. málefnahóps Öryrkjabandalagsins um málefni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur mannréttinda barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þann 30. september síðastliðin kom út viðbótarskýrsla frjálsra félagasamtaka um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist á síðustu árum varðandi réttindi barna og hefur Félags-og barnamálaráðherra sýnt mikinn áhuga á því að bæta hag barna og stuðla að barnvænna samfélagi. En betur má ef duga skal. Í skýrslunni kemur fram að fötluð börn verða fyrir mikilli mismunun og njóta oft á tíðum ekki sömu mannréttinda og ófötluð börn. Staðalímyndir og fordómar koma í veg fyrir að fötluð börn fái sömu tækifæri og önnur börn til þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Oft er gert ráð fyrir því að fötluð börn hafi ekki burði til að tjá sig um sín eigin mál og þau þvi ekki höfð með í ráðum um málefni sem varða þau sjálf. Fullorðnir aðilar taka því í of mörgum tilfellum ákvarðanir varðandi menntun, tómstundir, íþróttaiðkun, lyfjagjafir og ýmiskonar heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt er að gefa börnum tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum sem snerta þau. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að stórauka fræðslu um fatlanir og sjúkdóma og stuðla á þann hátt að viðhorfsbreytingu meðal barna, foreldra, heilbrigðisstarfsfólks, skólasamfélagsins sem og innan alls samfélagsins. Of oft er börnum boðið upp á að húsnæði er ekki byggt skv. algildri hönnun og leiðir það til þess að þau eru útilokuð frá þátttöku. Má þar nefna sem dæmi að fötluð börn geta ekki alltaf farið með í vettvangsferðir og skólaferðarlög á vegum skóla eða þurfa að velja sér tómstundir eftir því hvernig aðgengi er háttað í stað þess að velja út frá áhugasviði. Fram kemur í skýrslunni að fötluð börn hafa liðið fyrir skort á fullnægjandi eða viðeigandi þjónustu á flestum sviðum þjónustu er varða daglegt líf þeirra. Bið eftir greiningu er allt of löng og á meðan á biðinni stendur fá þau takmarkaða þjónustu ef þá einhverja. Börn á aldrinum 2-6 ára þurfa að bíða í allt að 19 mánuði eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og er það óásættanlegt. Stjórnvöld verða að vinna markvisst að því að stytta biðlista og útrýma þeirri hugmyndafræði að greining sé forsenda þjónustu. Einnig verða fötluð börn fyrir mismunun á forsendu búsetu þar sem sveitarfélög veita mismunandi þjónustu og eru dæmi um það að foreldrar fatlaðra barna hafi flutt milli sveitarfélaga í þeim tilgangi að barnið fái þjónustu og þjálfun. Það er ótækt að fjölskylda þurfi að rífa sig upp og flytja milli landshluta til þess að fá viðeigandi þjónustu fyrir barn sitt. Setja þarf skýrari reglur um þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita og tryggja með farsæld allra barna. Ákall frá samfélaginu, meðal annars frá börnum um bætta og víðtækari geðheilbrigðisþjónustu hefur verið áberandi síðustu misseri. Langir biðlistar eru eftir þjónustu og úrræði oft af skornum skammti. Mikilvægt er að tryggja góða geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn og þarf sérstaklega að huga að því að í boði sé þjónusta sem taki sérstaklega mið af aðstæðum fatlaðra barna en dæmi eru um að einhverfum börnum sé hafnað um þjónustu vegna skorts á fagþekkingu innan geðheilbriðiskerfisins. Fötluð börn fá takmarkaðan aðgang að hjálpartækjum sem hindrar þáttöku þeirra í samfélaginu. Hjálpartæki til notkunar í frístundum, útivist og íþróttum eru til að mynda ekki niðurgreidd. Fötluðum börnum er því mismunað eftir efnahag foreldra þar sem efnameiri foreldrar geta frekar gefið börnum sínum tækifæri til að stunda íþróttir og tómstundir eftir áhugasviði barna sinna ef þeir greiða sjálfir fyrir hjálpartæki. Einnig er ekki hægt að fá aukahjálpartæki til að hafa á heimili aðstandenda þar sem barnið er ekki með lögheimili. Fatlað barn sem þarf hjálpartæki sem ekki er auðveldlega hægt að flytja milli heimila er því mismunað bæði vegna fötlunar sinnar sem og sambandsstöðu foreldra sinna þar sem slík löggjöf getur komið í veg fyrir að barn geti notið samvista við báða foreldra ef foreldrar búa ekki saman. Á árunum 2013-2017 voru framkvæmdar 5 ófrjósemisaðgerðir á börnum undir 18 ára aldri. Reynslan sýnir að fötluð börn eru líklegri en önnur til að vera láta undirgangast ófrjósemisaðgerð en slík grimmdaraðgerð brýtur alvarlega gegn Barnasáttmálanum sem og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Stjórnvöld verða að grípa í taumana og stöðva slíkar aðgerðir á börnum tafarlaust. Á Íslandi búa fleiri börn en fullorðnir við fátækt. Börn öryrkja, einstæðra foreldra og innflytjenda eru líklegri til að búa við fátækt. Að búa við fátækt eykur líkur á alls kyns ofbeldi, útilokun og vanrækslu. Mikilvægt er að uppræta fátækt á Íslandi, jafna efnahagslega stöðu allra barna og skapa samfélag þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri og búi við velsæld óháð fjárhagsstöðu foreldra sinna. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur enn ekki verið lögfestur á Íslandi. Til að tryggja að fötluð börn njóti mannréttinda til jafns við önnur börn er mikilvægt að SSRF verði lögfestur og innleiddur í alla lagaumgjörð. Við hvetjum stjórnvöld til að fara vel yfir viðbótarskýrsluna og vinna markvisst að þeim úrbótum sem skýrsluhöfundar leggja til og tryggi með því mannréttindi, farsæld og jöfnuð allra barna á Íslandi. Höfundur er Elín Hoe Hinriksdóttir, f.h. málefnahóps Öryrkjabandalagsins um málefni barna.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun